Skip to content

Legal notice for the Home Connect app

Mikilvægar upplýsingar: Nauðsynlegt er að gera breytingar á notkunarskilmálum Home Connect-forritsins. Hér á eftir má finna núverandi notkunarskilmála sem og þá útgáfu sem brátt tekur gildi. Hafðu í huga að þegar breytingin tekur gildi verður þú af tæknilegum ástæðum beðin(n) að staðfesta nýju notkunarskilmálana í Home Connect-forritinu.

A. Notkunarskilmálar sem gilda þar til 31.03.2023:

Almennir notkunarskilmálar fyrir Home Connect-forritið

1. Grundvöllur samningsins

Fyrirtækið Home Connect GmbH, Carl-Wery-Strasse 34, 81739 München, Þýskalandi lætur þér hér með í té Home Connect-forritið án endurgjalds, til uppsetningar og notkunar á fartæki/-tækjum í þinni eigu. Frekari upplýsingar um rekstraraðilann er að finna í útgáfuupplýsingum Home Connect-forritisins.

Þessir almennu notkunarskilmálar („almennir notkunarskilmálar“) skulu gilda á milli þín, sem notanda Home Connect-forritsins, og fyrirtækisins Home Connect GmbH, sem rekstraraðila téðs forrits. Rekstraraðilinn verður eini viðsemjandi notanda. Þegar þú hefur lokið skráningu skulu þessir almennu skilmálar teljast bindandi samningsgrundvöllur fyrir notkun á Home Connect-forritinu. Þú getur kynnt þér og vistað þessa almennu notkunarskilmála í Home Connect-forritinu undir „Stillingar“. Valin tungumálaútgáfa fyrir landið í skráningarferlinu gildir. Rekstraraðilinn býður hugsanlega upp á fleiri tungumál í löndum þar sem nokkrar þjóðtungur eru viðurkenndar.

2. Notkunarskilyrði

Til að gera þér kleift að nota þann hluta Home Connect-forritsins sem krefst skráningar þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • þú ert einkanotandi og a.m.k. 18 ára að aldri,
  • þú hefur sett upp notandareikning sem hluta af skráningarferlinu (í sumum löndum er gerð krafa um uppsetningu á Single Key ID, sjá kafla 3),
  • þú notar heimilistækið þitt („heimilistækið“) í landi þar sem rekstraraðilinn býður upp á Home Connect-forritið (hægt er að sækja lista yfir lönd þar sem slíkt er í boði í Home Connect-forritinu).

Til að hægt sé að nota Home Connect-forritið þarf að setja það upp á nettengjanlegt fartæki sem keyrir stutt stýrikerfi (sjá lista yfir studd fartæki á http://www.home-connect.com). Fartækið og heimilistækið þurfa að vera í þinni eigu og tengd við Wi-Fi gegnum viðeigandi internetbeini. Fartækið þitt þarf að nota aðra gagnatengingu þegar farið er út fyrir Wi-Fi-drægi heimilistækisins. Við notkun utan nets er hægt að nota tækið sem „ótengt heimilistæki“. Ef slökkt er á Wi-Fi-tengingu heimilistækisins eða ef heimilistækið er utan sviðs Wi-Fi-tengingarinnar er ekki hægt að stjórna heimilistækinu gegnum Home Connect-forritið. Þú ert ábyrg(ur) fyrir hverjum þeim kostnaði sem kann að áskapast vegna gagnatengingar (sem og fyrir því að sækja uppfærslur á Home Connect-forritinu, efni eða fastbúnaði heimilistækisins, og senda myndir). Rekstraraðilinn skal ekki teljast ábyrgur fyrir aðgengileika og/eða gæðum gagnatengingarinnar.

Með því að hlaða niður Home Connect-forritinu staðfestir notandi að hann sé ekki með fasta búsetu í nokkru ríki sem fellur undir bandarísk lög um viðskiptabönn, ríki sem Bandaríkjastjórn flokkar sem ríki sem styður við hryðjuverk, né sé sjálfur á lista Bandaríkjastjórnar yfir bannaða eða takmarkaða aðila.

3. Skráningarferlið

Notkunin á Home Connect-forritinu utan opins svæðis krefst þess annaðhvort að stofnaður sé Home Connect-forrits notandareikningur (skráning) eða fyrir hendi sé miðlægur BSH notendareikningur. Til að stofna Home Connect-forrits notendareikning þarf að öllu jöfnu að gefa upp, að lágmarki, fornafn og eftirnafn, staðsetningu heimilistækisins (land), netfangið þitt (notandakenni) og persónulegt aðgangsorð. Í sumum löndum þarf að gefa upp annars konar upplýsingar.

Skráningargögnin sem voru slegin inn birtast aftur áður en skráningarferlinu lýkur. Þar getur þú leiðrétt hugsanlegar innsláttarvillur. Þegar skráningu í Home Connect-forritið er lokið færð þú staðfestingu í tölvupósti (eða staðfestingu með smáskilaboðum, en slíkt fer eftir landinu sem um ræðir) og notandareikningurinn þinn verður virkjaður. Þessi tölvupóstur (eða smáskilaboð) inniheldur tengil sem verður að fylgja til að staðfesta skráningu. Notandasamningurinn er samþykktur um leið og notandareikningurinn er virkjaður.

Ef skráning með einni innskráningarþjónustu („single-sign-on“) (núna „Single Key ID“) eins þeirra fyrirtækja sem tengjast rekstraraðila er þegar boðin í þínu landi þarftu fyrst að búa til slíkt Bosch-auðkenni til að stofna notandareikning fyrir Home Connect appið. Ábyrgð á að veita þessa þjónustu við innskráningu er á höndum Bosch.IO GmbH, Ullsteinstrasse 128, 12109 Berlín, Þýskalandi („BIO“). Sérstakir notkunarskilmálar BIO eiga við um þessa þjónustu ef stuðst er við slíka eina innskráningu. Þú getur aðeins byrjað skráningarferlið fyrir Home Connect-forritiðmeð slíku Single Key ID. Á hinn bóginn er skráningarferlið eins og lýst er hér að ofan eftir að þú hefur búið til slíkt Bosch-auðkenni.

Ef þú hefur búið til notendareikning fyrir Home Connect-forritið geturðu líka notað hann í framtíðinni, ef það stendur til boða, sem miðlægan notendareikning til að skrá þig inn á aðra þjónustu sem fyrirtæki tengd rekstraraðilanum bjóða upp á. Veitandi þjónustu mun upplýsa þig um þetta sérstaklega þegar þú skráir þig fyrir slíkri þjónustu.

