Mikilvægar upplýsingar: Nauðsynlegt er að gera breytingar á notkunarskilmálum Home Connect-forritsins. Hér á eftir má finna núverandi notkunarskilmála sem og þá útgáfu sem brátt tekur gildi. Hafðu í huga að þegar breytingin tekur gildi verður þú af tæknilegum ástæðum beðin(n) að staðfesta nýju notkunarskilmálana í Home Connect-forritinu.
A. Notkunarskilmálar sem gilda þar til 24.03.2026:
Almennir notkunarskilmálar fyrir Home Connect-forritið
Fyrirtækið Home Connect GmbH, Carl-Wery-Strasse 34, 81739 München, Þýskalandi lætur þér hér með í té Home Connect-forritið án endurgjalds, til uppsetningar og notkunar á fartæki/-tækjum í þinni eigu. Frekari upplýsingar um rekstraraðilann er að finna í útgáfuupplýsingum Home Connect-forritisins.
Þessir almennu notkunarskilmálar („almennir notkunarskilmálar“) skulu gilda á milli þín, sem notanda Home Connect-forritsins, og fyrirtækisins Home Connect GmbH, sem rekstraraðila téðs forrits. Rekstraraðilinn verður eini viðsemjandi notanda. Þegar þú hefur lokið skráningu skulu þessir almennu skilmálar teljast bindandi samningsgrundvöllur fyrir notkun á Home Connect-forritinu. Þú getur kynnt þér og vistað þessa almennu notkunarskilmála í Home Connect-forritinu undir „Stillingar“. Valin tungumálaútgáfa fyrir landið í skráningarferlinu gildir. Rekstraraðilinn býður hugsanlega upp á fleiri tungumál í löndum þar sem nokkrar þjóðtungur eru viðurkenndar.
Til að gera þér kleift að nota þann hluta Home Connect-forritsins sem krefst skráningar þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- þú ert einkanotandi og a.m.k. 18 ára að aldri,
- þú hefur sett upp notandareikning sem hluta af skráningarferlinu (í ákveðnum löndum, þetta krefst þess að búið sé til SingleKey ID, sjá kafla Fehler! Verweisquelle konnte nicht gefunden werden.),
- þú notar heimilistækið þitt („heimilistækið“) í landi þar sem rekstraraðilinn býður upp á Home Connect-forritið (hægt er að sækja lista yfir lönd þar sem slíkt er í boði í Home Connect-forritinu).
Til að hægt sé að nota Home Connect-forritið þarf að setja það upp á nettengjanlegt fartæki sem keyrir stutt stýrikerfi (sjá lista yfir studd fartæki á http://www.home-connect.com). Fartækið og heimilistækið þurfa að vera í þinni eigu og tengd við Wi-Fi gegnum viðeigandi internetbeini. Fartækið þitt þarf að nota aðra gagnatengingu þegar farið er út fyrir Wi-Fi-drægi heimilistækisins. Við notkun utan nets er hægt að nota tækið sem „ótengt heimilistæki“. Ef slökkt er á Wi-Fi-tengingu heimilistækisins eða ef heimilistækið er utan sviðs Wi-Fi-tengingarinnar er ekki hægt að stjórna heimilistækinu gegnum Home Connect-forritið. Þú ert ábyrg(ur) fyrir hverjum þeim kostnaði sem kann að áskapast vegna gagnatengingar (sem og fyrir því að sækja uppfærslur á Home Connect-forritinu, efni eða fastbúnaði heimilistækisins, og senda myndir). Rekstraraðilinn skal ekki teljast ábyrgur fyrir aðgengileika og/eða gæðum gagnatengingarinnar.
Home Connect appið er aðeins samhæft við heimilistæki með Home Connect. Það virkar ekki með öðrum tækjum (t.d. öðrum snjalltækjum eða heimilistækjum sem eru ekki bjóða upp á virkjun Home Connect).
Með því að hlaða niður Home Connect-forritinu staðfestir notandi að hann sé ekki með fasta búsetu í nokkru ríki sem fellur undir bandarísk lög um viðskiptabönn, ríki sem Bandaríkjastjórn flokkar sem ríki sem styður við hryðjuverk, né sé sjálfur á lista Bandaríkjastjórnar yfir bannaða eða takmarkaða aðila.
Notkunin á Home Connect-forritinu utan opins svæðis krefst þess annaðhvort að stofnaður sé Home Connect-forrits notandareikningur (skráning) eða fyrir hendi sé miðlægur BSH notendareikningur. Notendareikningarnir eru sérsniðnir og óframseljanlegir. Til að stofna Home Connect-forrits notendareikning þarf að öllu jöfnu að gefa upp, að lágmarki, fornafn og eftirnafn, staðsetningu heimilistækisins (land), netfangið þitt (notandakenni) og persónulegt aðgangsorð. Í sumum löndum þarf að gefa upp annars konar upplýsingar.
Skráningargögnin sem voru slegin inn birtast aftur áður en skráningarferlinu lýkur. Þar getur þú leiðrétt hugsanlegar innsláttarvillur. Þegar skráningu í Home Connect-forritið er lokið færð þú staðfestingu í tölvupósti (eða staðfestingu með smáskilaboðum, en slíkt fer eftir landinu sem um ræðir) og notandareikningurinn þinn verður virkjaður. Þessi tölvupóstur (eða smáskilaboð) inniheldur tengil sem verður að fylgja til að staðfesta skráningu. Notandasamningurinn er samþykktur um leið og notandareikningurinn er virkjaður.
Ef skráning með einni innskráningarþjónustu („single-sign-on“) (núna „SingleKey ID“) eins þeirra fyrirtækja sem tengjast rekstraraðila er þegar boðin í þínu landi þarftu fyrst að búa til slíkt Bosch-auðkenni til að stofna notandareikning fyrir Home Connect appið. Ábyrgð á að veita þessa þjónustu við innskráningu er á höndum Bosch.IO GmbH, Ullsteinstrasse 128, 12109 Berlín, Þýskalandi („BIO“). Sérstakir notkunarskilmálar BIO eiga við um þessa þjónustu ef stuðst er við slíka eina innskráningu. Þú getur aðeins byrjað skráningarferlið fyrir Home Connect-forritiðmeð slíku SingleKey ID. Á hinn bóginn er skráningarferlið eins og lýst er hér að ofan eftir að þú hefur búið til slíkt Bosch-auðkenni.
Ef þú hefur búið til notendareikning fyrir Home Connect-forritið geturðu líka notað hann í framtíðinni, ef það stendur til boða, sem miðlægan notendareikning til að skrá þig inn á aðra þjónustu sem fyrirtæki tengd rekstraraðilanum bjóða upp á. Veitandi þjónustu mun upplýsa þig um þetta sérstaklega þegar þú skráir þig fyrir slíkri þjónustu.
Ef þú vilt deila þínum eigin uppskriftum sem Cookit notandi verður þú að búa til sérstakan matreiðsluprófíl. Fyrir þetta geturðu valið þitt eigið nafn og avatar, sem mun síðan birtast með sameiginlegu uppskriftinni þinni.
Þú ættir að halda aðgangsorðinu leyndu og aldrei gefa það upp til þriðja aðila. Ef þú glatar aðgangsorðinu eða þig grunar að þriðji aðili hafi komist á snoðir um það ber þér skylda til að tilkynna rekstraraðilanum það tafarlaust með því að nota samskiptaupplýsingarnar í Home Connect-forritinu, sem og að breyta aðgangsorðinu. Notaðu aðgerðina „Breyta aðgangsorði“ og/eða aðgerðina „Gleymdirðu aðgangsorðinu?“ í Home Connect-forritinu til að breyta aðgangsorðinu eða búa til nýtt.
Flestar aðgerðir og þjónustu sem í boði eru gegnum Home Connect-forritið er aðeins hægt að nota þegar notandi er skráður inn á notandareikninginn. Þegar notandi skráir sig inn á notandareikninginn helst notandi innskráður þar til hann skráir sig út. Undantekning frá þessu er þegar notandi er aðgerðarlaus í Home Connect-forritinu í 90 daga eftir innskráningu. Í slíkum tilfellum, og af öryggisástæðum, verður þú sjálfkrafa skráð(ur) út af notandareikningnum þínum. Hægt er að skrá sig inn aftur. Hafðu í huga að þrátt fyrir að þetta hafi þægindi í för með sér getur það að skrá sig ekki út úr Home Connect-forritinu eftir notkun aukið hættu á að þriðju aðilar fái aðgang að fartækinu þínum gegnum Home Connect-forritið án heimildar. Þú berð bótaábyrgð gagnvart rekstraraðilanum að því er varðar hvers konar misnotkun þriðja aðila. Ef farið er út úr Home Connect-forritinu eða því lokað hefur það engin áhrif á innskráningarstöðu notandareikningsins þíns.
Án innskráningar inn á notandareikninginn er einungis hægt að nota takmarkaðar aðgerðir og efni sem er í boði á opnu svæði í Home Connect-forritinu.
Í samræmi við það gildissvið sem tilgreint er undir lið 0 geta margir notendur notað Home Connect-forritið samtímis, en hver notandi þarf að hafa sinn eigin notandareikning. Ef margir notendur bæta sama heimilistæki við sína notandareikninga (t.d. fjölskyldumeðlimir eða samleigjendur) skal sá notandi sem fyrstur bætti heimilistækinu við sinn notandareikning („aðalnotandi“) hafa rétt á að fjarlægja heimilistækið af notandareikningum þeirra notenda sem bættu því við síðar. Aðalnotandi getur framselt réttindi sín sem aðalnotandi til annars notanda. Allir notendur tiltekins heimilistækis geta skoðað stöðu þess tækis í Home Connect-forritinu og gefið út stjórnskipanir ef þess gerist þörf.
Notkun á þjónustu þriðju aðila (sjá nánar í lið 12) skal að öllu jöfnu aðeins hafa áhrif á þann notanda sem velur að virkja slíka þjónustu („notandi þjónustu þriðju aðila“). Gögn sem send eru til þjónustuveitu þriðja aðila kunna að innihalda gögn sem varða notkunarmynstur annarra notenda heimilistækis/-tækja. Notanda þjónustu þriðju aðila ber að upplýsa aðra notendur heimilistækis/-tækja um tilgang og umfang gagnaöflunarinnar og um frekari vinnslu og notkun gagna af hálfu þjónustuveitu þriðju aðila áður en slík þjónusta er virkjuð. Enn fremur ber slíkum notanda að afla samþykkis allra notenda að því er varðar slíka meðhöndlun gagna.
Home Connect-forritinu er ætlað að stjórna stærri og minni tækjum til heimilisnota („heimilistækjum“) sem eru samhæf við Home Connect og að veita aðra þjónustu (t.d. ábendingar um notkun tiltekinna kerfa heimilistækjanna, tillögur að uppskriftum eða tillögur um leiðir til að auka orkunýtingu) í tengslum við heimilistækin þín.
Aðgerðir og þjónusta sem í boði eru gegnum Home Connect-forritið geta verið mismunandi eftir gerð heimilistækisins og því landi þar sem þú notar tækið. Kynntu þér Home Connect-forritið vandlega til að sjá hvaða tilteknar aðgerðir eru í boði fyrir þig. Ef viðbótaraðgerðir eru til staðar fyrir ákveðna flokka heimilistækja kunna sérstakir notkunarskilmálar og persónuverndarupplýsingar átt við að auki. Í slíkum tilvikum munum við gera þær aðgengilegar þér áður en þú virkjar viðkomandi aðgerðir. Samþykkja verður slíka viðbótar notkunarskilmálana sérstaklega og verða þeir hluti af þessum samningi. Slíkir sérstakir notkunarskilmálar sem koma til viðbótar sem og viðbótarupplýsingar um persónuvernd eru aðgengilegir undir „Stillingar“ í Home Connect-forritinu.
Notandakennið þitt, upplýsingarnar á heimilistækinu þínu og stjórnhnapparnir þínir eru sendir til netþjóns („Home Connect-þjónn“) gegnum gagnatengingu. Þjónninn sendir út stjórnhnappana þína. Nánari upplýsingar um meðhöndlun og úrvinnslu gagna eru í Upplýsingum um persónuvernd.
Þú getur aðeins notað Home Connect-forritið til fullnustu ef þú ert skráð(ur) inn á Home Connect-notandareikninginn, heimilistækjunum þínum hefur verið úthlutað á Home Connect-notandareikninginn þinn („pörun“) og ef heimilistækin og Home Connect-forritið hafa komið á gagnatengingu við Home Connect-þjóninn. Tilteknar gerðir heimilistækja heimila Bluetooth-merkjasendingu við pörun í því skyni að auðvelda fyrstu pörun heimilistækisins við Home Connect-forritið. Þegar pörunarferlinu er lokið, eða ef fartækið náði ekki sambandi við Home Connect-forritið eftir að opnað var fyrir sendingu á Bluetooth-merkjasendingunni, verður sjálfkrafa slökkt á Bluetooth-merkjasendingunni að 15 mínútum liðnum. Þegar pörun er lokið er hægt að opna aftur fyrir Bluetooth-merkjasendingu heimilistækisins, t.d. þegar tengja á heimilistækið við notandareikninga annarra notenda eða tengja samhæfðan aukabúnað við heimilistækið.
Ef þú aftengir heimilistækin þín frá Home Connect-þjóninum í Home Connect-forritinu geturðu aðeins notað takmarkaðar aðgerðir og þjónustu sem birtast í Home Connect-forritinu, innan þeirrar Wi-Fi-tengingar sem nær til heimilistækisins (aðeins notkun með Wi-Fi). Af öryggisástæðum mælum við ekki með því að heimilistæki sé stjórnað með því að nota aðeins Wi-Fi í lengri tíma, þar sem það kemur í veg fyrir að þú getir tekið við þeim öryggistengdu hugbúnaðaruppfærslum sem í boði eru fyrir heimilistækið þitt.
Ef þú slekkur á Wi-Fi-tengingu heimilistækisins þíns í Home Connect-forritinu getur heimilistækið þitt ekki lengur komið á tengingu við Home Connect-þjóninn. Ef slökkt er á þessari tengingu þýðir það enn fremur að ekki er hægt að nota Home Connect-forritið til að stjórna heimilistækjunum þínum.