4. Innskráning á notandareikninginn þinn

Þú ættir að halda aðgangsorðinu leyndu og aldrei gefa það upp til þriðja aðila. Ef þú glatar aðgangsorðinu eða þig grunar að þriðji aðili hafi komist á snoðir um það ber þér skylda til að tilkynna rekstraraðilanum það tafarlaust með því að nota samskiptaupplýsingarnar í Home Connect-forritinu, sem og að breyta aðgangsorðinu. Notaðu aðgerðina „Breyta aðgangsorði“ og/eða aðgerðina „Gleymdirðu aðgangsorðinu?“ í Home Connect-forritinu til að breyta aðgangsorðinu eða búa til nýtt.

Flestar aðgerðir og þjónustu sem í boði eru gegnum Home Connect-forritið er aðeins hægt að nota þegar notandi er skráður inn á notandareikninginn. Þegar notandi skráir sig inn á notandareikninginn helst notandi innskráður þar til hann skráir sig út. Undantekning frá þessu er þegar notandi er aðgerðarlaus í Home Connect-forritinu í 90 daga eftir innskráningu. Í slíkum tilfellum, og af öryggisástæðum, verður þú sjálfkrafa skráð(ur) út af notandareikningnum þínum. Hægt er að skrá sig inn aftur. Hafðu í huga að þrátt fyrir að þetta hafi þægindi í för með sér getur það að skrá sig ekki út úr Home Connect-forritinu eftir notkun aukið hættu á að þriðju aðilar fái aðgang að fartækinu þínum gegnum Home Connect-forritið án heimildar. Þú berð bótaábyrgð gagnvart rekstraraðilanum að því er varðar hvers konar misnotkun þriðja aðila. Ef farið er út úr Home Connect-forritinu eða því lokað hefur það engin áhrif á innskráningarstöðu notandareikningsins þíns.

Án innskráningar inn á notandareikninginn er einungis hægt að nota takmarkaðar aðgerðir og efni sem er í boði á opnu svæði í Home Connect-forritinu.

5. Home Connect-forritið notað af mörgum notendum

Í samræmi við það gildissvið sem tilgreint er undir lið 9 geta margir notendur notað Home Connect-forritið samtímis, en hver notandi þarf að hafa sinn eigin notandareikning. Ef margir notendur bæta sama heimilistæki við sína notandareikninga (t.d. fjölskyldumeðlimir eða samleigjendur) skal sá notandi sem fyrstur bætti heimilistækinu við sinn notandareikning („aðalnotandi“) hafa rétt á að fjarlægja heimilistækið af notandareikningum þeirra notenda sem bættu því við síðar. Aðalnotandi getur framselt réttindi sín sem aðalnotandi til annars notanda. Allir notendur tiltekins heimilistækis geta skoðað stöðu þess tækis í Home Connect-forritinu og gefið út stjórnskipanir ef þess gerist þörf.

Notkun á þjónustu þriðju aðila (sjá nánar í lið 7) skal að öllu jöfnu aðeins hafa áhrif á þann notanda sem velur að virkja slíka þjónustu („notandi þjónustu þriðju aðila“). Gögn sem send eru til þjónustuveitu þriðja aðila kunna að innihalda gögn sem varða notkunarmynstur annarra notenda heimilistækis/-tækja. Notanda þjónustu þriðju aðila ber að upplýsa aðra notendur heimilistækis/-tækja um tilgang og umfang gagnaöflunarinnar og um frekari vinnslu og notkun gagna af hálfu þjónustuveitu þriðju aðila áður en slík þjónusta er virkjuð. Enn fremur ber slíkum notanda að afla samþykkis allra notenda að því er varðar slíka meðhöndlun gagna.

6. Aðgerðir og þjónusta sem í boði eru gegnum Home Connect-forritið

Home Connect-forritinu er ætlað að stjórna stærri og minni tækjum til heimilisnota („heimilistækjum“) sem eru samhæf við Home Connect og að veita aðra þjónustu (t.d. ábendingar um notkun tiltekinna kerfa heimilistækjanna, tillögur að uppskriftum eða tillögur um leiðir til að auka orkunýtingu) í tengslum við heimilistækin þín.

Aðgerðir og þjónusta sem í boði eru gegnum Home Connect-forritið geta verið mismunandi eftir gerð heimilistækisins og því landi þar sem þú notar tækið. Kynntu þér Home Connect-forritið vandlega til að sjá hvaða tilteknar aðgerðir eru í boði fyrir þig. Ef viðbótaraðgerðir eru til staðar fyrir ákveðna flokka heimilistækja kunna sérstakir notkunarskilmálar og persónuverndarupplýsingar átt við að auki. Í slíkum tilvikum munum við gera þær aðgengilegar þér áður en þú virkjar viðkomandi aðgerðir. Samþykkja verður slíka viðbótar notkunarskilmálana sérstaklega og verða þeir hluti af þessum samningi. Slíkir sérstakir notkunarskilmálar sem koma til viðbótar sem og viðbótarupplýsingar um persónuvernd eru aðgengilegir undir „Stillingar“ í Home Connect-forritinu.

Notandakennið þitt, upplýsingarnar á heimilistækinu þínu og stjórnhnapparnir þínir eru sendir til netþjóns („Home Connect-þjónn“) gegnum gagnatengingu. Þjónninn sendir út stjórnhnappana þína. Nánari upplýsingar um meðhöndlun og úrvinnslu gagna eru í Upplýsingum um persónuvernd.

Þú getur aðeins notað Home Connect-forritið til fullnustu ef þú ert skráð(ur) inn á Home Connect-notandareikninginn, heimilistækjunum þínum hefur verið úthlutað á Home Connect-notandareikninginn þinn („pörun“) og ef heimilistækin og Home Connect-forritið hafa komið á gagnatengingu við Home Connect-þjóninn. Tilteknar gerðir heimilistækja heimila Bluetooth-merkjasendingu við pörun í því skyni að auðvelda fyrstu pörun heimilistækisins við Home Connect-forritið. Þegar pörunarferlinu er lokið, eða ef fartækið náði ekki sambandi við Home Connect-forritið eftir að opnað var fyrir sendingu á Bluetooth-merkjasendingunni, verður sjálfkrafa slökkt á Bluetooth-merkjasendingunni að 15 mínútum liðnum. Þegar pörun er lokið er hægt að opna aftur fyrir Bluetooth-merkjasendingu heimilistækisins, t.d. þegar tengja á heimilistækið við notandareikninga annarra notenda eða tengja samhæfðan aukabúnað við heimilistækið.

Ef þú aftengir heimilistækin þín frá Home Connect-þjóninum í Home Connect-forritinu geturðu aðeins notað takmarkaðar aðgerðir og þjónustu sem birtast í Home Connect-forritinu, innan þeirrar Wi-Fi-tengingar sem nær til heimilistækisins (aðeins notkun með Wi-Fi). Af öryggisástæðum mælum við ekki með því að heimilistæki sé stjórnað með því að nota aðeins Wi-Fi í lengri tíma, þar sem það kemur í veg fyrir að þú getir tekið við þeim öryggistengdu hugbúnaðaruppfærslum sem í boði eru fyrir heimilistækið þitt.

Ef þú slekkur á Wi-Fi-tengingu heimilistækisins þíns í Home Connect-forritinu getur heimilistækið þitt ekki lengur komið á tengingu við Home Connect-þjóninn. Ef slökkt er á þessari tengingu þýðir það enn fremur að ekki er hægt að nota Home Connect-forritið til að stjórna heimilistækjunum þínum.

Af öryggisástæðum krefjast sumar aðgerðanna í Home Connect ekki aðeins skipunar gegnum Home Connect-forritið heldur einnig handvirkrar staðfestingar og/eða handvirkrar virkjunar á heimilistækinu sjálfu. Home Connect-forritið upplýsir þig um allar slíkar kröfur. Hugsanlega er hægt að slökkva á þessari forstilltu handvirku staðfestingu og handvirku virkjun í notkunarstillingum tiltekinna gerða heimilistækja. Þannig er hægt að ræsa slík heimilistæki á beinan hátt utan heimanetsins. Hafið í huga að viss áhætta fylgir því að ræsa heimilistækið á fjartengdan hátt (t.d. ef þriðji aðili á heimilinu hefur gert breytingar á álagi heimilistækisins sem um ræðir). Um takmörkun ábyrgðar gildir liður 15 í þessum notkunarskilmálum.

7. Gagnamiðuð þjónusta

Svo unnt sé að veita ákveðna þjónustu í gegnum Home Connect-forritið notum við gögn sem safnað er í tengslum við Home Connect-forritið. Við getum til dæmis, að teknu tilliti til tíðni notkunar á tæki, minnt þig fyrirfram á ákveðnar viðhaldsaðgerðir sem kunna að vera nauðsynlegar en slíkt getur lengt líftíma tækisins (t.d. hreinsun eða áfylling á salti) eða nýtt gögnin til að koma í veg fyrir ákveðnar bilanir (t.d. sem hluti af fjargreiningu, við viðgerðir á staðnum eða á verkstæði). Ítarlega lýsingu á þessari þjónustu og gögnum sem notuð eru í þessu samhengi er að finna í Home Connect- forritinu sem og í persónuverndarupplýsingunum.

8. Upplýsingaboð í forriti eða með tölvupósti

Hægt er að velja hvort óskað sé eftir frekari tilkynningum á formi upplýsingaboða í forritinu eða með tölvupósti.

Þegar „kveikt“ er á upplýsingaboðum í Home Connect-forritinu getur Home Connect-forritið veitt upplýsingar um notkun á rekstrarvörum (t.d. þvottaefnum eða þvottatöflum) miðað við vistuð gögn um notanda og heimilistæki á notandareikningum og gögn sem flutt eru frá tengdum heimilistækjum, auk þess að veita upplýsingar um nýtt efni í Home Connect-forritinu og ábendingar um hvernig skal meðhöndla heimilistækin. Við getum líka haft samband við þig í gegnum Home Connect-forritið í tengslum við þjónustu sem fjallað er um í lið 7 og í tengslum við öryggisleiðbeiningar eða innkallanir.

Þegar notandi veitir samþykki fyrir markaðssetningu getum við einnig veitt notanda upplýsingar með upplýsingaboðum í forriti eða með tölvupósti, allt miðað við umfang samþykkisins, varðandi t.d. framlengingu ábyrgða, aukabúnað sem hentar fyrir heimilistækin, þjónustu til að bæta virkni heimilistækisins eða viðhald á því, tilboð á rekstrarvörum, ný forrit, afsláttarherferðir sem og upplýsingar um samstarfsaðila eða fréttir.

Smellt er á viðeigandi tengil fyrir utanaðkomandi þjónustuaðila til að festa kaup á vörum eða þjónustu sem ekki tengjast Home Connect-forritinu á beinan hátt (t.d. varðandi framlengingu ábyrgðar, aukabúnað eða rekstrarvörur fyrir heimilistækið sem um ræðir). Notandi verður framsendur á tilboðið frá þriðja aðila þar sem notandi getur keypt þjónustuna sem um ræðir.

9. Notkunarréttindi

Home Connect-forritið, sem og þjónusta og efni í Home Connect-forritinu, er varið höfundarrétti.

Á gildistíma þessa notandasamnings er þér veitt leyfi án nokkurs einkaréttar, án heimildar til að veita undirleyfi eða til framsals, en sem er afturkallanlegt, til notkunar á Home Connect-forritinu, og innifalda þjónustu og efni, í eigin þágu, og aðeins í þeim tilgangi sem kveðið er á um í þessum almennu notkunarskilmálum sem og sértækum skilmálum og í samræmi við þessa almennu og sértæku notkunarskilmálana og gildandi lög. Einkum er óheimilt að afrita, breyta, endurrita, umskrifa, bakþýða (vendismíða) eða umbreyta Home Connect-forritinu – nema það sé sérstaklega heimilað samkvæmt lögum. Veitt réttindi á stafræna efninu leyfa einungis notkun með heimilistækjum sem eru samhæfð við Home Connect. Slíkt efni er einungis samhæft við heimilistæki af slíkri gerð. Ef efnið inniheldur uppskriftir (þar með talið myndir) og þú hefur hlaðið þeim niður á heimilistækið (t.d. Cookit), gildir rétturinn til að nýta þessar uppskriftir (að meðtöldum ljósmyndum sem þeim fylgja) á þessu heimilistæki áfram þó svo notendasamningurinn gildi ekki lengur.