Af öryggisástæðum krefjast sumar aðgerðanna í Home Connect ekki aðeins skipunar gegnum Home Connect-forritið heldur einnig handvirkrar staðfestingar og/eða handvirkrar virkjunar á heimilistækinu sjálfu. Home Connect-forritið upplýsir þig um allar slíkar kröfur. Hugsanlega er hægt að slökkva á þessari forstilltu handvirku staðfestingu og handvirku virkjun í notkunarstillingum tiltekinna gerða heimilistækja. Þannig er hægt að ræsa slík heimilistæki á beinan hátt utan heimanetsins. Hafið í huga að viss áhætta fylgir því að ræsa heimilistækið á fjartengdan hátt (t.d. ef þriðji aðili á heimilinu hefur gert breytingar á álagi heimilistækisins sem um ræðir). Um takmörkun ábyrgðar gildir liður 15 í þessum notkunarskilmálum.
Svo unnt sé að veita ákveðna þjónustu í gegnum Home Connect-forritið notum við gögn sem safnað er í tengslum við Home Connect-forritið. Við getum til dæmis, að teknu tilliti til tíðni notkunar á tæki, minnt þig fyrirfram á ákveðnar viðhaldsaðgerðir sem kunna að vera nauðsynlegar en slíkt getur lengt líftíma tækisins (t.d. hreinsun eða áfylling á salti); eða nýtt gögnin til að koma í veg fyrir meiriháttar bilun í heimilistækinu þínu sem hægt er að forðast með því að gera viðeigandi varúðarráðstafanir (t.d. ef titringur í tækinu gefur til kynna ójafnvægi sem getur skemmt tækið) eða notaðu gögnin í viðbragðsstöðu til að útrýma ákveðnum bilunum (t.d. sem hluti af fjargreiningu, við viðgerðir á staðnum eða á viðgerðarstöðinni). Ítarlega lýsingu á þessari þjónustu og gögnum sem notuð eru í þessu samhengi er að finna í Home Connect- forritinu sem og í persónuverndarupplýsingunum.
Hægt er að velja hvort óskað sé eftir frekari tilkynningum á formi upplýsingaboða í forritinu eða með tölvupósti.
Þegar „kveikt“ er á upplýsingaboðum í Home Connect-forritinu getur Home Connect-forritið veitt upplýsingar um notkun á rekstrarvörum (t.d. þvottaefnum eða þvottatöflum) miðað við vistuð gögn um notanda og heimilistæki á notandareikningum og gögn sem flutt eru frá tengdum heimilistækjum, auk þess að veita upplýsingar um nýtt efni í Home Connect-forritinu og ábendingar um hvernig skal meðhöndla heimilistækin, sem og útvegun á uppfærslum fyrir tækið þitt. Við getum líka haft samband við þig í gegnum Home Connect-forritið í tengslum við þjónustu sem fjallað er um í lið 7 og í tengslum við öryggisleiðbeiningar eða innkallanir.
Þegar notandi veitir samþykki fyrir markaðssetningu getum við einnig veitt notanda upplýsingar með upplýsingaboðum í forriti eða með tölvupósti, allt miðað við umfang samþykkisins, varðandi t.d. framlengingu ábyrgða, aukabúnað sem hentar fyrir heimilistækin, þjónustu til að bæta virkni heimilistækisins eða viðhald á því, tilboð á rekstrarvörum, ný forrit, afsláttarherferðir sem og upplýsingar um samstarfsaðila eða fréttir.
Smellt er á viðeigandi tengil fyrir utanaðkomandi þjónustuaðila til að festa kaup á vörum eða þjónustu sem ekki tengjast Home Connect-forritinu á beinan hátt (t.d. varðandi framlengingu ábyrgðar, aukabúnað eða rekstrarvörur fyrir heimilistækið sem um ræðir). Notandi verður framsendur á tilboðið frá þriðja aðila þar sem notandi getur keypt þjónustuna sem um ræðir.
Home Connect-forritið, sem og þjónusta og efni í Home Connect-forritinu, er varið höfundarrétti.
Á gildistíma þessa notandasamnings er þér veitt leyfi án nokkurs einkaréttar, án heimildar til að veita undirleyfi eða til framsals, en sem er afturkallanlegt, til notkunar á Home Connect-forritinu, og innifalda þjónustu og efni, í eigin þágu, og aðeins í þeim tilgangi sem kveðið er á um í þessum almennu notkunarskilmálum sem og sértækum skilmálum og í samræmi við þessa almennu og sértæku notkunarskilmálana og gildandi lög. Einkum er óheimilt að afrita, breyta, endurrita, umskrifa, bakþýða (vendismíða) eða umbreyta Home Connect-forritinu – nema það sé sérstaklega heimilað samkvæmt lögum. Veitt réttindi á stafræna efninu leyfa einungis notkun með heimilistækjum sem eru samhæfð við Home Connect. Slíkt efni er einungis samhæft við heimilistæki af slíkri gerð. Ef efnið inniheldur uppskriftir (þar með talið myndir) og þú hefur hlaðið þeim niður á heimilistækið (t.d. Cookit), gildir rétturinn til að nýta þessar uppskriftir (að meðtöldum ljósmyndum sem þeim fylgja) á þessu heimilistæki áfram þó svo notendasamningurinn gildi ekki lengur.
Til að rekstraraðilinn geti veitt Home Connect-þjónustuna veitir notandi honum óframseljanlegan rétt, án nokkurs einkaréttar en með heimild til að veita undirleyfi og sem gildir um allan heim, til að nota efnið sem hlaðið er upp (t.d. ljósmyndir frá myndavélinni á ísskápnum eða ofninum, myndskeið frá ryksuguþjarkinum, uppskriftir sem þú útbýrð ásamt ljósmyndum eða athugasemdir sem notandi gerir við uppskrift). Veiting slíkra réttinda gildir almennt séð í tiltekinn tíma samkvæmt lengd og efni skuldbindinga notandasamningsins. Veiting réttinda yfir ljósmyndum myndavélarinnar á ísskápnum eða ofninum felur einnig í sér réttinn til að nota slíkar myndir til frekari þróunar á hlutþekkjandi algrímum eftir að notandasamningurinn rennur út. Veiting réttinda yfir hvers konar uppskriftum sem hægt er að vernda (að meðtöldum ljósmyndum sem þeim fylgja) skulu gilda óháð gildistíma notendasamningsins.
Jafnvel þó að persónuupplýsingar þínar séu öruggar hjá okkur og við tryggjum reglulega að myndir séu nafnlausar áður en þær eru notaðar í þjálfunarskyni (sjá persónuverndarupplýsingar Home Connect forritsins), ættir þú ekki að gefa upp neinar persónulegar upplýsingar um sjálfan þig á hlaðið efni. (t.d. nöfn eða myndir af einstaklingi).
Að auki máttu ekki brjóta á réttindum þriðja aðila þegar þú notar Home Connect forritið. Þú berð ábyrgð á öllu efni sem þú hleður upp í Home Connect forritið (gildir sérstaklega um uppskriftamyndir). Ef þú hleður upp myndum sem sýna manneskju þarftu að fá samþykki slíkra aðila áður en mynd hans/hennar er birt í Home Connect forritinu. Rekstraraðili fer ekki yfir hlaðið efni og samþykkir ekki þetta efni sem sitt eigið efni. Í þessu tilliti verður þú að tryggja að efnið sem þú hleður upp brjóti ekki í bága við nein lagaleg bönn eða réttindi þriðja aðila (á sérstaklega við um nafn, persónuleika, höfundarrétt, gagnavernd og vörumerkjaréttindi). Að auki samþykkir þú að hlaða ekki upp neinu efni í Home Connect forritið sem (i) er klámfengið, upphefur ofbeldi, ýtir undir hatur meðal almennings, er skaðlegt fyrir ólögráða börn eða á annan hátt gagnrýnisvert; (ii) tengist pólitískri starfsemi og efni sem sýnir pólitísk tákn; (iii) móðgar, ærumeiðir, áreitir, hótar eða skaðar á einn eða annan hátt aðra notendur eða aðra einstaklinga, eða sýna árásargjarna eða ögrandi framkomu gagnvart þeim; (iv) er á einn eða annan hátt ólöglegt, ósæmilegt, ruddalegt, dónalegt, inngripið í friðhelgi einkalífs annars, ærumeiðandi eða inniheldur ósannar staðreyndir eða ærumeiðandi staðhæfingar; (v) inniheldur hugbúnaðarvírusa eða svipaðan skaðlegan kóða eða er líklegur til að innihalda hugbúnaðarvírusa eða svipaðan skaðlegan kóða vegna eðlis hans eða eiginleika, eða vegna stærðar eða dreifingar (t.d. ruslpósts) eru líkleg til að takmarka eða stofna tilvist eða starfsemi Home Connect app (eða hlutar þess) í hættu; (vi) er beitt í þeim tilgangi að hylja uppruna þeirra; (vii) innihalda auglýsingar fyrir kaup eða sölu á vörum eða notkun eða veitingu þjónustu eða viðskiptavefsíður/blogg/o.s.frv.; eða (viii) innihalda tengla eða aðrar tengingar við efni sem er óheimilt samkvæmt áðurnefndum forsendum og/eða hvetja til brota á fyrrgreindum bönnum.
Ef þú hefur einhverjar kvartanir varðandi efni sem aðrir notendur hafa hlaðið upp, vinsamlegast hafðu samband við okkur undir tengiliðaupplýsingunum sem gefnar eru upp á áletruninni á Home Connect forritinu. Rekstraraðili áskilur sér rétt til að eyða hlöðnu efni, sérstaklega ef það brýtur í bága við ákvæði þessara almennu notkunarskilmála eða lög. Ef rekstraraðili verður fyrir tjóni vegna slíks efnis sem þú hefur hlaðið upp, samþykkir þú að greiða rekstraraðila skaðabætur vegna tjóns sem af því hlýst.
Þegar tillögur að efni eru notaðar (t.d. uppskriftir) skal gæta þess að slíkt efni sé viðeigandi fyrir notandann sjálfan. Notið t.d. eingöngu uppskriftir og ráðlögð innihaldsefni ef slíkt stofnar ekki heilsu notandans í hættu (t.d. vegna ofnæmis). Gangið úr skugga um að öruggt sé að neyta matvæla þegar tillögur eru gerðar um fyrningardagsetningar eða ráð eru gefin um neyslu matvæla. Ef þú útbýrð þínar eigin uppskriftir á heimilistækinu (t.d. Coolkit), verða þær ekki yfirfarnar af okkur. Vinsamlegast vandaðu gerð uppskrifta til að koma í veg fyrir tjón á heilsu eða eignum. Farið einnig vandlega yfir ráðlögð kerfi (t.d. þvotta- eða þurrkunarkerfi) og ráðlögð gildi (t.d. vatnshörku eða ráðleggingar um skammta) áður en heimilistækið er ræst.
Rekstraraðilinn skal beita öllum raunhæfum ráðstöfunum til að tryggja framboð allra aðgerða og þjónustu sem í boði eru fyrir Home Connect-forritið, þar á meðal samþættingu á og tengingu við þjónustu þriðju aðila. Tæknilegir örðugleikar kunna þó að koma upp tímabundið og hindra framboð á slíku að einhverju marki. Ekki er hægt að gera neina bótakröfu á hendur rekstraraðilans ef truflun verður á framboði.
Þjónusta þriðju aðila sem samþætt er við Home Connect-forritið og þjónusta þriðju aðila sem gerir þeim kleift að fá ytri aðgang að heimilistæki gegnum eigin aðskilin forrit fjölgar möguleikunum á notkun Home Connect-forritsins. Notkun slíkrar samþættrar og/eða ytri þjónustu krefst þess að öllu jöfnu að Home Connect-notandareikningurinn þinn sé tengdur við fyrirliggjandi notandareikning sem skráður er hjá þjónustuveitanda þriðja aðila. Nettenging verður að vera fyrir hendi til að tengja Home Connect-reikning notanda við núverandi reikning hjá þriðja aðila.
Alla sértæka notkunarskilmála sem rekstraraðilinn setur fram og eiga sérstaklega við um notkun þjónustu þriðju aðila sem er ýmist samþætt við Home Connect-forritið eða í boði sem ytri þjónusta er að finna undir „Samþætt þjónusta“ og þá skilmála þarf að samþykkja sérstaklega, ef við á, áður en slík þjónusta er notuð. Aðeins sértækir skilmálar sem stjórna þjónustu þriðju aðila sem hefur verið tengd við þinn notandareikning eiga við í þessu tilviki. Hafðu í huga að auk almennra notkunarskilmála rekstraraðilans og sértækra notkunarskilmála fyrir samþætta og/eða ytri þjónustu kunna notkunarskilmálar sem þjónustuveitandi þriðja aðila setur fram einnig að gilda. Þjónustuveitandi þriðja aðila skal bera alla ábyrgð á þeim síðastnefndu.
Samþætting þjónustu þriðju aðila við Home Connect-forritið og/eða tenging við ytri þjónustu teljast viðbótareiginleikar og rekstraraðilinn skal ekki teljast ábyrgur fyrir því að slíkir eiginleikar séu aðgengilegir. Rekstraraðilinn getur, samkvæmt meginreglu, hætt að bjóða slíka þjónustu hvenær sem er og án fyrirvara. Almenna reglan er sú að rekstraraðilinn getur ekki haft eftirlit með nákvæmni og heilleika gagna sem þjónustuveitandi þriðja aðila sendir og ber því enga bótaábyrgð að því er slík gögn varðar.
Ef þú hefur keypt viðbótarforrit fyrir heimilistækið þitt sem voru afhent í gegnum Home Connect forritið eru þessi viðbótarforrit tengd heimilistækinu en ekki við notendareikninginn.