Til að rekstraraðilinn geti veitt Home Connect-þjónustuna veitir notandi honum óframseljanlegan rétt, án nokkurs einkaréttar en með heimild til að veita undirleyfi og sem gildir um allan heim, til að nota efnið sem hlaðið er upp (t.d. ljósmyndir frá myndavélinni á ísskápnum eða ofninum, myndskeið frá ryksuguþjarkinum, uppskriftir sem þú útbýrð ásamt ljósmyndum eða athugasemdir sem notandi gerir við uppskrift). Veiting slíkra réttinda gildir almennt séð í tiltekinn tíma samkvæmt lengd og efni skuldbindinga notandasamningsins. Veiting réttinda yfir ljósmyndum myndavélarinnar á ísskápnum eða ofninum felur einnig í sér réttinn til að nota slíkar myndir til frekari þróunar á hlutþekkjandi algrímum eftir að notandasamningurinn rennur út. Veiting réttinda yfir hvers konar uppskriftum sem hægt er að vernda (að meðtöldum ljósmyndum sem þeim fylgja) skulu gilda óháð gildistíma notendasamningsins.

10. Notkun efnis

Þegar tillögur að efni eru notaðar (t.d. uppskriftir) skal gæta þess að slíkt efni sé viðeigandi fyrir notandann sjálfan. Notið t.d. eingöngu uppskriftir og ráðlögð innihaldsefni ef slíkt stofnar ekki heilsu notandans í hættu (t.d. vegna ofnæmis). Gangið úr skugga um að öruggt sé að neyta matvæla þegar tillögur eru gerðar um fyrningardagsetningar eða ráð eru gefin um neyslu matvæla. Ef þú útbýrð þínar eigin uppskriftir á heimilistækinu (t.d. Coolkit), verða þær ekki yfirfarnar af okkur. Vinsamlegast vandaðu gerð uppskrifta til að koma í veg fyrir tjón á heilsu eða eignum. Farið einnig vandlega yfir ráðlögð kerfi (t.d. þvottakerfi eða þurrkunarkerfi) áður en heimilistækið er ræst samkvæmt slíku kerfi.

11. Framboð á aðgerðum og þjónustu

Rekstraraðilinn skal beita öllum raunhæfum ráðstöfunum til að tryggja framboð allra aðgerða og þjónustu sem í boði eru fyrir Home Connect-forritið, þar á meðal samþættingu á og tengingu við þjónustu þriðju aðila. Tæknilegir örðugleikar kunna þó að koma upp tímabundið og hindra framboð á slíku að einhverju marki. Ekki er hægt að gera neina bótakröfu á hendur rekstraraðilans ef truflun verður á framboði.

12. Þjónusta þriðju aðila

Þjónusta þriðju aðila sem samþætt er við Home Connect-forritið og þjónusta þriðju aðila sem gerir þeim kleift að fá ytri aðgang að heimilistæki gegnum eigin aðskilin forrit fjölgar möguleikunum á notkun Home Connect-forritsins. Notkun slíkrar samþættrar og/eða ytri þjónustu krefst þess að öllu jöfnu að Home Connect-notandareikningurinn þinn sé tengdur við fyrirliggjandi notandareikning sem skráður er hjá þjónustuveitanda þriðja aðila. Nettenging verður að vera fyrir hendi til að tengja Home Connect-reikning notanda við núverandi reikning hjá þriðja aðila.

Alla sértæka notkunarskilmála sem rekstraraðilinn setur fram og eiga sérstaklega við um notkun þjónustu þriðju aðila sem er ýmist samþætt við Home Connect-forritið eða í boði sem ytri þjónusta er að finna undir „Samþætt þjónusta“ og þá skilmála þarf að samþykkja sérstaklega, ef við á, áður en slík þjónusta er notuð. Aðeins sértækir skilmálar sem stjórna þjónustu þriðju aðila sem hefur verið tengd við þinn notandareikning eiga við í þessu tilviki. Hafðu í huga að auk almennra notkunarskilmála rekstraraðilans og sértækra notkunarskilmála fyrir samþætta og/eða ytri þjónustu kunna notkunarskilmálar sem þjónustuveitandi þriðja aðila setur fram einnig að gilda. Þjónustuveitandi þriðja aðila skal bera alla ábyrgð á þeim síðastnefndu.

Samþætting þjónustu þriðju aðila við Home Connect-forritið og/eða tenging við ytri þjónustu teljast viðbótareiginleikar og rekstraraðilinn skal ekki teljast ábyrgur fyrir því að slíkir eiginleikar séu aðgengilegir. Rekstraraðilinn getur, samkvæmt meginreglu, hætt að bjóða slíka þjónustu hvenær sem er og án fyrirvara. Almenna reglan er sú að rekstraraðilinn getur ekki haft eftirlit með nákvæmni og heilleika gagna sem þjónustuveitandi þriðja aðila sendir og ber því enga bótaábyrgð að því er slík gögn varðar.

13. Hugbúnaðaruppfærslur

Rekstrarhæfi og áreiðanleika aðgerða í Home Connect-forritinu í heild í tengslum við heimilistæki er aðeins hægt að tryggja ef uppfærslur sem gerðar eru aðgengilegar fyrir Home Connect-forritið eru settar upp reglulega. Hið sama á við um allar uppfærslur fyrir heimilistæki sem framleiðandi gerir tiltækar. Hugsanlega krefst uppfærsla á Home Connect-forritinu þess að uppfæra þurfi stýrikerfi fartækisins til áframhaldandi notkunar á Home Connect-forritinu. Uppfærslur á heimilistæki eru m.a. gerðar í þeim tilgangi að bæta fyrirliggjandi eiginleika, lagfæra villur eða bæta við eiginleikum eða efni. Fyrir fyrstu uppfærslu heimilistækja þarft þú eða - ef um marga notendur er að ræða - einhver notandi að staðfesta að uppfærslan hafi verið sótt og sett upp í Home Connect-forritinu. Fyrir síðari uppfærslu heimilistækja getur þú eða - ef um marga notendur er að ræða - aðalnotandi samkvæmt lið 5 valið milli mismunandi valkosta (t.d. hvort almennt eigi að sækja og setja upp slíkar uppfærslur sjálfkrafa, hvort slíkt eigi aðeins að eiga við um öryggisuppfærslur eða hvort ákveða eigi það í hverju tilviki fyrir sig). Hægt er að breyta þessari stillingu hvenær sem er í Home Connect-forritinu og - ef um marga notendur er að ræða - af hvaða notanda sem er (þetta gildir einnig fyrir aðra notendur). Undir sérstökum kringumstæðum (t.d. ef öryggi vörunnar eða gagnaöryggi krefst þess, eða ef um sérstakar gerðir tækja er að ræða) áskiljum við okkur rétt til að sækja uppfærslur beint og setja þær upp á tækið óháð þessum stillingum. Þú samþykkir slíkar sjálfvirkar uppfærslur á tækinu. Ef við höfum þurft að framkvæma slíka sjálfvirka uppfærslu látum við þig vita. Rafstraumur til tækisins og nettenging verður ekki rofin meðan verið er að setja upp uppfærslu á tækinu (óháð því hvaða tegund uppfærslu um er að ræða).

Rekstraraðilinn skal ekki vera ábyrgur fyrir neinum villum sem hafa áhrif á Home Connect-forritið eða heimilistækið, né heldur neinu tjóni sem áskapast vegna þess að þú hefur ekki, eða ekki að öllu leyti, sótt og/eða sett upp tiltækar uppfærslur á Home Connect-forritinu eða heimilistækinu. Því ættir þú ávallt að sækja og setja upp allar uppfærslur um leið og þær eru í boði. Við látum þig vita gegnum Home Connect-forritið þegar uppfærslur fyrir heimilistæki eru í boði.

14. Flutningur / framsala / notkun þriðju aðila

Ef þú flytur heimilistækið á nýjan stað í öðru landi, þ.e. ekki því landi þar sem það var fyrst tekið í notkun, ber þér skylda til að breyta stillingum fyrir land á notandareikningnum þínum til samræmis við það. Hafðu í huga að notkun á Home Connect-forritinu í öðru landi kann að vera háð öðrum notkunarskilmálum og að önnur yfirlýsing um gagnavernd kann að eiga við. Ef landið sem um ræðir kemur ekki fyrir á lista yfir studd lönd getur þú ekki haldið áfram notkun Home Connect-forritsins. Notkun á Home Connect-forritinu tengd heimilistæki, sem ekki er heimiluð í viðkomandi landi, er með öllu bönnuð. Ef vafi leikur á þessu skal hafa samband við framleiðanda heimilistækisins.

Ef fartækið þitt verður selt eða sett í hendur þriðja aðila skaltu gæta þess að skrá þig fyrst út af notandareikningnum þínum og eyða Home Connect-forritinu. Eftir það verður ekki lengur hægt að (endur)úthluta fartæki á notandareikninginn þinn eða heimilistækið. Ef heimilistækið er selt skal gæta þess að endurstilla það á grunnstillingar framleiðanda. Með því móti er tengingin milli heimilistækisins og notandareikningsins þíns rofin.

Ef þú keyptir heimilistækið notað skaltu skoða stillingar reikningsins í Home Connect-forritinu til að ganga úr skugga um að engir óþekktir notendur séu tengdir við heimilistækið. Ef vafi leikur á þessu skal endurstilla tækið á grunnstillingar framleiðanda. Nánari upplýsingar um gagnavernd eru í Yfirlýsingu um gagnavernd.

Ef þú, í bága við ákvæðin undir liðum 4 og 5 í þessum almennu notkunarskilmálum, heimilar þriðju aðilum að nota Home Connect-forritið þitt gegnum fartæki sem er með forritið uppsett ert þú ábyrg(ur) fyrir því að tryggja að Home Connect-forritið sé notað í samræmi við þessa notkunarskilmála og gildandi lög.

15. Bótaábyrgð

Rekstraraðilinn skal teljast ábyrgur gagnvart þér, án takmarkana, vegna hvers konar tjóns sem rekja má til vísvitandi hegðunar, vítaverðs gáleysis og galla sem eru faldir með sviksamlegum hætti af hálfu rekstraraðilans eða lagalegra fyrirsvarsmanna eða umboðsmanna hans. Rekstraraðilinn skal teljast bótaskyldur gagnvart þér, án takmarkana, vegna hvers konar tjóns á lífi, líkama eða heilsu sem rekja má til lítilsháttar vanrækslu af hálfu rekstraraðilans. Enn fremur skal rekstraraðilinn vera ábyrgur gagnvart þér, aðeins svo fremi sem hann hefur brotið gegn órjúfanlegri samningsbundinni skyldu, sem er skylda sem er nauðsynlegt að rækja til að hægt sé að tryggja fullar efndir samningsins og sem þú, sem samningsaðili, reiðir þig á að sé sinnt reglulega. Í slíkum tilvikum skal bótaábyrgð takmarkast við bætur fyrir fyrirsjáanlegt, dæmigert tjón. Skaðleysi rekstraraðilans að því er varðar tjón vegna galla sem lágu fyrir þegar samningurinn var gerður skal undanþegið bótaábyrgð að því leyti sem lög leyfa. Bótaskylda rekstraraðilans í samræmi við ákvæði um framboð þeirrar vöru sem um ræðir skal ekki skerðast af ofangreindum ákvæðum.

16. Breytingar á almennu og sértæku notkunarskilmálunum

Rekstraraðilinn skal hafa rétt til að gera breytingar á almennu notkunarskilmálunum og sértæku notendaskilmálunum sem fyrirtækið býður upp á við eftirfarandi aðstæður:

Rekstraraðilinn getur hugsanlega breytt eða gert frávik frá þjónustu sem veitt er með Home Connect-forritinu ef samkomulag um slíka breytingu eða frávik er sanngjarnt fyrir notandann og að teknu tilliti til hagsmuna rekstraraðilans. Breytingar eða frávik teljast vera sanngjörn ef þau breyta ekki heildareiginleika þjónustunnar og teljast vera nauðsynleg vegna kringumstæðna sem koma til eftir að notandasamningurinn er gerður (t.d. ef breytingar verða á þjónustu samstarfsaðila Home Connect eða þær lagðar niður, lagabreytingar eiga sér stað eða markaðsaðstæður breytast).

Rekstraraðilanum er heimilt að gera breytingar sem hafa ekki áhrif á þjónustu Home Connect-forritsins án þess að taka mið af sanngirniskröfu við slíkar breytingar.

Almenna reglan er að við upplýsum þig um allar væntanlegar breytingar á notkunarskilmálum, eftir því sem við á, sem kunna að hafa áhrif á samningsbundin tengsl samningsaðilanna í gegnum Home Connect-forritið og/eða með tölvupósti, eigi síðar en sex vikum áður en slíkar breytingar skulu taka gildi. Slík tilkynning mun einnig innihalda upplýsingar um rétt þinn til að hafna breytingunum og þær afleiðingar sem slík höfnun kann að hafa Ef þú kýst að hafna breyttu skilmálunum hefur rekstraraðilinn rétt á að loka notandareikningnum þínum um leið og breytingarnar taka gildi og loka á notandareikninginn.