Rekstrarhæfi og áreiðanleika aðgerða í Home Connect-forritinu í heild í tengslum við heimilistæki er aðeins hægt að tryggja ef uppfærslur sem gerðar eru aðgengilegar fyrir Home Connect-forritið eru settar upp reglulega. Hið sama á við um allar uppfærslur fyrir heimilistæki sem framleiðandi gerir tiltækar. Hugsanlega krefst uppfærsla á Home Connect-forritinu þess að uppfæra þurfi stýrikerfi fartækisins til áframhaldandi notkunar á Home Connect-forritinu. Uppfærslur á heimilistæki eru m.a. gerðar í þeim tilgangi að bæta fyrirliggjandi eiginleika, lagfæra villur eða bæta við eiginleikum eða efni. Fyrir fyrstu uppfærslu heimilistækja þarft þú eða - ef um marga notendur er að ræða - einhver notandi að staðfesta að uppfærslan hafi verið sótt og sett upp í Home Connect-forritinu. Fyrir síðari uppfærslu heimilistækja getur þú eða - ef um marga notendur er að ræða - aðalnotandi samkvæmt lið 5 valið milli mismunandi valkosta (t.d. hvort almennt eigi að sækja og setja upp slíkar uppfærslur sjálfkrafa, hvort slíkt eigi aðeins að eiga við um öryggisuppfærslur eða hvort ákveða eigi það í hverju tilviki fyrir sig). Hægt er að breyta þessari stillingu hvenær sem er í Home Connect-forritinu og - ef um marga notendur er að ræða - af hvaða notanda sem er (þetta gildir einnig fyrir aðra notendur). Jafnvel ef þú velur að hafa uppfærslurnar almennt hlaðnar niður og settar upp sjálfkrafa, munum við láta þig vita – ef þú hefur virkjað sprettitilkynningar – um uppsetningu þeirra og uppsetningu í gegnum Home Connect forritið. Undir sérstökum kringumstæðum (t.d. ef öryggi vörunnar eða gagnaöryggi krefst þess, eða ef um sérstakar gerðir tækja er að ræða) áskiljum við okkur rétt til að sækja uppfærslur beint og setja þær upp á tækið óháð þessum stillingum. Slík sjálfvirk uppfærsla á tækinu í undantekningartilvikum er hér með samþykkt. Ef við höfum þurft að framkvæma slíka sjálfvirka uppfærslu látum við þig vita. Rafstraumur til tækisins og nettenging verður ekki rofin meðan verið er að setja upp uppfærslu á tækinu (óháð því hvaða tegund uppfærslu um er að ræða).
Rekstraraðilinn skal ekki vera ábyrgur fyrir neinum villum sem hafa áhrif á Home Connect-forritið eða heimilistækið, né heldur neinu tjóni sem áskapast vegna þess að þú hefur ekki, eða ekki að öllu leyti, sótt og/eða sett upp tiltækar uppfærslur á Home Connect-forritinu eða heimilistækinu að því marki sem rekstraraðilinn hefur upplýst þig um að uppfærslan sé tiltæk og afleiðingar þess að þú hafir ekki sett hana upp og að þú hafir ekki sett upp eða ranga uppsetningu uppfærslunnar af þér stafaði ekki af annmörkum í uppsetningarleiðbeiningunum til þín. Því ættir þú ávallt að sækja og setja upp allar uppfærslur um leið og þær eru í boði.
Ef þú flytur heimilistækið á nýjan stað í öðru landi, þ.e. ekki því landi þar sem það var fyrst tekið í notkun, ber þér skylda til að breyta stillingum fyrir land á notandareikningnum þínum til samræmis við það. Hafðu í huga að notkun á Home Connect-forritinu í öðru landi kann að vera háð öðrum notkunarskilmálum og að önnur yfirlýsing um gagnavernd kann að eiga við. Ef landið sem um ræðir kemur ekki fyrir á lista yfir studd lönd getur þú ekki haldið áfram notkun Home Connect-forritsins. Notkun á Home Connect-forritinu tengd heimilistæki, sem ekki er heimiluð í viðkomandi landi, er með öllu bönnuð. Ef vafi leikur á þessu skal hafa samband við framleiðanda heimilistækisins.
Ef fartækið þitt verður selt eða sett í hendur þriðja aðila skaltu gæta þess að skrá þig fyrst út af notandareikningnum þínum og eyða Home Connect-forritinu. Eftir það verður ekki lengur hægt að (endur)úthluta fartæki á notandareikninginn þinn eða heimilistækið. Ef heimilistækið er selt skal gæta þess að endurstilla það á grunnstillingar framleiðanda. Með því móti er tengingin milli heimilistækisins og notandareikningsins þíns rofin. Ef þú hefur keypt viðbótarforrit fyrir heimilistækið þitt eru þau tengd við tækið. Ef kaupandi tækisins vill nota þau, vinsamlegast biðjið hann um að hafa samband við rekstraraðilann. Notkun þessara aukaforrita krefst þess að kaupandi skrái sig einnig hjá Home Connect og tengir tækið við notandareikning sinn.
Ef þú keyptir heimilistækið notað skaltu skoða stillingar reikningsins í Home Connect-forritinu til að ganga úr skugga um að engir óþekktir notendur séu tengdir við heimilistækið. Ef vafi leikur á þessu skal endurstilla tækið á grunnstillingar framleiðanda. Nánari upplýsingar um gagnavernd eru í Yfirlýsingu um gagnavernd.
Ef þú, í bága við ákvæðin undir liðum 4 og 5 í þessum almennu notkunarskilmálum, heimilar þriðju aðilum að nota Home Connect-forritið þitt gegnum fartæki sem er með forritið uppsett ert þú ábyrg(ur) fyrir því að tryggja að Home Connect-forritið sé notað í samræmi við þessa notkunarskilmála og gildandi lög.
Rekstraraðilinn skal teljast ábyrgur gagnvart þér, án takmarkana, vegna hvers konar tjóns sem rekja má til vísvitandi hegðunar, vítaverðs gáleysis og galla sem eru faldir með sviksamlegum hætti af hálfu rekstraraðilans eða lagalegra fyrirsvarsmanna eða umboðsmanna hans. Rekstraraðilinn skal teljast bótaskyldur gagnvart þér, án takmarkana, vegna hvers konar tjóns á lífi, líkama eða heilsu sem rekja má til lítilsháttar vanrækslu af hálfu rekstraraðilans. Enn fremur skal rekstraraðilinn vera ábyrgur gagnvart þér, aðeins svo fremi sem hann hefur brotið gegn órjúfanlegri samningsbundinni skyldu, sem er skylda sem er nauðsynlegt að rækja til að hægt sé að tryggja fullar efndir samningsins og sem þú, sem samningsaðili, reiðir þig á að sé sinnt reglulega. Í slíkum tilvikum skal bótaábyrgð takmarkast við bætur fyrir fyrirsjáanlegt, dæmigert tjón. Skaðleysi rekstraraðilans að því er varðar tjón vegna galla sem lágu fyrir þegar samningurinn var gerður skal undanþegið bótaábyrgð að því leyti sem lög leyfa. Bótaskylda rekstraraðilans í samræmi við ákvæði um framboð þeirrar vöru sem um ræðir skal ekki skerðast af ofangreindum ákvæðum.
Lögbundin ábyrgðarréttindi fyrir stafrænar vörur eiga við um Home Connect forritið sem rekstraraðilinn lætur í té.
Rekstraraðili áskilur sér rétt til að breyta Home Connect forritinu umfram það sem nauðsynlegt er til að viðhalda samningsbundnu samræmi Home Connect forritsins. Þetta getur verið raunin, til dæmis ef (i) aðlögun að nýrri tækni eða vöru- eða gagnaöryggi krefst þess; (ii) tiltekin virkni Home Connect appsins er ekki lengur undir eftirspurn eða notuð af nægilega miklum fjölda viðskiptavina; (iii) koma í veg fyrir misnotkun eða skemmdir; eða (iv) ekki er lengur hægt að bjóða upp á þessa virkni með viðskiptalega sanngjörnum kostnaði. Sama gildir um breytingar sem verða til vegna ytri aðstæðna (t.d. stöðvun eða breytingar á þjónustu frá samstarfsaðilum eins og Amazon Alexa; lagabreytingar; eða breyttar markaðsaðstæður).
Ef breyting hefur neikvæð áhrif á notkun þína á Home Connect forritinu munum við upplýsa þig um það fyrirfram innan hæfilegs tíma (sérstaklega um eiginleika og tímasetningu breytinganna). Undantekning er til í brýnum tilfellum þar sem breytingarnar þjóna til að koma í veg fyrir misnotkun eða skemmdir, til að bregðast við lagalegum kröfum eða til að tryggja öryggi og virkni Home Connect forritsins.
Ef breytingin skerðir möguleika þína á að fá aðgang að Home Connect forritinu eða notagildi þess fyrir þig meira en óverulega, geturðu sagt upp notkunarsamningi fyrir Home Connect forritið hvenær sem er án endurgjalds í samræmi við lið Fehler! Verweisquelle konnte nicht gefunden werden..
Rekstraraðilinn skal hafa rétt til að gera breytingar á almennu notkunarskilmálunum og sértæku notendaskilmálunum sem fyrirtækið býður upp á við eftirfarandi aðstæður:
Almenna reglan er að við upplýsum þig um allar væntanlegar breytingar á notkunarskilmálum, eftir því sem við á, sem kunna að hafa áhrif á samningsbundin tengsl samningsaðilanna í gegnum Home Connect-forritið og/eða með tölvupósti, eigi síðar en sex vikum áður en slíkar breytingar skulu taka gildi. Slík tilkynning mun einnig innihalda upplýsingar um rétt þinn til að hafna breytingunum og þær afleiðingar sem slík höfnun kann að hafa. Ef þú hafnar ekki breytingunum innan þess tímabils sem tilgreint er í tilkynningunni (venjulega sex vikur) telst þetta vera samþykki þitt fyrir breytingunum („dæmt samþykki“); við munum benda á þetta sérstaklega í tilkynningunni. Dæmt samþykki á ekki við um breytingu sem hefur áhrif á aðalþjónustu notendasamnings, ef það myndi leiða til misræmis á milli þjónustu og snúa aftur þér í óhag. Komi til höfnunar skal notendasamningi þínum haldið áfram samkvæmt skilmálum og skilyrðum án breytinga. Hins vegar hefur rekstraraðilinn rétt á að segja upp notendasamningi þínum um leið og breytingarnar taka gildi og loka fyrir notandareikning þinn. Ritstjórnarbreytingar á þessum almennu notkunarskilmálum, þ.e. breytingar sem hafa ekki áhrif á samningssambandið, svo sem leiðrétting á prentvillum, verða gerðar án tilkynningar.
Ekki má nota Home Connect forritið í óheimilum (t.d. hernaðarlegum) tilgangi. Notanda er bannað að dreifa eða vinna úr þjónustunni í viðskiptalegu skyni, efninu, gögnunum og upplýsingunum sem notandi fær í hendur við notkun á Home Connect-forritinu. Rekstraraðila er heimilt að grípa til viðeigandi ráðstafana við óviðeigandi eða óheimila notkun á Home Connect-forritinu, þ.m.t. að útiloka notendur.
Notandasamningurinn gildir í ótiltekinn tíma. Notandi getur sagt upp notandasamningnum hvenær sem er. Rekstraraðilinn hefur rétt á að segja upp samningi sínum um notkun við þig með sex vikna fyrirvara, eða minna en það ef rekstraraðilinn ákveður að hætta rekstri sínum á Home Connect-forritinu sínu. Réttur beggja samningsaðila til að afturkalla notandasamning af ríkri ástæðu helst óskertur. Einkum skal rekstraraðilinn hafa ríkar ástæður, þá einkum að þú hafir reynst brjóta gegn lykilskuldbindingum í þessum almennu notkunarskilmálum (sjá liði 2, 5, 9 eða 19) eða sértæku notendaskilmálunum eða skráning hefur farið fram með einni innskráningarþjónustu („single-sign-on“) samanber liður 3 og undirliggjandi samningur fyrir þá einu innskráningarþjónustu hefur verið sagt upp. Skráning með Home Connect-forritninu er ekki lengur möguleg í síðastnefnda tilvikinu.
Notandi hefur fjórtán daga frest til að falla frá samningi er varðar alla gjaldskylda þjónustu sem rekstraraðilinn býður upp á í Home Connect-forritinu sem neytandi, þ.e. sem einstaklingur er stundar lögleg viðskipti í tilgangi sem ekki fellur undir atvinnustarfsemi eða sjálfstætt starfandi atvinnustarfsemi. Réttur til að falla frá samningi á einungis við um umrædda þjónustu sem rekstaraðilinn býður upp á í Home Connect-forritinu og sem er gjaldskyld. Slíkt hefur hvorki áhrif á kaupsamninginn fyrir tæki sem eru samhæfð Home Connect né nokkurn annan rétt til að falla frá samningi sem er til staðar í þessu samhengi.
Upplýsingar um réttinn til að falla frá samningi
Réttur til að falla frá samningi
Notandi hefur fjórtán daga frest til að falla frá þessum notandasamningi fyrir notkun á Home Connect-forritinu án þess að þörf sé á að tilgreina nokkra ástæðu fyrir slíkri ákvörðun.
Fresturinn til að falla frá samningi er fjórtán dagar frá því að notandasamningurinn er gerður.
Í því skyni að neyta réttar til að falla frá samningi verður notandi að senda okkur greinargóða tilkynningu (til Home Connect GmbH, Carl-Wery-Straße 34, 81739 München, Þýskalandi, info.de@home-connect.com, +49 (0) 89 / 4590 01) þar um (t.d. með bréfi, símbréfi eða tölvupósti). Nota má meðfylgjandi sniðmát fyrir tilkynningu, en slíkt er þó ekki nauðsynlegt.
Fullnægjandi er að senda tilkynningu um að réttarins til að falla frá samningi sé neytt áður en fresturinn rennur út.
Afleiðingar þess að falla frá samningi
Þegar notandi fellur frá notandasamningi þessum endurgreiðum við notanda allar fjárhæðir sem við höfum móttekið frá notandanum samkvæmt notandasamningi þessum, þ.m.t. sendingargjöld (önnur en aukagjöld vegna þess að notandi valdi aðra sendingaraðferð en ódýrustu og stöðluðu sendingaraðferðina sem við bjóðum upp á), um leið og ekki síðar en fjórtán dögum frá þeim degi sem við tökum við tilkynningu um að notandinn falli frá notandasamningi þessum. Við slíka endurgreiðslu notum við sama greiðslumáta og notandi kaus að nota við upprunalegu kaupin, nema ef sérstakt samkomulag er gert við notandann, en undir engum kringumstæðum þarf notandinn að greiða fyrir slíka endurgreiðslu.
Þegar notandi hefur beðið um að þjónustan hefjist á meðan fresturinn til að falla frá samningi varir, skal notandi greiða okkur sanngjarna upphæð fyrir greiðsluskylda þjónustu sem er í réttu hlutfalli við þá gjaldskyldu þjónustu sem hefur þegar átt sér stað þegar notandi sendir okkur tilkynningu um að neyta réttarins til að falla frá notandasamningi þessum hvað varðar heildarupphæð veittrar þjónustu samkvæmt notandasamningi þessum.
Rétturinn til að falla frá samningi rennur út ef samkomulag næst um afhendingu á stafrænu efni sem er ekki á hlutbundnum gagnabera, jafnvel þó rekstraraðilinn hafi hafið starfsemi sína samkvæmt samningnum þegar notandi (i) hefur gefið ótvírætt samþykki fyrir því að rekstraraðilinn hefji starfsemi sína samkvæmt samningnum áður en fresturinn rennur út og (ii) hefur viðurkennt að hann missi rétt til að falla frá samningi með því að veita samþykki sitt við upphaf framkvæmdar samningsins.
Sniðmát fyrir tilkynningu um að falla frá samningi
(Notandi skal fylla út þetta eyðublað og senda til okkar til að falla frá notandasamningi sínum).
Til: Home Connect GmbH, Carl-Wery-Straße 34, 81739 München, Þýskalandi eða info.de@home-connect.com
Ég/við (*) föllum hér með frá notandasamningnum sem var gerður af mér/okkur (*) til að kaupa eftirtaldar vörur (*)/til útvegunar á eftirfarandi þjónustu (*)
— Pantað þann (*)/móttekið þann (*)
— Nafn/nöfn notanda/notenda
— heimilisfang notanda/notenda
— Undirskrift/undirskriftir notanda/notenda (á aðeins við um pappírssamskipti)
— Dagsetning
_________
(*)Takið út það sem á ekki við.
Hvað þjónustu samstarfsaðila varðar verður að fylgja leiðbeiningum hvers samstarfsaðila fyrir sig um hvernig skal fallið frá samningi.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heldur úti vettvangi fyrir rafræna úrlausn ágreiningsmála (OS). Umræddan vettvang er að finna á http://ec.europa.eu/consumers/odr/
Okkur ber ekki skylda til að taka þátt í málsmeðferð til úrlausnar ágreiningsmála fyrir gerðardómi neytendamála og við kjósum að taka ekki þátt í slíkri málsmeðferð af frjálsum vilja. Ykkur er frjálst hafa samband við okkur til að bera fram kvartanir, spurningar eða athugasemdir með því að nota tengiliðaupplýsingarnar sem koma fram í útgáfuupplýsingum Home Connect-forritsins.
Ófrávíkjanleg lagaákvæði sem gilda á því svæði þar sem þú ert búsett(ur) skulu gilda. Að öðrum kosti skulu lög Sambandslýðveldisins Þýskalands gilda. Ákvæði í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samninga um sölu á vörum milli ríkja skulu ekki gilda í neinum tilvikum. Lögsagnarumdæmi fyrir hvers konar ágreining sem kann að rísa um eða vegna þessara almennu og hverskonar sértækra notkunarskilmála skal vera í München, Þýskalandi. Áskilin lögsagnarumdæmi samkvæmt lögum skulu ekki breytast vegna þessa.
Í tilvikum þar sem eitthvert ákvæði þessara almennu og hverskonar sértækra notkunarskilmála er eða verður ógilt skal slíkt ekki hafa áhrif á gildi annarra ákvæða samningsins.
Útgáfudagur: Maí 2022
B. Notkunarskilmálar sem gilda frá 25.03.2026:
Almennir skilmálar um notkun fyrir Home Connect app og Synced Home Appliance Account
Home Connect GmbH, Carl-Wery-Strasse 34, 81739 Munich, Germany („Rekstraraðili“) veitir þér Home Connect appið án endurgjalds til uppsetningar og notkunar á farsímatækjum þínum. Að auki veitir Rekstraraðili þér samræmda notandaaðganginn í Home Connect Family (hér eftir nefndur „Synced Home Appliance Account“) án endurgjalds til persónulegrar notkunar á stafrænum þjónustum sem veittar eru í gegnum Synced Home Appliance Account. Frekari upplýsingar um Rekstraraðila er að finna í útgáfuskilmálum Home Connect app.
Þessir almennu skilmálar um notkun („Almennir skilmálar um notkun“) gilda milli þín sem notanda Home Connect app og Synced Home Appliance Account og Rekstraraðila sem veitanda Home Connect app og Synced Home Appliance Account. Aðeins Rekstraraðili verður samningsaðili þinn. Þegar skráningu þinni er lokið, mynda þessir Almennu skilmálar um notkun bindandi samningsgrundvöll fyrir notkun Home Connect app og Synced Home Appliance Account. Þú getur skoðað og vistað texta þessara Almennu skilmála um notkun bæði í Home Connect app undir „Stillingar“ og í Synced Home Appliance Account. Tungumálaútgáfa þess lands sem þú velur við skráningu gildir. Í löndum með fleiri en eitt opinbert tungumál getur Rekstraraðili boðið upp á fleiri tungumálaútgáfur.
Til að þú getir notað Synced Home Appliance Account og þann hluta Home Connect app sem krefst skráningar, þarf eftirfarandi að vera uppfyllt við skráningu:
- Þú ert einkaneytandi og að minnsta kosti 18 ára gamall.
- Þú hefur búið til notandaaðgang við skráningu (í flestum löndum krefst þetta stofnunar SingleKey ID (einstaklingsinnskráningarþjónusta sem veitt er af einu af tengdum fyrirtækjum Rekstraraðila); sjá kafla 3 fyrir frekari upplýsingar).
- Þú notar sama netfang við skráningu og þú notaðir fyrir SingleKey ID og hefur aðgang að þessu netfangi.
- Fyrir Home Connect aðgang: Þú notar heimilistækið þitt í landi þar sem Rekstraraðili býður upp á Home Connect app (listi yfir tiltæk lönd er að finna í Home Connect app).
- Fyrir Synced Home Appliance Account: Þú skráir þig í landi þar sem Rekstraraðili býður upp á aðgang fyrir samhæfð heimilistæki (ef Rekstraraðili í landinu þar sem þú skráir þig býður aðeins upp á Home Connect app en ekki Synced Home Appliance Account, getur þú aðeins notað Home Connect app en ekki Synced Home Appliance Account).
Synced Home Appliance Account er aðeins hægt að nota með vefsíðum og/eða öppum eða öðrum snertiflötum sem hafa verið virkjaðir fyrir Synced Home Appliance Account. Synced Home Appliance Account virkar ekki með öðrum snertiflötum, jafnvel þótt SingleKey ID virki á slíkum snertiflötum (t.d. á vefsíðu).
Til að nota Home Connect app þarf það að vera uppsett á farsímatæki með internettengingu og viðeigandi stýrikerfi (listi yfir studd tæki er að finna á https://www.home-connect.com). Þú verður að útvega farsímatækið og heimilistækið og tengja þau við Wi-Fi net með viðeigandi internetsendi. Utan sviðs Wi-Fi netsins sem heimilistækið er tengt við, þarf aðra gagnaflutningsleið fyrir farsímatækið. Í ótengdum ham er hægt að nota tækið sem „ónettengt“ heimilistæki. Ef Wi-Fi tenging heimilistækisins er óvirk eða ef heimilistækið er utan sviðs Wi-Fi tengingar, er ekki hægt að stjórna því í gegnum Home Connect app. Þú berð ábyrgð á öllum kostnaði sem hlýst af gagnaflutningi (þar með talið fyrir niðurhal uppfærslna á Home Connect app eða vélbúnaði heimilistækisins, efni sem og flutning mynda). Rekstraraðili ber ekki ábyrgð á aðgengi og/eða gæðum gagnaflutnings.
Home Connect app er aðeins samhæft við heimilistæki sem styðja Home Connect. Það virkar ekki með öðrum tækjum (t.d. öðrum snjalltækjum eða heimilistækjum sem ekki styðja Home Connect).
Með því að samþykkja þessa skilmála staðfestir þú að þú sért ekki með fasta búsetu í ríki sem er háð bandarískum viðskiptabanni, hefur ekki verið skilgreint af bandarískum stjórnvöldum sem ríki sem styður hryðjuverk, og að þú sért ekki á lista bandarískra stjórnvalda yfir bannaða eða takmarkaða aðila.
Notkun Home Connect app umfram opið svæði krefst miðlægs BSH notandaaðgangs. Notkun aðgerða og þjónustu Synced Home Appliance Account krefst Synced Home Appliance Account. Aðgangarnir eru persónulegir og ekki framseljanlegir. Til að stofna Synced Home Appliance Account þarftu almennt að gefa upp að minnsta kosti fornafn og eftirnafn, land, netfang (í gegnum SingleKey ID) og skráningu SingleKey ID. Skráning fyrir notandaaðgang Home Connect app krefst þess venjulega einnig að þú gefir upp að minnsta kosti staðsetningu (land) og einstaklingsbundið lykilorð. Svæðisbundinn munur á þeim upplýsingum sem óskað er eftir getur átt við fyrir báða aðganga.
Í skráningarferlinu fyrir SingleKey ID verða skráningarupplýsingarnar sem þú hefur slegið inn birtar aftur áður en ferlinu lýkur. Hér hefur þú tækifæri til að leiðrétta innsláttarvillur. Eftir slíka skráningu færðu staðfestingu í tölvupósti (eða, eftir landi, SMS staðfestingu) um árangursríka skráningu og virkjun notandaaðgangsins fyrir bæði Home Connect aðgang og Synced Home Appliance Account. Þessi tölvupóstur (eða SMS) inniheldur kóða sem þú verður að nota til að staðfesta skráninguna þína. Við virkjun notandaaðgangsins er notendasamningurinn gerður.
Til að stofna notandaaðgang fyrir Home Connect app og Synced Home Appliance Account þarftu fyrst að stofna SingleKey ID í gegnum einstaka innskráningarþjónustu („SingleKey ID“) sem er boðin af tengdu fyrirtæki Rekstraraðila. Robert Bosch GmbH, Robert-Bosch-Platz 1, 70839 Gerlingen-Schillerhöhe („RB“). Sérstakir skilmálar RB gilda um þetta. Skráningarferlið fyrir Home Connect app og Synced Home Appliance Account getur aðeins hafist með slíku SingleKey ID. Að öðrum kosti, eftir að SingleKey ID hefur verið stofnað, heldur ferlið áfram eins og lýst er hér að ofan.
Ef þú hefur stofnað notandaaðgang fyrir Synced Home Appliance Account getur þú einnig notað hann sem miðlægan notandaaðgang til að skrá þig inn í aðrar þjónustur sem boðnar eru af fyrirtækjum sem tengjast Rekstraraðila, eftir því sem þær eru tiltækar. Veitandi þessara þjónusta mun upplýsa þig sérstaklega þegar þú skráir þig fyrir þessum þjónustum.
Ef þú, sem Cookit notandi, vilt deila eigin uppskriftum með öðrum, verður þú að stofna sérstakan matreiðsluprófíl. Til þess geturðu valið eigið nafn og táknmynd sem birtist með uppskriftinni sem þú deilir.
Ef þú ert þegar með ennt eða fleiri myAccounts, verður þér boðið að flytja þá yfir í Synced Home Appliance Account. Sem hluti af þessu ferli getur þú flutt öll núverandi myAccounts og öll viðeigandi gögn (t.d. skráð tæki, opnar pantanir/þjónustumál og þess háttar) sem eru í núverandi myAccounts yfir í nýja Synced Home Appliance Account. Þetta mun samræma öll gögnin þín við nýja Synced Home Appliance Account.
Athugaðu að ef núverandi myAccount aðgangar hafa mismunandi netföng, verður samræming aðeins árangursrík ef þú hefur netfangið sem tengist SingleKey ID tiltækt fyrir alla flutta aðganga meðan á flutningi stendur (þar sem staðfestingarpóstur verður sendur). Þú getur einnig valið að flytja ekki eitt eða fleiri núverandi myAccount(s), en í því tilviki getur þú ekki samræmt þessi gögn við Synced Home Appliance Account. Af öryggisástæðum verður að slá inn innskráningarupplýsingar fyrir núverandi myAccount, aðganga áður en flutningur hefst. Áður en flutningsferlinu lýkur verða gögnin sem á að flytja birt aftur. Hér getur þú leiðrétt allar villur.
Þú verður að halda lykilorði SingleKey ID leyndu og ekki gefa það upp til þriðja aðila. Ef þú tapar lykilorðinu eða grunar að þriðji aðili hafi fengið aðgang að því, ber þér skylda til að tilkynna Rekstraraðila tafarlaust með því að nota samskiptaupplýsingar sem gefnar eru í Home Connect app eða í Synced Home Appliance Account og breyta lykilorðinu. Notaðu „Breyta lykilorði“ eða „Gleymt lykilorð?“ aðgerðina í Home Connect app eða Synced Home Appliance Account til að breyta lykilorði eða stofna nýtt.
Notkun flestra aðgerða og þjónustu Home Connect app og aðgerða og þjónustu sem boðnar eru í Synced Home Appliance Account krefst þess að þú skráir þig inn í notandaaðganginn þinn. Þegar innskráningu er lokið með árangri, verður þú áfram innskráður þar til þú skráir þig út sjálfur eða eyðir viðeigandi köku (cookie) sem gerir varanlega innskráningu mögulega. Undantekning frá þessu er ef þú framkvæmir engar aðgerðir í Home Connect appinu innan 90 daga frá innskráningu, eða ef þú framkvæmir engar aðgerðir í Synced Home Appliance Account í einhvern tíma eftir innskráningu. Í þessum tilvikum verður þú sjálfkrafa skráður út úr viðkomandi aðgangi af öryggisástæðum. Þú getur skráð þig inn aftur hvenær sem er.