17. Notkun á Home Connect-forritinu

Ekki má nota Home Connect forritið í óheimilum (t.d. hernaðarlegum) tilgangi. Notanda er bannað að dreifa eða vinna úr þjónustunni í viðskiptalegu skyni, efninu, gögnunum og upplýsingunum sem notandi fær í hendur við notkun á Home Connect-forritinu. Rekstraraðila er heimilt að grípa til viðeigandi ráðstafana við óviðeigandi eða óheimila notkun á Home Connect-forritinu, þ.m.t. að útiloka notendur.

18. Gildistími og uppsögn notandasamningsins

Notandasamningurinn gildir í ótiltekinn tíma. Notandi getur sagt upp notandasamningnum hvenær sem er. Rekstraraðilinn hefur rétt á að segja upp samningi sínum um notkun við þig með sex vikna fyrirvara, eða minna en það ef rekstraraðilinn ákveður að hætta rekstri sínum á Home Connect-forritinu sínu. Réttur beggja samningsaðila til að afturkalla notandasamning af ríkri ástæðu helst óskertur. Einkum skal rekstraraðilinn hafa ríkar ástæður, þá einkum að þú hafir reynst brjóta gegn lykilskuldbindingum í þessum almennu notkunarskilmálum (sjá liði 2, 5, 9 eða 17) eða sértæku notendaskilmálunum eða skráning hefur farið fram með einni innskráningarþjónustu („single-sign-on“) samanber liður 3 og undirliggjandi samningur fyrir þá einu innskráningarþjónustu hefur verið sagt upp. Skráning með Home Connect-forritninu er ekki lengur möguleg í síðastnefnda tilvikinu.

19. Réttur til að falla frá samningi

Notandi hefur fjórtán daga frest til að falla frá samningi er varðar alla gjaldskylda þjónustu sem rekstraraðilinn býður upp á í Home Connect-forritinu sem neytandi, þ.e. sem einstaklingur er stundar lögleg viðskipti í tilgangi sem ekki fellur undir atvinnustarfsemi eða sjálfstætt starfandi atvinnustarfsemi. Réttur til að falla frá samningi á einungis við um umrædda þjónustu sem rekstaraðilinn býður upp á í Home Connect-forritinu og sem er gjaldskyld. Slíkt hefur hvorki áhrif á kaupsamninginn fyrir tæki sem eru samhæfð Home Connect né nokkurn annan rétt til að falla frá samningi sem er til staðar í þessu samhengi.

Upplýsingar um réttinn til að falla frá samningi

Réttur til að falla frá samningi

Notandi hefur fjórtán daga frest til að falla frá þessum notandasamningi fyrir notkun á Home Connect-forritinu án þess að þörf sé á að tilgreina nokkra ástæðu fyrir slíkri ákvörðun.

Fresturinn til að falla frá samningi er fjórtán dagar frá því að notandasamningurinn er gerður.

Í því skyni að neyta réttar til að falla frá samningi verður notandi að senda okkur greinargóða tilkynningu (til Home Connect GmbH, Carl-Wery-Straße 34, 81739 München, Þýskalandi, frekari tengiliðaupplýsingar er að finna í útgáfuupplýsingum Home Connect-forritsins) þar um (t.d. með bréfi, símbréfi eða tölvupósti). Nota má meðfylgjandi sniðmát fyrir tilkynningu, en slíkt er þó ekki nauðsynlegt.

Fullnægjandi er að senda tilkynningu um að réttarins til að falla frá samningi sé neytt áður en fresturinn rennur út.

Afleiðingar þess að falla frá samningi

Þegar notandi fellur frá notandasamningi þessum endurgreiðum við notanda allar fjárhæðir sem við höfum móttekið frá notandanum samkvæmt notandasamningi þessum, þ.m.t. sendingargjöld (önnur en aukagjöld vegna þess að notandi valdi aðra sendingaraðferð en ódýrustu og stöðluðu sendingaraðferðina sem við bjóðum upp á), um leið og ekki síðar en fjórtán dögum frá þeim degi sem við tökum við tilkynningu um að notandinn falli frá notandasamningi þessum. Við slíka endurgreiðslu notum við sama greiðslumáta og notandi kaus að nota við upprunalegu kaupin, nema ef sérstakt samkomulag er gert við notandann, en undir engum kringumstæðum þarf notandinn að greiða fyrir slíka endurgreiðslu.

Þegar notandi hefur beðið um að þjónustan hefjist á meðan fresturinn til að falla frá samningi varir, skal notandi greiða okkur sanngjarna upphæð fyrir greiðsluskylda þjónustu sem er í réttu hlutfalli við þá gjaldskyldu þjónustu sem hefur þegar átt sér stað þegar notandi sendir okkur tilkynningu um að neyta réttarins til að falla frá notandasamningi þessum hvað varðar heildarupphæð veittrar þjónustu samkvæmt notandasamningi þessum.

Rétturinn til að falla frá samningi rennur út ef samkomulag næst um afhendingu á stafrænu efni sem er ekki á hlutbundnum gagnabera, jafnvel þó rekstraraðilinn hafi hafið starfsemi sína samkvæmt samningnum þegar notandi (i) hefur gefið ótvírætt samþykki fyrir því að rekstraraðilinn hefji starfsemi sína samkvæmt samningnum áður en fresturinn rennur út og (ii) hefur viðurkennt að hann missi rétt til að falla frá samningi með því að veita samþykki sitt við upphaf framkvæmdar samningsins.

Sniðmát fyrir tilkynningu um að falla frá samningi

(Notandi skal fylla út þetta eyðublað og senda til okkar til að falla frá notandasamningi sínum).

Til: Home Connect GmbH, Carl-Wery-Straße 34, 81739 München, Þýskalandi

  • Ég/við (*) föllum hér með frá notandasamningnum sem var gerður af mér/okkur (*) til að kaupa eftirtaldar vörur (*)/til útvegunar á eftirfarandi þjónustu (*)
  • Pantað þann (*)/móttekið þann (*)
  • Nafn/nöfn notanda/notenda
  • heimilisfang notanda/notenda
  • Undirskrift/undirskriftir notanda/notenda (á aðeins við um pappírssamskipti)
  • Dagsetning

_________

(*)Takið út það sem á ekki við.