Athugaðu að ef þú skráir þig ekki út eftir notkun Home Connect app eða Synced Home Appliance Account, er aukin hætta á að þriðji aðili sem hefur aðgang að farsímatækinu þínu geti notað Home Connect app eða Synced Home Appliance Account án heimildar. Þú berð ábyrgð gagnvart Rekstraraðila fyrir alla misnotkun af hálfu þriðja aðila. Að loka Home Connect app hefur engin áhrif á stöðu innskráningar í Home Connect notandaaðganginn. Að loka vefsíðu/appi þar sem þú notaðir Synced Home Appliance Account hefur engin áhrif á innskráningarstöðu Synced Home Appliance Account notandaaðgangsins (nema viðeigandi kaka sé einnig eydd).
Án innskráningar í Home Connect notandaaðganginn getur þú aðeins notað takmarkaðar aðgerðir og efni í opna svæði Home Connect app. Án innskráningar í Synced Home Appliance Account notandaaðganginn getur þú ekki notað aðgerðir og efni sem boðið er upp á í gegnum Synced Home Appliance Account.
a. Notkun Home Connect app af mörgum notendum
Home Connect app má nota af mörgum notendum að því marki sem tilgreint er í kafla 7, þar sem hver notandi verður að hafa sinn eigin notandaaðgang. Ef margir notendur bæta sama heimilistæki við notandaafgangana sína (t.d. í fjölskyldu eða sambýli), hefur sá notandi sem fyrst bætti heimilistækinu við sinn notandaaðgang („Aðalnotandi“) rétt til að fjarlægja heimilistækið úr notandaaðganginum þeirra notenda sem bættu því við síðar. Aðalnotandi getur framselt stöðu sína sem Aðalnotandi til annars notanda. Allir notendur heimilistækis geta séð stöðu viðkomandi tækis í Home Connect app og gefið stjórnarskipanir ef nauðsyn krefur. Ef Aðalnotandi eyðir Home Connect aðgangi sínum og óskar eftir eyðingu persónuupplýsinga sinna, verða einnig eyddar tæknitengdar upplýsingar (t.d. myndir úr ísskáp eða ofni) fyrir aðra notendur.
Notkun þjónustu þriðja aðila (sjá kafla e) hefur almennt aðeins áhrif á aðgang þess notanda sem velur að nýta slíka þjónustu („Notandi þjónustu þriðja aðila“). Gögn sem send eru til þjónustuveitanda þriðja aðila geta innihaldið gögn sem tengjast notkun annarra notenda heimilistækisins. Notandi þjónustu þriðja aðila skal skuldbinda sig til að upplýsa aðra notendur heimilistækisins um tilgang og umfang gagnasöfnunar og frekari vinnslu og notkun gagna af hálfu þjónustuveitanda þriðja aðila áður en hann nýtir þjónustuna í raun. Auk þess skal hann afla samþykkis allra notenda varðandi slíka gagnavinnslu.
b. Aðgerðir og þjónusta Home Connect app
Home Connect app þjónar til að stjórna heimilistækjum sem eru samhæfð við Home Connect („Heimilistæki“) og til að veita aðra þjónustu (t.d. ráð um notkun ákveðinna forrita tækisins, uppskriftarábendingar eða tillögur til að auka orkunýtingu) í tengslum við heimilistækin þín.
Aðgerðir sem Home Connect app býður upp á eru mismunandi eftir tegund heimilistækis og því landi þar sem þú notar tækið. Skoðaðu Home Connect app til að sjá hvaða aðgerðir eru tiltækar fyrir þig. Ef viðbótaraðgerðir eru veittar fyrir ákveðna flokka heimilistækja, geta sérstakir skilmálar um notkun og persónuverndarupplýsingar átt við. Í slíkum tilvikum munum við gera þá tiltæka fyrir þig áður en þú virkjar viðkomandi aðgerð. Sérstakir skilmálar um notkun verða að vera samþykktir sérstaklega og verða hluti af þessum samningi. Bæði sérstakir skilmálar og viðbótarupplýsingar um persónuvernd eru aðgengileg undir „Stillingar“ í Home Connect app.
Til að nota aðgerðir sem Home Connect app býður upp á, eru notandakenni þitt, upplýsingar um heimilistækið og stjórnarskipanir sendar til netþjóna („Home Connect netþjónar“) í gegnum gagnaflutning; netþjónarnir senda stjórnarskipanirnar þínar áfram. Vinsamlegast skoðaðu persónuverndarupplýsingar fyrir frekari upplýsingar um hvernig gögn eru meðhöndluð.
Þú getur aðeins notað alla virkni Home Connect app ef þú ert innskráður í Home Connect notandaaðganginn þinn, ef heimilistækin þín eru tengd við Home Connect notandaaðganginn („Pörun“) og ef heimilistækin og Home Connect app hafa komið á gagnaflutningi við Home Connect netþjóna. Til að auðvelda upphaflega pörun heimilistækisins við Home Connect app, leyfa ákveðin heimilistæki að virkja Bluetooth-merki sem tækið sendir út meðan á pörunarferlinu stendur. Eftir að pörunarferlinu lýkur eða ef engin tenging við Home Connect app á farsímatækinu þínu er komið á eftir virkjun Bluetooth-merkisins, verður Bluetooth-merkið sjálfkrafa óvirkt aftur eftir hámark 15 mínútur. Eftir pörun geturðu endurvirkjað Bluetooth-merkið á heimilistækinu, t.d. til að tengja heimilistækið við notandaaðganga annarra notenda eða til að tengja samhæfð aukahlut við heimilistækið.
Ef þú gerir Wi-Fi tengingu heimilistækisins óvirka í Home Connect app, getur heimilistækið ekki komið á tengingu við Home Connect netþjóna. Að auki þýðir óvirkjun þessarar tengingar að ekki er hægt að nota Home Connect app til að stjórna heimilistækinu.
Af öryggisástæðum krefjast sumar Home Connect aðgerðir ekki aðeins stjórnarskipunar í gegnum Home Connect app, heldur einnig handvirkrar staðfestingar og/eða handvirkrar virkjunar á heimilistækinu sjálfu. Home Connect app mun upplýsa þig um slíka kröfu eftir því sem við á. Fyrir ákveðin heimilistæki getur verið mögulegt að gera þessa verksmiðjustillingu óvirka í notkunarstillingum heimilistækisins. Þetta gerir þér kleift að ræsa þessi heimilistæki beint utan heimanetkerfisins þíns. Athugaðu að þetta getur falið í sér ákveðna áhættu ef þú ræsir heimilistækið fjarstýrt (t.d. gæti þriðji aðili á heimilinu hafa gert breytingar á hleðslu heimilistækisins). Takmarkanir á ábyrgð samkvæmt kafla 11 í þessum skilmálum gilda einnig hér.
c. Gagnadrifnar þjónustur í Home Connect app; tengd þjónustugögn og notkun ópersónulegra gagna
Til að geta boðið upp á ákveðna þjónustu í gegnum Home Connect app, notum við gögn sem safnað er í tengslum við Home Connect app. Þetta gerir okkur til dæmis kleift að minna þig fyrirbyggjandi á nauðsynlegar viðhaldsverkefni út frá því hversu oft tækið er notað, sem getur lengt líftíma tækisins (t.d. ryðhreinsun eða áfylling salts); vekja athygli þína á frávikum sem gefa til kynna yfirvofandi alvarlegan bilun í heimilistækinu sem hægt er að koma í veg fyrir með viðeigandi fyrirbyggjandi aðgerðum (t.d. ef titringur í tækinu gefur til kynna ójafnvægi sem gæti skemmt tækið) eða nota gögnin viðbragðslega til að útrýma ákveðnum bilunum (t.d. sem hluta af fjargreiningu, við viðgerðir á staðnum eða á viðgerðarmiðstöð). Nánari lýsingu á þessum þjónustum og þeim gögnum sem notuð eru í þessu samhengi er að finna í Home Connect app og í persónuverndarupplýsingum.
Aðgerðir Home Connect app geta talist tengd þjónusta í skilningi reglugerðar ESB 2023/2854 („Gagnalögin“). Við notkun þessara aðgerða geta tengd þjónustugögn í skilningi Gagnalaganna myndast. Persónuverndarupplýsingarnar innihalda frekari upplýsingar, þar á meðal upplýsingar um aðgang þinn að þessum gögnum.
Að lokum veitir þú okkur heimild til að safna og nota vöruupplýsingar og tengd þjónustugögn í skilningi Gagnalaganna (hér eftir nefnd „Gögn“) til að veita Home Connect app og tengdar aðgerðir. Að því marki sem Gögnin eru ópersónuleg, auðveldlega aðgengileg gögn í skilningi reglugerðar (ESB) 2016/679, veitir þú okkur einnig einfaldan, framseljanlegan notkunarrétt, ótakmarkaðan hvað varðar efni, svæði og tíma. Þessi réttur veitir okkur heimild til að nota og vinna úr Gögnunum frjálst í eigin tilgangi. Þetta felur einnig í sér rétt til að miðla þessum ópersónulegu gögnum til þriðja aðila.
Þetta felur í sér rétt til að nota þessi Gögn í eftirfarandi tilgangi:
(i) Veita stuðning, ábyrgð, tryggingar eða svipaðar aðgerðir, eða meta kröfur þínar eða kröfur þriðja aðila í tengslum við heimilistækið þitt af okkar hálfu og tengdum fyrirtækjum okkar;
(ii) Fylgjast með og viðhalda virkni, öryggi og vernd heimilistækisins eða tengdrar þjónustu og tryggja gæðaeftirlit;
(iii) Bæta virkni vara eða tengdra þjónusta sem boðnar eru af okkur eða tengdum fyrirtækjum okkar;
(iv) Þróa nýjar vörur eða þjónustu af okkar hálfu eða tengdum fyrirtækjum okkar, sem og af þriðja aðila sem starfar fyrir okkar hönd eða fyrir hönd tengdra fyrirtækja okkar, eða af samstarfsaðilum eða sameiginlegum verkefnum;
(v) Sameina þessi gögn við önnur gögn eða búa til afleidd gögn í hvaða lögmæta tilgangi sem er, þar á meðal í þeim tilgangi að selja eða gera slík sameinuð eða afleidd gögn aðgengileg þriðja aðila, að því tilskildu að slík gögn geri ekki kleift að bera kennsl á tiltekin gögn sem send eru til okkar af tengdu tæki eða gera þriðja aðila kleift að draga slík gögn af gagnasafninu.
Við tryggjum að við munum ekki nota gögnin til að afla upplýsinga um fjárhagsstöðu þína, eignir og framleiðsluaðferðir, eða um notkun þína á annan hátt sem gæti grafið undan viðskiptastöðu þinni á þeim mörkuðum sem þú starfar á. Ákvæði gildandi persónuverndarlaga eru óbreytt. Frekari upplýsingar er að finna í persónuverndarupplýsingunum.
Þrátt fyrir framangreindan veitingu réttinda getur Rekstraraðili notað vinnsluþjónustu, t.d. skýjaþjónustu (þar á meðal Infrastructure-as-a-Service, Platform-as-a-Service og Software-as-a-Service), hýsingarþjónustu eða svipaða þjónustu til að ná fram ofangreindum tilgangi á eigin ábyrgð. Þriðju aðilar geta einnig notað slíka þjónustu, að því tilskildu að það þjóni þeim tilgangi sem nefndir eru hér að ofan.
d. Skilaboð í appinu/tölvupóstskilaboð í Home Connect app
Þú getur valið hvort þú vilt fá frekari tilkynningar í formi skilaboða í appinu eða tölvupósttilkynninga.
Ef þú hefur stillt sleðann fyrir ýtiskilaboð (push notifications) í Home Connect app á „virkt“, getur Home Connect app sent þér ýtiskilaboð byggt á notanda- og tækjagögnum sem geymd eru í notandaaðganginum þínum og gögnum sem send eru af tengdum heimilistækjum, þar á meðal upplýsingar um neyslu rekstrarvara (t.d. þvottaefni eða töflur), auk þess að halda þér upplýstum um nýtt efni í Home Connect app, ráð um notkun heimilistækja og tiltækni uppfærslna fyrir heimilistækið þitt. Við getum einnig haft samband við þig í gegnum Home Connect app í tengslum við þjónustur sem taldar eru upp í kafla c, sem og ef öryggistilkynningar eða innköllun vara á sér stað.
Ef þú hefur veitt okkur markaðssamþykki, getum við einnig notað skilaboð í appinu/tölvupósttilkynningar til að upplýsa þig um framlengingu ábyrgðar, aukahluti fyrir heimilistækin þín, þjónustu til að bæta frammistöðu og viðhald tækja, tilboð fyrir rekstrarvörur, ný forrit, afsláttartilboð og upplýsingar um samstarfsaðila og fréttir.
Til að kaupa greiddar vörur eða þjónustu sem tengjast ekki beint appinu (t.d. framlengingu ábyrgðar, aukahluti eða rekstrarvörur fyrir heimilistækið þitt), smelltu á tengilinn sem birtist til ytri veitanda. Þú verður vísað áfram á tilboð þriðja aðila, þar sem þú getur keypt viðkomandi þjónustu.
e. Þjónusta þriðja aðila í Home Connect app
Þjónusta sem er samþætt í Home Connect app og boðin af þriðja aðila, sem og þjónusta sem boðin er af þriðja aðila og gerir kleift að fá ytri aðgang að heimilistæki með eigin, aðskildu forriti, eykur möguleika Home Connect app. Notkun slíkra samþættra og/eða ytri þjónusta krefst almennt þess að Home Connect notandaaðgangurinn þinn sé tengdur við núverandi notandaaðgang hjá þjónustuveitanda þriðja aðila. Nauðsynlegt er að hafa internettengingu til að tengja Home Connect aðganginn þinn við núverandi aðgang þriðja aðila.
Sérstakir skilmálar sem Rekstraraðili skilgreinir og gilda um notkun þjónustu þriðja aðila sem annað hvort er samþætt í Home Connect app eða boðin utan þess, er að finna undir „Stillingar“ og verða að vera samþykktir sérstaklega, ef við á, áður en slík þjónusta er notuð. Aðeins sérstakir skilmálar sem gilda um þjónustu þriðja aðila sem hefur verið tengd við notandaaðganginn þinn eiga við hér. Athugaðu að auk Almennu skilmálanna og sérstakra skilmála fyrir samþætta og/eða ytri þjónustu, geta einnig átt við skilmálar sem veittir eru af þjónustuveitanda þriðja aðila. Þjónustuveitandi þriðja aðila ber alfarið ábyrgð á þeim.
Samþætting þjónustu þriðja aðila í Home Connect app og/eða tenging við ytri þjónustu felur í sér viðbótaraðgerðir, sem Rekstraraðili ber ekki ábyrgð á að séu tiltækar og getur hætt að veita hvenær sem er án fyrirvara. Almennt getur Rekstraraðili ekki yfirfarið gögn sem send eru af þjónustuveitanda þriðja aðila hvað varðar nákvæmni og heilleika og ber því enga ábyrgð að þessu leyti.
f. Viðbótarforrit fyrir heimilistækið þitt („stafrænt efni“)
Fyrir sum heimilistæki sem styðja Home Connect er mögulegt að hlaða niður stafrænni efni (t.d. viðbótarþvotta- eða uppþvottaforritum) („Stafrænt efni“) sem er ekki geymt á líkamlegum gagnaberum. Stafrænt efni er veitt eingöngu til einkanotkunar. Það er virkjað með því að smella á viðeigandi hnapp í Home Connect app. Stafrænt efni er veitt án endurgjalds, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Stafrænt efni er dreift eingöngu sem niðurhal. Því fylgja engin sendingarkostnaður.
Stafrænt efni er afhent sjálfkrafa í gegnum Home Connect app strax eftir að smellt er á viðeigandi hnapp í Home Connect app. Til að tryggja að hægt sé að hlaða niður Stafrænu efni í heimilistækið þitt, skaltu ganga úr skugga um að heimilistækið sé tengt við internetið á meðan niðurhal og uppsetning stendur yfir. Eftir niðurhal og uppsetningu getur þú síðan notað Stafrænt efni staðbundið í gegnum stjórnunaraðgerðir heimilistækisins. Notkunin helst möguleg jafnvel þó þessum samningi ljúki. Viðeigandi ákvæði (sérstaklega umfang veitts notkunarréttar eins og lýst er í þessum kafla f) halda áfram að gilda eftir lok samningsins. Stafrænt efni sem spilað er á þennan hátt er tengt heimilistækinu og ekki notandaaðganginum.
Forsendur fyrir afhendingu Stafræns efnis eru að þú (i) hafir Home Connect aðgang; (ii) hafir sett upp Home Connect app í farsímatækinu þínu; (iii) eigir heimilistæki sem styður Home Connect og er tengt við internetið; (iv) þetta heimilistæki sem styður Home Connect styðji viðkomandi Stafrænt efni; og (v) hafir tengt heimilistækið við Home Connect aðganginn þinn.
Allt Stafrænt efni sem við veitum er verndað af höfundarrétti. Þú öðlast óeinkarétt til notkunar á Stafrænu efni í ótakmarkaðan tíma, eingöngu til einkanotkunar. Réttindi sem veitt eru til Stafræns efnis heimila aðeins notkun með heimilistækjum sem styðja Home Connect og aðeins í samræmi við skilmála notkunar Home Connect aðgangsins þíns og gildandi lög. Þau eru aðeins samhæfð við heimilistæki sem styðja Home Connect og viðkomandi Stafrænt efni. Veiting réttinda er takmörkuð við það svæði þar sem við bjóðum upp á Stafrænt efni. Þér er ekki veittur neinn nýtingarréttur.
Við getum veitt uppfærslur á Stafrænu efni af og til. Við munum tilkynna þér sérstaklega þegar þessar uppfærslur eru tiltækar. Við mælum með að þú setjir upp uppfærslurnar sem við veitum án óhóflegs dráttar. Ef þú setur ekki upp þessar uppfærslur eða setur þær ekki upp innan hæfilegs tíma, getur það leitt til þess að þú getir ekki notað Stafrænt efni eða aðeins notað það að takmörkuðu leyti. Í sérstökum tilvikum er ekki hægt að útiloka skemmdir á heimilistækinu sem Stafræna efnið er sett upp á. Við berum ekki ábyrgð á göllum sem eingöngu stafa af því að þú setur ekki upp uppfærsluna innan hæfilegs tíma, að því tilskildu að við höfum upplýst þig um tiltækni uppfærslunnar og afleiðingar þess að setja hana ekki upp, og að vanuppsetning eða rangt uppsett uppfærsla stafi ekki af gölluðum uppsetningarleiðbeiningum sem veittar voru þér. Við áskiljum okkur rétt til að gera síðari breytingar á Stafrænu efni í mjög sérstökum undantekningartilvikum af gildum ástæðum (t.d. ef öryggi vöru eða gagna krefst þess). Hins vegar, ef við neyðumst til að framkvæma slíka sjálfvirka uppfærslu, munum við upplýsa þig um það.
g. Hugbúnaðaruppfærslur
Full virkni og áreiðanleiki Home Connect app í tengslum við heimilistækið þitt er aðeins tryggður ef uppfærslur sem gerðar eru tiltækar fyrir Home Connect app eru settar upp án tafar; sama á við um allar uppfærslur á heimilistækinu sem framleiðandinn gerir tiltækar. Uppfærsla á Home Connect app getur krafist þess að þú uppfærir stýrikerfi farsímatækisins þíns til að geta haldið áfram að nota Home Connect app. Uppfærslur heimilistækisins eru ætlaðar t.d. til að bæta núverandi virkni, leiðrétta villur eða bæta við viðbótaraðgerðum eða efni.
Áður en fyrsta uppfærsla heimilistækisins fer fram, verður þú – og í tilviki margra notenda – hver notandi að staðfesta niðurhal og uppsetningu slíkrar uppfærslu í Home Connect app. Fyrir frekari uppfærslur heimilistækisins getur Aðalnotandi samkvæmt kafla 5 valið á milli mismunandi valkosta (t.d. hvort slíkar uppfærslur skuli almennt hlaðnar niður og settar upp sjálfkrafa, hvort þetta eigi aðeins við um öryggistengdar uppfærslur eða hvort fyrir hverja uppfærslu skuli ákveða sérstaklega um niðurhal og uppsetningu). Þessari stillingu er hægt að breyta hvenær sem er í Home Connect app – og í tilviki margra notenda – af hvaða notanda sem er (og hefur áhrif fyrir aðra notendur). Jafnvel þótt þú veljir að uppfærslur séu almennt hlaðnar niður og settar upp sjálfkrafa, munum við upplýsa þig – ef þú hefur virkjað ýtiskilaboð – um innleiðingu og uppsetningu þeirra í gegnum Home Connect app.
Í mjög sérstökum undantekningartilvikum (t.d. ef krafist er vegna öryggis vöru eða gagna (t.d. nauðsynlegar uppfærslur öryggisvottorða og tengdar vélbúnaðaruppfærslur) eða í tilviki ákveðinna tegunda heimilistækja), áskiljum við okkur rétt til að hlaða niður og setja upp uppfærslur á heimilistækið beint, óháð þessum stillingum. Slík sjálfvirk uppfærsla heimilistækisins í undantekningartilvikum er samþykkt hér með. Ef við neyðumst til að framkvæma slíka sjálfvirka uppfærslu, munum við upplýsa þig um það. Á meðan uppfærsla heimilistækisins er sett upp (óháð tegund uppfærslu), má hvorki slökkva á rafmagni heimilistækisins né rjúfa internettenginguna.
Rekstraraðili ber ekki ábyrgð á villum sem hafa áhrif á Home Connect app eða heimilistækið eða á tjóni sem stafar eingöngu af því að þú hefur ekki hlaðið niður og/eða sett upp innan hæfilegs tíma tiltækar uppfærslur á Home Connect app eða heimilistækinu, að því marki sem Rekstraraðili hefur upplýst þig um tiltækni uppfærslunnar og afleiðingar þess að setja hana ekki upp, og að vanuppsetning eða rangt uppsett uppfærsla stafi ekki af gölluðum uppsetningarleiðbeiningum sem veittar voru þér. Þú ættir því að hlaða niður og setja upp allar uppfærslur sem eru tiltækar án tafar.
a. Notkun Synced Home Appliance Account af mörgum notendum
Synced Home Appliance Account má ekki nota af mörgum notendum, þar sem hann er ætlaður sem persónulegur aðgangur eingöngu. Ef þú þarft viðbótaraðganga, t.d. fyrir fólk á heimilinu, verður að stofna sérstakan Synced Home Appliance Account fyrir hvern einstakling. Þar sem persónulegt netfang þitt er einstakt auðkenni sem notað er til að stofna SingleKey ID og Synced Home Appliance Account, verða aðrir einstaklingar einnig að nota annað SingleKey ID og netfang.
b. Aðgerðir og þjónusta Synced Home Appliance Account
Synced Home Appliance Account þjónar sem:
- persónuleg gagnageymsla fyrir öll gögn sem þú veitir okkur eða öðru fyrirtæki í BSH Group sem þú hefur samskipti við (hér eftir „Home Connect Family“);
- stjórnun persónuupplýsinga þinna í tengslum við samningsbundið eða óformlegt samband við okkur eða annað fyrirtæki í BSH Group sem tilheyrir Home Connect Family; eða
- stjórnun tækja sem þú átt (t.d. ef þú hefur skráð þau á snertifleti Home Connect Family).
Dæmi um slík gögn eru „notandagrunnupplýsingar“ (t.d. nafn, heimilisfang), „samningsgögn“ (t.d. pöntun, kaupdagur, þjónustubeiðnir, framlengingar ábyrgðar), „tækjagrunnupplýsingar“ (t.d. auðkennisgögn tækis sem þú veitir við kaup/skráningu, pörun tengds heimilistækis), „snertiflatargögn“ (t.d. innihald í körfu, efni sem þú hefur veitt í gegnum eyðublöð eða þjónustusímtal, upplýsingar um gjafakort/endurgreiðslu/ábyrgðarferli) og „heimildir“ (t.d. gögn sem tengjast (aðskildu) markaðssamþykki sem þú hefur veitt).
Aðgerðir sem Synced Home Appliance Account býður upp á eru mismunandi eftir snertiflötum sem þú hefur samskipti við, tegund heimilistækis og því landi þar sem þú skráir Synced Home Appliance Account. Ef viðbótaraðgerðir eru veittar fyrir ákveðna snertifleti/flokka heimilistækja, geta sérstakir skilmálar og persónuverndarupplýsingar átt við (t.d. þarftu viðbótaraðgang í Home Connect app til að nota tengt heimilistæki). Í slíkum tilvikum munum við veita þér þessar upplýsingar áður en þú virkjar viðkomandi aðgerð. Sérstakir skilmálar verða að vera samþykktir sérstaklega og verða hluti af þessum samningi. Bæði sérstakir skilmálar og viðbótarupplýsingar um persónuvernd eru aðgengileg á tilteknum vefslóðum sem veittar eru þér.
Til að nota aðgerðir Synced Home Appliance Account eru ofangreind gögn send í gegnum gagnaflutning til miðlægra kerfa („Synced Home Appliance Account System“). Fyrir frekari upplýsingar um meðferð gagna, skoðaðu persónuverndarupplýsingar.
c. Gagnadrifnar þjónustur í Synced Home Appliance Account
Til að geta boðið upp á ákveðna þjónustu í gegnum Synced Home Appliance Account, notum við gögn sem safnað er í tengslum við Synced Home Appliance Account. Til dæmis, ef þú uppfærir grunnupplýsingar þínar á snertifleti (t.d. í gegnum vefsíðu eða þjónustusímtal), verða þær einnig uppfærðar á öllum öðrum snertiflötum þar sem þú notar Synced Home Appliance Account og verða tiltækar þar. Nánari lýsingu á þessum þjónustum og þeim gögnum sem notuð eru í þessu samhengi er að finna í þessum samningi og í persónuverndarupplýsingum.
Notkun safnaðra gagna tengist alltaf þeim tilgangi sem þú hefur veitt okkur gögnin fyrir eða viðbótarheimildum (t.d. markaðssamþykki) sem þú hefur veitt okkur, og er tímabundin svo lengi sem tilgangurinn og/eða heimildin eru í gildi. Fyrir frekari upplýsingar, skoðaðu persónuverndarupplýsingar.
d. Samskiptastillingar fyrir Synced Home Appliance Account
Sem notandi Synced Home Appliance Account geturðu stjórnað einstaklingsbundnum samskiptastillingum þínum, sérstaklega samskiptum sem tengjast markaðssetningu, í prófílnum þínum á netinu í „Samskiptastillingar“ hlutanum. Þar getur þú einnig valið hvort þú viljir fá frekari tilkynningar, t.d. fyrir önnur heimilistækjamerki eða sérstök áhugasvið, í formi t.d. tölvupósttilkynninga eða annarra samskiptaleiða (ef tiltækar).
Byggt á einstaklingsbundnum samskiptastillingum þínum og notanda- og tækjagögnum sem geymd eru í Synced Home Appliance Account, sem og gögnum sem flutt eru frá tengdum gagnagjöfum, munum við upplýsa þig um nýtt efni innan Synced Home Appliance Account og veita ráð um notkun heimilistækja þinna, sem og fréttir, t.d. sem tengjast skráðum heimilistækjum þínum. Við getum einnig haft samband við þig í gegnum Synced Home Appliance Account í tengslum við þjónustur sem lýst er í kafla 6 c, sem og ef öryggistilkynningar eða innköllun vara á sér stað.
Ef þú hefur veitt okkur samþykki fyrir markaðssetningu, getum við einnig sent þér samskipti, innan ramma veitts samþykkis, um framlengingu ábyrgðar, aukahluti sem henta heimilistækjum þínum, þjónustu til að bæta frammistöðu heimilistækja eða viðhald þeirra, tilboð fyrir rekstrarvörur, ný forrit, afsláttartilboð og upplýsingar um samstarfsaðila eða fréttir.