Hvað þjónustu samstarfsaðila varðar verður að fylgja leiðbeiningum hvers samstarfsaðila fyrir sig um hvernig skal fallið frá samningi.

20. Vettvangur rafrænnar úrlausnar ágreiningsmála, þátttaka í málsmeðferð um úrlausn ágreiningsmála

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heldur úti vettvangi fyrir rafræna úrlausn ágreiningsmála (OS). Umræddan vettvang er að finna á http://ec.europa.eu/consumers/odr/

Okkur ber ekki skylda til að taka þátt í málsmeðferð til úrlausnar ágreiningsmála fyrir gerðardómi neytendamála og við kjósum að taka ekki þátt í slíkri málsmeðferð af frjálsum vilja. Ykkur er frjálst hafa samband við okkur til að bera fram kvartanir, spurningar eða athugasemdir með því að nota tengiliðaupplýsingarnar sem koma fram í útgáfuupplýsingum Home Connect-forritsins.

21. Gildandi lög / dómstóll lögsagnarumdæmis / ákvæði um sjálfstæði einstakra ákvæða

Ófrávíkjanleg lagaákvæði sem gilda á því svæði þar sem þú ert búsett(ur) skulu gilda. Að öðrum kosti skulu lög Sambandslýðveldisins Þýskalands gilda. Ákvæði í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samninga um sölu á vörum milli ríkja skulu ekki gilda í neinum tilvikum. Lögsagnarumdæmi fyrir hvers konar ágreining sem kann að rísa um eða vegna þessara almennu og hverskonar sértækra notkunarskilmála skal vera í München, Þýskalandi. Áskilin lögsagnarumdæmi samkvæmt lögum skulu ekki breytast vegna þessa.

Í tilvikum þar sem eitthvert ákvæði þessara almennu og hverskonar sértækra notkunarskilmála er eða verður ógilt skal slíkt ekki hafa áhrif á gildi annarra ákvæða samningsins.

Útgáfudagur: Október 2020

B. Notkunarskilmálar sem gilda frá 01.04.2023

Almennir notkunarskilmálar fyrir Home Connect-forritið

1. Grundvöllur samningsins

Fyrirtækið Home Connect GmbH, Carl-Wery-Strasse 34, 81739 München, Þýskalandi lætur þér hér með í té Home Connect-forritið án endurgjalds, til uppsetningar og notkunar á fartæki/-tækjum í þinni eigu. Frekari upplýsingar um rekstraraðilann er að finna í útgáfuupplýsingum Home Connect-forritisins.

Þessir almennu notkunarskilmálar („almennir notkunarskilmálar“) skulu gilda á milli þín, sem notanda Home Connect-forritsins, og fyrirtækisins Home Connect GmbH, sem rekstraraðila téðs forrits. Rekstraraðilinn verður eini viðsemjandi notanda. Þegar þú hefur lokið skráningu skulu þessir almennu skilmálar teljast bindandi samningsgrundvöllur fyrir notkun á Home Connect-forritinu. Þú getur kynnt þér og vistað þessa almennu notkunarskilmála í Home Connect-forritinu undir „Stillingar“. Valin tungumálaútgáfa fyrir landið í skráningarferlinu gildir. Rekstraraðilinn býður hugsanlega upp á fleiri tungumál í löndum þar sem nokkrar þjóðtungur eru viðurkenndar.

2. Notkunarskilyrði

Til að gera þér kleift að nota þann hluta Home Connect-forritsins sem krefst skráningar þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • þú ert einkanotandi og a.m.k. 18 ára að aldri,
  • þú hefur sett upp notandareikning sem hluta af skráningarferlinu (í ákveðnum löndum, þetta krefst þess að búið sé til SingleKey ID, sjá kafla 3),
  • þú notar heimilistækið þitt („heimilistækið“) í landi þar sem rekstraraðilinn býður upp á Home Connect-forritið (hægt er að sækja lista yfir lönd þar sem slíkt er í boði í Home Connect-forritinu).

Til að hægt sé að nota Home Connect-forritið þarf að setja það upp á nettengjanlegt fartæki sem keyrir stutt stýrikerfi (sjá lista yfir studd fartæki á http://www.home-connect.com). Fartækið og heimilistækið þurfa að vera í þinni eigu og tengd við Wi-Fi gegnum viðeigandi internetbeini. Fartækið þitt þarf að nota aðra gagnatengingu þegar farið er út fyrir Wi-Fi-drægi heimilistækisins. Við notkun utan nets er hægt að nota tækið sem „ótengt heimilistæki“. Ef slökkt er á Wi-Fi-tengingu heimilistækisins eða ef heimilistækið er utan sviðs Wi-Fi-tengingarinnar er ekki hægt að stjórna heimilistækinu gegnum Home Connect-forritið. Þú ert ábyrg(ur) fyrir hverjum þeim kostnaði sem kann að áskapast vegna gagnatengingar (sem og fyrir því að sækja uppfærslur á Home Connect-forritinu, efni eða fastbúnaði heimilistækisins, og senda myndir). Rekstraraðilinn skal ekki teljast ábyrgur fyrir aðgengileika og/eða gæðum gagnatengingarinnar.

Home Connect appið er aðeins samhæft við heimilistæki með Home Connect. Það virkar ekki með öðrum tækjum (t.d. öðrum snjalltækjum eða heimilistækjum sem eru ekki bjóða upp á virkjun Home Connect).

Með því að hlaða niður Home Connect-forritinu staðfestir notandi að hann sé ekki með fasta búsetu í nokkru ríki sem fellur undir bandarísk lög um viðskiptabönn, ríki sem Bandaríkjastjórn flokkar sem ríki sem styður við hryðjuverk, né sé sjálfur á lista Bandaríkjastjórnar yfir bannaða eða takmarkaða aðila.

3. Skráningarferlið

Notkunin á Home Connect-forritinu utan opins svæðis krefst þess annaðhvort að stofnaður sé Home Connect-forrits notandareikningur (skráning) eða fyrir hendi sé miðlægur BSH notendareikningur. Notendareikningarnir eru sérsniðnir og óframseljanlegir. Til að stofna Home Connect-forrits notendareikning þarf að öllu jöfnu að gefa upp, að lágmarki, fornafn og eftirnafn, staðsetningu heimilistækisins (land), netfangið þitt (notandakenni) og persónulegt aðgangsorð. Í sumum löndum þarf að gefa upp annars konar upplýsingar.