Til að kaupa vörur eða þjónustu í gegnum Synced Home Appliance Account (t.d. framlengingu ábyrgðar, aukahluti eða rekstrarvörur fyrir heimilistækið þitt), smelltu á tengilinn sem veittur er af ytri veitanda. Þér verður þá vísað áfram á viðkomandi tilboð, þar sem þú getur keypt viðeigandi vörur og/eða þjónustu og þar sem frekari samskipti varðandi þessar vörur og þjónustu verða veitt af viðkomandi veitanda.
e. Viðbótarþjónusta, þjónusta þriðja aðila
Viðbótarþjónusta getur verið samþætt í og/eða veitt í tengslum við Synced Home Appliance Account, sem boðin er af Rekstraraðila og/eða þriðja aðila. Til að nota slíka samþætta þjónustu sem tengist tengdum heimilistækjum, gæti þurft að tengja Home Connect aðganginn þinn við Synced Home Appliance Account. Notkun ytri þjónustu krefst almennt þess að Synced Home Appliance Account sé tengdur við núverandi notandaaðgang hjá þjónustuveitanda þriðja aðila. Nauðsynlegt er að hafa internettengingu til að tengja Synced Home Appliance Account við núverandi aðgang þriðja aðila.
Sérstakir skilmálar Rekstraraðila sem gilda um notkun þjónustu þriðja aðila sem annað hvort er samþætt í Synced Home Appliance Account eða boðin utan þess, er að finna undir „Stillingar“ og gætu þurft að vera samþykktir sérstaklega áður en slík þjónusta er notuð. Aðeins sérstakir skilmálar sem gilda um þjónustu þriðja aðila sem hefur verið tengd við notandaaðganginn þinn eiga við hér. Athugaðu að auk Almennu skilmálanna og sérstakra skilmála fyrir samþætta og/eða ytri þjónustu, geta einnig átt við skilmálar sem veittir eru af þjónustuveitanda þriðja aðila. Þjónustuveitandi þriðja aðila ber alfarið ábyrgð á þeim.
Samþætting þjónustu þriðja aðila í Synced Home Appliance Account og/eða tenging við ytri þjónustu felur í sér viðbótaraðgerðir, sem Rekstraraðili ber ekki ábyrgð á að séu tiltækar og getur hætt að veita hvenær sem er án fyrirvara. Rekstraraðili getur almennt ekki yfirfarið gögn sem send eru af þjónustuveitanda þriðja aðila hvað varðar nákvæmni og heilleika og ber því enga ábyrgð að þessu leyti.
Home Connect app og þjónustan og efnið sem það inniheldur, sem og Synced Home Appliance Account og þjónustan og efnið sem það inniheldur, eru öll vernduð af höfundarrétti.
Á meðan þessi notendasamningur er í gildi, færð þú óeinkarétt, óframseljanlegan, óframseljanlegan og afturkallanlegan rétt til að nota Home Connect app og Synced Home Appliance Account, sem og þjónustuna og efnið sem þar er að finna, án endurgjalds, eingöngu í þeim tilgangi sem samið er um í þessum Almennu skilmálum og í samræmi við gildandi lög. Sérstaklega er þér óheimilt að afrita, breyta, endurskrifa, umbreyta, afkóða (reverse engineer) eða ummynda Home Connect app eða Synced Home Appliance Account, nema lög krefjist þess. Réttindi sem veitt eru til stafræns efnis heimila aðeins notkun með heimilistækjum sem styðja Home Connect. Slíkt efni er aðeins samhæft við slík heimilistæki. Ef efnið inniheldur uppskriftir (þar með talið tengdar myndir) og þú hefur hlaðið þeim niður í heimilistækið þitt (t.d. Cookit), heldur rétturinn til að nota þessar uppskriftir (þar með talið tengdar myndir) á þessu heimilistæki áfram að gilda jafnvel eftir að notendasamningnum lýkur.
Ef stafrænt efni í Synced Home Appliance Account inniheldur niðurhalanlegar upplýsingar (t.d. reikninga) og þú hefur hlaðið þeim niður, heldur rétturinn til að nota þetta stafræna efni áfram að gilda jafnvel eftir að notendasamningnum lýkur.
Til að veita Home Connect þjónustuna veitir þú Rekstraraðila óeinkarétt, framseljanlegan, óframseljanlegan, heim allan rétt til að nota efni sem slegið er inn eða hlaðið upp (t.d. myndir úr myndavél í ísskáp eða ofni, myndbönd úr ryksugu, uppskriftir sem þú hefur búið til og tengdar myndir, athugasemdir sem þú bætir við uppskrift, umsagnir um uppskriftir eða spjallskilaboð). Veiting réttinda er almennt takmörkuð í tíma við gildistíma samningsins og í efni við framkvæmd samningsins. Veiting réttinda til mynda úr myndavél í ísskáp og ofni, sem og annarra upphlaðinna mynda, felur einnig í sér rétt til að nota þessar myndir eftir lok samningsins til frekari þróunar á reikniritum fyrir hlutgreiningu og gervigreindarlíkön og kerfi. Veiting réttinda til verndaðra uppskrifta (þar með talið tengdar myndir og verndaðar athugasemdir sem þú gætir hafa gert) heldur einnig áfram eftir lok samningsins. Jafnvel þótt persónuupplýsingar þínar séu öruggar hjá okkur og við tryggjum reglulega að myndir séu gerðar nafnlausar áður en þær eru notaðar í þjálfun (sjá persónuverndarupplýsingar Home Connect app), ættir þú ekki að birta persónulegar upplýsingar um þig í innsendu efni (t.d. nöfn eða myndir af einstaklingum).
Auk þess ber þér skylda til að virða réttindi þriðja aðila við notkun Home Connect app. Þú berð ábyrgð á öllu efni sem þú hleður upp í Home Connect app og Synced Home Appliance Account (sérstaklega fyrir uppskriftamyndir í Home Connect app). Ef þú hleður upp myndum sem sýna fólk, skaltu afla samþykkis viðkomandi einstaklinga fyrir birtingu innan Home Connect app eða Synced Home Appliance Account áður. Rekstraraðili yfirfer ekki upphlaðið efni. Einu undantekningarnar eru athugasemdir. Þær eru for-síaðar af gervigreind. Við treystum á leiðbeiningar og rökfræði sem AI-veitandi skilgreinir og fylgjum þeim reglum sem lýst er í þessum samningi. Ef vafi leikur á, eru þær yfirfarnar af manneskju. Rekstraraðili tekur ekki upphlaðið efni sem sitt eigið. Þú verður því að tryggja að efnið sem þú hleður upp brjóti ekki gegn lögum eða réttindum þriðja aðila (sérstaklega nafns-, persónu-, höfundarrétti, persónuverndar- og vörumerkjarétti). Sérstaklega samþykkir þú að hlaða ekki upp efni í Home Connect app eða Synced Home Appliance Account sem:
(i) er klámfengið, upphefur ofbeldi, hvetur til haturs, skaðlegt börnum eða á annan hátt móðgandi;
(ii) tengist pólitískri starfsemi eða sýnir pólitísk tákn;
(iii) móðgar, rægir, áreitir, hótar eða skaðar aðra notendur eða aðra einstaklinga, eða hegðar sér á árásargjarnan eða ögrandi hátt gagnvart þeim;
(iv) er ólöglegt, ósæmilegt, siðlaust, ruddalegt, brýtur gegn friðhelgi einkalífs, ærumeiðandi, inniheldur ósannar staðhæfingar eða róg;
(v) inniheldur hugbúnaðarveirur eða svipaðan skaðlegan kóða eða líklegt er að innihalda slíkan kóða, eða með stærð eða dreifingu (t.d. ruslpóstur) líklegt til að takmarka eða stofna í hættu tilvist eða virkni Home Connect app eða Synced Home Appliance Account (eða hluta þess);
(vi) er breytt til að fela uppruna þess;
(vii) inniheldur auglýsingar fyrir kaup eða sölu á vörum eða notkun eða veitingu þjónustu eða viðskiptavefsíður/blogg o.s.frv.; eða
(viii) inniheldur tengla eða aðrar tilvísanir í efni sem er bannað samkvæmt ofangreindum viðmiðum og/eða hvetur til brota á ofangreindum bönnum.
Rekstraraðili veitir tilkynningarkerfi fyrir uppskriftarumsagnir í gegnum hnapp sem hægt er að nota til að tilkynna ólöglegt eða óviðeigandi efni. Ef þú hefur kvartanir um efni sem aðrir notendur hafa hlaðið upp, getur þú haft samband við okkur hvenær sem er með því að nota samskiptaupplýsingar sem gefnar eru í lagalegum upplýsingum Home Connect app. Við sendum þér staðfestingu á móttöku strax eftir að við fáum tilkynninguna þína. Tilkynnt efni verður síðan yfirfarið tafarlaust, vandlega, hlutlaust og á hlutlægan hátt af manneskju. Auk gildandi laga er grundvöllur þessarar yfirferðar sérstaklega leiðbeiningar sem settar eru fram í þessum kafla 7 (Nethegðun). Við fjarlægjum allt efni sem brýtur gegn þessum leiðbeiningum eða er á annan hátt ólöglegt eða óviðeigandi. Við upplýsum þig um ákvörðun okkar strax eftir yfirferð. Við tilkynnum höfundi efnisins – án þess að upplýsa um auðkenni þitt – að efnið hafi verið fjarlægt og gefum ástæðu fyrir því. Ef grunur leikur á alvarlegu broti í tilkynntu ólöglegu eða óviðeigandi efni, áskiljum við okkur rétt til að upplýsa viðeigandi yfirvöld auk þess að fjarlægja efnið.
Óháð því hvort sérstök tilkynning berist áskilur rekstraraðilinn sér rétt til að eyða innsendu efni, sérstaklega ef það brýtur gegn ákvæðum þessara almennu notkunarskilmála eða lögum.
Ef Rekstraraðili verður fyrir tjóni vegna slíks efnis sem þú hleður upp af eigin sök, skalt þú bæta Rekstraraðila tjónið.
Ef þú notar efni sem er lagt til (t.d. uppskriftir), skaltu ganga úr skugga um fyrirfram að þetta efni henti þér persónulega. Til dæmis skaltu aðeins nota rétti eða innihaldsefni sem ekki fela í sér heilsufarslega áhættu miðað við þína heilsufarsstöðu (t.d. vegna ofnæmis). Ef um er að ræða ábendingar um síðasta neysludag eða neysluráðleggingar fyrir matvæli, skaltu ganga úr skugga um að matvælin séu í raun enn örugg til neyslu. Ef þú býrð til uppskriftir sjálfur á heimilistækinu þínu (t.d. Cookit), verða þær ekki yfirfarnar af okkur. Vinsamlegast búðu til þessar uppskriftir af kostgæfni til að forðast skaða á heilsu eða eignum.
Athugaðu einnig vandlega aftur forrit sem eru lögð til (t.d. þvotta- eða þurrkunarforrit) og gildi sem eru lögð til (t.d. vatnsharka, skammtaráðleggingar eða útreiknuð magn), sem og aðgerðir eða ráðleggingar sem eru lagðar til (t.d. viðgerðar- eða umhirðuráð) áður en þú ræsir heimilistækið með slíku forriti. Vinna við rafmagnstæki krefst sérstaklega varúðar. Að þessu leyti er ekki hægt að veita ábyrgð á nákvæmni og/eða heilleika upplýsinganna sem veittar eru. Rangt framkvæmd vinna við rafmagnstæki sem eru tengd við rafmagn getur valdið alvarlegum skaða á heilsu og/eða eignum. Vinna við heimilistæki á ábyrgðartíma getur ógilt ábyrgðina. Vinsamlegast lestu notkunarleiðbeiningar vandlega áður en þú notar tækið. Ef þú hefur spurningar eða ert óviss, skaltu hafa samband við þjónustuver okkar eða annan sérfræðing.
Rekstraraðili mun gera sanngjarnar tilraunir til að gera allar aðgerðir og þjónustu sem boðnar eru í Home Connect app og Synced Home Appliance Account aðgengilegar, sem og samþættingu og tengingu við þjónustu þriðja aðila (þar á meðal samþættingu tengla). Hins vegar geta komið upp tæknileg vandamál sem leiða til tímabundinnar truflana á aðgengi. Engar kröfur má gera á hendur Rekstraraðila ef aðgengi er raskað.
Ef þú flytur heimilistækið þitt til annars lands en þess sem það var upphaflega tekið í notkun í, þarftu að eyða núverandi Home Connect-aðgangi þínum. Hins vegar geturðu, eftir því hvort þjónustan er í boði í nýja landinu, stofnað nýjan Home Connect-aðgang þar. Þú getur áfram notað núverandi SingleKey ID í þeim tilgangi. Athugaðu að notkun Home Connect-appsins og samstillta heimilistækjaaðgangsins í öðru landi kann að lúta öðrum notkunarskilmálum og annarri persónuverndarupplýsingagjöf. Þú getur haldið áfram að nota samstillta heimilistækjaaðganginn ef þú notar hann fyrir það land sem hann var upphaflega skráður fyrir. Að öðrum kosti geturðu eytt aðganginum (sjá kafla 16).
Notkun Home Connect app í tengslum við heimilistæki sem ekki er samþykkt til notkunar í viðkomandi landi er ekki heimil. Ef þú ert í vafa, vinsamlegast hafðu samband við framleiðanda heimilistækisins þíns.
Ef þú selur eða framselur farsímatækið þitt varanlega til þriðja aðila, vertu viss um að skrá þig út úr notandaaðganginum fyrirfram og eyða Home Connect app. Í þessu tilviki verður ekki lengur hægt að tengja farsímatækið við notandakenni þitt eða heimilistækið. Ef þú selur heimilistækið, vertu viss um að endurheimta verksmiðjustillingar. Þetta mun slíta tenginguna milli heimilistækisins og notandaaðgangsins þíns. Ef þú hefur keypt viðbótarforrit fyrir heimilistækið þitt, eru þau tengd heimilistækinu. Ef kaupandi heimilistækisins vill nota þau, vinsamlegast biðjið hann um að hafa samband við Rekstraraðila. Notkun þessara viðbótarforrita krefst þess að kaupandinn skrái sig einnig í Home Connect og tengi heimilistækið við sinn notandaaðgang.
Ef þú hefur keypt heimilistækið þitt notað, skoðaðu stillingar aðgangsins í Home Connect app til að ganga úr skugga um að engir óþekktir notendur séu tengdir heimilistækinu. Ef þú ert í vafa, vertu viss um að endurheimta verksmiðjustillingar. Vinsamlegast skoðaðu persónuverndarstefnu fyrir frekari upplýsingar um persónuvernd.
Ef þú, þvert á ákvæði í köflum 4 og 5 í þessum Almennu skilmálum, leyfir þriðja aðila að nota Home Connect app í gegnum farsímatækið sem appið er uppsett á, eða leyfir notkun Synced Home Appliance Account, berð þú ábyrgð á að tryggja að Home Connect app eða Synced Home Appliance Account sé notað í samræmi við þessa skilmála og gildandi lög.
Rekstraraðilinn ber ábyrgð gagnvart þér, án takmarkana, ef um er að ræða ásetning, stórfellt gáleysi eða sviksamlega leynda galla, fyrir allt tjón sem rekstraraðilinn eða lögformlegir fulltrúar hans eða umboðsmenn valda. Ef um er að ræða minniháttar gáleysi ber rekstraraðilinn ábyrgð gagnvart þér, án takmarkana, fyrir tjón sem leiðir til lífsskaða, líkamstjóns eða heilsutjóns. Að öðru leyti ber rekstraraðilinn aðeins ábyrgð gagnvart þér að því marki sem hann hefur brotið gegn grundvallarsamningsskyldu. Með því er átt við skyldu sem uppfylling hennar er forsenda þess að hægt sé að efna samninginn með réttum hætti og sem þú, sem samningsaðili, getur almennt treyst á að verði virt. Í slíkum tilvikum takmarkast ábyrgðin við bætur fyrir fyrirsjáanlegt tjón sem er dæmigert fyrir slíkt brot.
Ábyrgð rekstraraðilans án sakar (strang ábyrgð) vegna tjóns af völdum galla sem voru þegar til staðar við samningsgerð (536. gr. þýsku borgaralögbókarinnar) á ekki við samkvæmt 578b. gr., 1. mgr., 1. tölul. þýsku borgaralögbókarinnar. Ábyrgð rekstraraðilans samkvæmt gildandi reglum um vöruábyrgð (product liability) verður ekki fyrir áhrifum af framangreindum ákvæðum.
Lögbundin ábyrgðarréttindi fyrir stafrænar vörur gilda um Home Connect app sem Rekstraraðili veitir (þar með talið viðbótarforrit sem veitt eru í samræmi við kafla 5.f) og Synced Home Appliance Account.
Rekstraraðilinn áskilur sér rétt til að breyta Home Connect-appinu, Home Connect-vistkerfinu og samstilltum heimilistækjaaðgöngum (Synced Home Appliance Accounts) umfram það sem nauðsynlegt er til að viðhalda því að Home Connect-appið eða samstilltu heimilistækjaaðgöngin séu í samræmi við samninginn. Þetta getur t.d. átt við ef (i) aðlögun að nýrri tækni eða kröfur um vöru- eða gagnaöryggi krefjast þess; (ii) tiltekin virkni Home Connect-appsins eða samstillta heimilistækjaaðgangsins er ekki lengur eftirspurn eða notuð af nægilega stórum hópi viðskiptavina; (iii) koma þarf í veg fyrir misnotkun eða tjón; eða (iv) ekki er lengur hægt að bjóða upp á þessa virkni á viðskiptalega skynsamlegum kostnaði. Hið sama á við um breytingar sem verða vegna ytri aðstæðna (t.d. niðurfellingar eða breytinga á þjónustu samstarfsaðila eins og Amazon Alexa; lagabreytinga; eða breytinga á markaðsaðstæðum).
Ef breyting hefur neikvæð áhrif á notkun þína á Home Connect app, munum við upplýsa þig sérstaklega um þetta fyrirfram innan hæfilegs tíma (sérstaklega um einkenni og tímasetningu breytingarinnar). Undantekning er í brýnum tilvikum þar sem breytingarnar þjóna þeim tilgangi að koma í veg fyrir misnotkun eða tjón, bregðast við lagakröfum eða tryggja öryggi og virkni Home Connect app eða Synced Home Appliance Account.
Ef breyting skerðir aðgang þinn að Home Connect app eða nothæfi þess fyrir þig meira en óverulega, geturðu sagt upp þessum notendasamningi hvenær sem er án endurgjalds í samræmi við kafla 16.
Rekstraraðili er heimilt að gera breytingar á Almennu skilmálunum sem og sérstökum skilmálum um notkun sem Rekstraraðili býður upp á fyrir framtíðina við eftirfarandi skilyrði:
Almennt munum við upplýsa þig, í gegnum Home Connect-appið eða samstillta heimilistækjaaðganginn (Synced Home Appliance Account) og/eða með tölvupósti, um allar breytingar sem fyrirhugað er að gera á viðkomandi notkunarskilmálum sem kunna að hafa áhrif á samningssambandið, eigi síðar en sex vikum áður en slíkar breytingar eiga að taka gildi. Í tilkynningunni verða einnig upplýsingar um rétt þinn til að hafna breytingunum og þær afleiðingar sem það kann að hafa. Ef þú hafnar ekki breytingunum innan þess frests sem tilgreindur er í tilkynningunni (venjulega sex vikur), telst það samþykki þitt fyrir breytingunum („talið samþykki“); við munum sérstaklega benda á þetta í tilkynningunni. Talið samþykki á þó ekki við um breytingu sem hefur áhrif á meginþjónustu notkunarsamningsins, ef slíkt myndi leiða til ójafnvægis milli þjónustu og endurgjalds þér í óhag. Ef þú hafnar breytingunum heldur notkunarsamningurinn áfram á þeim kjörum og skilmálum sem giltu án breytinganna. Rekstraraðilinn er þó heimilt að segja notkunarsamningnum upp um leið og breytingarnar taka gildi og loka aðgangi þínum. Ritstjórnarlegar breytingar á þessum almennu notkunarskilmálum, þ.e. breytingar sem hafa ekki áhrif á samningssambandið, svo sem leiðrétting á innsláttarvillum, verða gerðar án tilkynningar
Þú mátt ekki nota Home Connect-appið eða samstillta heimilistækjaaðganginn (Synced Home Appliance Account) í óheimilum tilgangi (t.d. í hernaðarlegum tilgangi). Þú hefur ekki heimild til að dreifa eða vinna með þjónustu, efni, gögn eða upplýsingar sem þú færð í tengslum við notkun Home Connect-appsins eða samstillta heimilistækjaaðgangsins í viðskiptalegum tilgangi. Rekstraraðilinn getur gripið til viðeigandi ráðstafana ef Home Connect-appið eða samstillti heimilistækjaaðgangurinn er notaður á óviðeigandi eða óheimilan hátt, þar á meðal að loka fyrir aðgang notenda.
Notendasamningurinn gildir um óákveðinn tíma. Þú getur sagt upp notendasamningnum hvenær sem er. Rekstraraðila er heimilt að segja upp notendasamningnum með sex vikna fyrirvara, eða með skemmri fyrirvara ef Rekstraraðili ákveður að hætta rekstri Home Connect app eða Synced Home Appliance Account. Réttur beggja samningsaðila til að segja upp notendasamningnum af gildri ástæðu er óbreyttur. Rekstraraðili hefur sérstaklega gildar ástæður ef þú brýtur gegn lykilskyldum þessara Almennu skilmála (sjá t.d. kafla 2, 5, 7 eða 15) eða sérstökum skilmálum um notkun, eða ef skráning hefur verið gerð í gegnum einstaka innskráningarþjónustu sem nefnd er í kafla 3 og undirliggjandi samningur um þessa innskráningarþjónustu hefur verið sagt upp. Í síðara tilvikinu er ekki lengur hægt að skrá sig inn í Home Connect app og Synced Home Appliance Account.
Ef þú óskar eftir að eyða Synced Home Appliance Account, telst það uppsögn notendasamningsins og eyðingarbeiðnin verður sjálfkrafa framkvæmd innan kerfis Synced Home Appliance Account. Eftir eyðingu verður Synced Home Appliance Account og upplýsingarnar sem þar eru geymdar ekki lengur aðgengilegar, með undantekningu gagna sem okkur ber að varðveita, svo sem:
- SingleKey ID aðgangur, sem verður að eyða sérstaklega;
- samningsupplýsingar (t.d. ókláraðar (þjónustu)pantanir, framlengingar ábyrgðar eða gögn sem okkur ber að varðveita vegna skattalegra og svipaðra ástæðna, þar á meðal öryggisráðstafana);
- samþykki og tengd gögn (t.d. ef markaðssamþykki hefur verið veitt og ekki afturkallað);
- netfang og tímamerki eyðingarbeiðninnar (eytt sjálfkrafa innan almenns varðveislutíma).
Sem neytandi, þ.e. sem einstaklingur sem gerir löggerning í tilgangi sem að mestu leyti er ekki hægt að rekja til viðskiptalegrar eða sjálfstæðrar atvinnustarfsemi hans/hennar, átt þú rétt til að falla frá samningi innan fjórtán daga fyrir allar gjaldskyldar þjónustur sem Rekstraraðili býður upp á í Home Connect app eða Synced Home Appliance Account. Þessi réttur til að falla frá samningi á aðeins við um viðkomandi þjónustur sem Rekstraraðili býður upp á í Home Connect app eða Synced Home Appliance Account sem eru gjaldskyldar. Kaupsamningur um heimilistæki sem styðja Home Connect eða önnur kaup, sem og allur fyrirliggjandi réttur til að falla frá samningi í þessu samhengi, er óbreyttur.
Upplýsingar um rétt til að falla frá samningi
Réttur til að falla frá samningi
Þú hefur rétt til að falla frá þessum notendasamningi um notkun Home Connect app og Synced Home Appliance Account innan fjórtán daga án þess að gefa upp ástæðu.
Frestur til að falla frá samningi er fjórtán dagar frá dagsetningu gerðar notendasamningsins. Rétturinn til að falla frá samningi vegna stafræns efnis (t.d. viðbótarforrita) fellur niður fyrir tímann ef (i) þú hefur hafið niðurhal innan þessa frests; (ii) þú hefur sérstaklega samþykkt að niðurhal hefjist áður en fresturinn rennur út og (iii) þú hefur staðfest að þú veist að með því að samþykkja upphaf framkvæmdar samningsins, missir þú réttinn til að falla frá samningi varðandi þetta stafræna efni.
Til að nýta rétt þinn til að falla frá samningi verður þú að upplýsa okkur (Home Connect GmbH, Carl-Wery-Straße 34, 81739 Munich, Germany, info.de@home-connect.com; +49 (0) 89 / 4590 01) um ákvörðun þína um að falla frá þessum samningi með skýrri yfirlýsingu (t.d. bréfi sent með pósti eða tölvupósti). Þú getur notað meðfylgjandi eyðublað fyrir afturköllun, sem er ekki skylt.
Til að uppfylla frestinn til að falla frá samningi nægir að þú sendir tilkynningu um nýtingu réttarins áður en fresturinn rennur út.
Afleiðingar þess að falla frá samningi
Ef þú fellur frá þessum notendasamningi, endurgreiðum við þér allar greiðslur sem við höfum móttekið frá þér samkvæmt þessum samningi, þar með talið sendingarkostnað (að undanskildum viðbótarkostnaði sem stafar af því að þú valdir aðra sendingaraðferð en ódýrustu staðlaða sendingu sem við bjóðum), tafarlaust og eigi síðar en fjórtán dögum frá þeim degi sem við móttökum tilkynningu um afturköllun samningsins. Fyrir þessa endurgreiðslu munum við nota sama greiðslumáta og þú notaðir við upphaflegu viðskiptin, nema annað sé sérstaklega samið við þig; í engu tilviki verður þér gert að greiða fyrir þessa endurgreiðslu.
Ef þú hefur óskað eftir að þjónustan hefjist á frestinum til að falla frá samningi, skal þú greiða okkur sanngjarna upphæð fyrir gjaldskyldar þjónustur sem samsvarar hlutfalli þeirra þjónusta sem þegar hafa verið veittar þegar þú tilkynnir okkur um nýtingu réttarins til að falla frá samningi, miðað við heildarfjölda þjónusta sem veittar eru samkvæmt þessum samningi.
Rétturinn til að falla frá samningi fellur niður í tilviki samnings um afhendingu stafræns efnis sem er ekki á líkamlegum gagnaberum, jafnvel þótt Rekstraraðili hafi hafið framkvæmd samningsins eftir að þú (i) hefur sérstaklega samþykkt að Rekstraraðili hefji framkvæmd samningsins áður en fresturinn rennur út, og (ii) hefur staðfest að þú veist að þú missir réttinn til að falla frá samningi með samþykki þínu fyrir upphafi framkvæmdar samningsins.
Eyðublað fyrir afturköllun
(Ef þú vilt falla frá notendasamningi, vinsamlegast fylltu út þetta eyðublað og sendu það til baka.)
Til: Home Connect GmbH, Carl-Wery-Straße 34, 81739 Munich, Germany eða info.de@home-connect.com
- Ég/við () fellum hér með frá notendasamningi sem ég/víð () gerði um kaup á eftirfarandi vöru ()/veitingu eftirfarandi þjónustu ()
- Pantað þann ()/móttekið þann ()
- Nafn viðskiptavina/r
- Heimilisfang viðskiptavina/r
- Undirskrift viðskiptavina/r (aðeins fyrir pappírasamskipti)
- Dagsetning
________________________________________
(*) Eyða eftir því sem við á.
Fyrir þjónustu sem veitt er af samstarfsaðilum skal fylgja leiðbeiningum viðkomandi samstarfsaðila um afturköllun.
Lögbundin ákvæði sem gilda á venjulegum búsetustað þínum skulu eiga við. Að öðru leyti gilda lög Sambandslýðveldisins Þýskalands. Ákvæði Samnings Sameinuðu þjóðanna um alþjóðleg kaup á vörum eiga ekki við í neinu tilviki. Lögsaga fyrir öll ágreiningsmál sem stafa af eða tengjast þessum Almennu skilmálum og öllum sérstökum skilmálum um notkun skal vera í München, Þýskalandi. Lögbundin lögsaga sem er skyldubundin samkvæmt lögum er óbreytt.
Ef eitthvert ákvæði þessara Almennu skilmála eða sérstakra skilmála um notkun er eða verður ógilt, hefur það ekki áhrif á gildi hinna ákvæðanna.
Frá og með: ágúst 2025