Skráningargögnin sem voru slegin inn birtast aftur áður en skráningarferlinu lýkur. Þar getur þú leiðrétt hugsanlegar innsláttarvillur. Þegar skráningu í Home Connect-forritið er lokið færð þú staðfestingu í tölvupósti (eða staðfestingu með smáskilaboðum, en slíkt fer eftir landinu sem um ræðir) og notandareikningurinn þinn verður virkjaður. Þessi tölvupóstur (eða smáskilaboð) inniheldur tengil sem verður að fylgja til að staðfesta skráningu. Notandasamningurinn er samþykktur um leið og notandareikningurinn er virkjaður.

Ef skráning með einni innskráningarþjónustu („single-sign-on“) (núna „SingleKey ID“) eins þeirra fyrirtækja sem tengjast rekstraraðila er þegar boðin í þínu landi þarftu fyrst að búa til slíkt Bosch-auðkenni til að stofna notandareikning fyrir Home Connect appið. Ábyrgð á að veita þessa þjónustu við innskráningu er á höndum Bosch.IO GmbH, Ullsteinstrasse 128, 12109 Berlín, Þýskalandi („BIO“). Sérstakir notkunarskilmálar BIO eiga við um þessa þjónustu ef stuðst er við slíka eina innskráningu. Þú getur aðeins byrjað skráningarferlið fyrir Home Connect-forritiðmeð slíku SingleKey ID. Á hinn bóginn er skráningarferlið eins og lýst er hér að ofan eftir að þú hefur búið til slíkt Bosch-auðkenni.

Ef þú hefur búið til notendareikning fyrir Home Connect-forritið geturðu líka notað hann í framtíðinni, ef það stendur til boða, sem miðlægan notendareikning til að skrá þig inn á aðra þjónustu sem fyrirtæki tengd rekstraraðilanum bjóða upp á. Veitandi þjónustu mun upplýsa þig um þetta sérstaklega þegar þú skráir þig fyrir slíkri þjónustu.

Ef þú vilt deila þínum eigin uppskriftum sem Cookit notandi verður þú að búa til sérstakan matreiðsluprófíl. Fyrir þetta geturðu valið þitt eigið nafn og avatar, sem mun síðan birtast með sameiginlegu uppskriftinni þinni.

4. Innskráning á notandareikninginn þinn

Þú ættir að halda aðgangsorðinu leyndu og aldrei gefa það upp til þriðja aðila. Ef þú glatar aðgangsorðinu eða þig grunar að þriðji aðili hafi komist á snoðir um það ber þér skylda til að tilkynna rekstraraðilanum það tafarlaust með því að nota samskiptaupplýsingarnar í Home Connect-forritinu, sem og að breyta aðgangsorðinu. Notaðu aðgerðina „Breyta aðgangsorði“ og/eða aðgerðina „Gleymdirðu aðgangsorðinu?“ í Home Connect-forritinu til að breyta aðgangsorðinu eða búa til nýtt.

Flestar aðgerðir og þjónustu sem í boði eru gegnum Home Connect-forritið er aðeins hægt að nota þegar notandi er skráður inn á notandareikninginn. Þegar notandi skráir sig inn á notandareikninginn helst notandi innskráður þar til hann skráir sig út. Undantekning frá þessu er þegar notandi er aðgerðarlaus í Home Connect-forritinu í 90 daga eftir innskráningu. Í slíkum tilfellum, og af öryggisástæðum, verður þú sjálfkrafa skráð(ur) út af notandareikningnum þínum. Hægt er að skrá sig inn aftur. Hafðu í huga að þrátt fyrir að þetta hafi þægindi í för með sér getur það að skrá sig ekki út úr Home Connect-forritinu eftir notkun aukið hættu á að þriðju aðilar fái aðgang að fartækinu þínum gegnum Home Connect-forritið án heimildar. Þú berð bótaábyrgð gagnvart rekstraraðilanum að því er varðar hvers konar misnotkun þriðja aðila. Ef farið er út úr Home Connect-forritinu eða því lokað hefur það engin áhrif á innskráningarstöðu notandareikningsins þíns.

Án innskráningar inn á notandareikninginn er einungis hægt að nota takmarkaðar aðgerðir og efni sem er í boði á opnu svæði í Home Connect-forritinu.

5. Home Connect-forritið notað af mörgum notendum

Í samræmi við það gildissvið sem tilgreint er undir lið 9 geta margir notendur notað Home Connect-forritið samtímis, en hver notandi þarf að hafa sinn eigin notandareikning. Ef margir notendur bæta sama heimilistæki við sína notandareikninga (t.d. fjölskyldumeðlimir eða samleigjendur) skal sá notandi sem fyrstur bætti heimilistækinu við sinn notandareikning („aðalnotandi“) hafa rétt á að fjarlægja heimilistækið af notandareikningum þeirra notenda sem bættu því við síðar. Aðalnotandi getur framselt réttindi sín sem aðalnotandi til annars notanda. Allir notendur tiltekins heimilistækis geta skoðað stöðu þess tækis í Home Connect-forritinu og gefið út stjórnskipanir ef þess gerist þörf.

Notkun á þjónustu þriðju aðila (sjá nánar í lið 7) skal að öllu jöfnu aðeins hafa áhrif á þann notanda sem velur að virkja slíka þjónustu („notandi þjónustu þriðju aðila“). Gögn sem send eru til þjónustuveitu þriðja aðila kunna að innihalda gögn sem varða notkunarmynstur annarra notenda heimilistækis/-tækja. Notanda þjónustu þriðju aðila ber að upplýsa aðra notendur heimilistækis/-tækja um tilgang og umfang gagnaöflunarinnar og um frekari vinnslu og notkun gagna af hálfu þjónustuveitu þriðju aðila áður en slík þjónusta er virkjuð. Enn fremur ber slíkum notanda að afla samþykkis allra notenda að því er varðar slíka meðhöndlun gagna.

6. Aðgerðir og þjónusta sem í boði eru gegnum Home Connect-forritið

Home Connect-forritinu er ætlað að stjórna stærri og minni tækjum til heimilisnota („heimilistækjum“) sem eru samhæf við Home Connect og að veita aðra þjónustu (t.d. ábendingar um notkun tiltekinna kerfa heimilistækjanna, tillögur að uppskriftum eða tillögur um leiðir til að auka orkunýtingu) í tengslum við heimilistækin þín.

Aðgerðir og þjónusta sem í boði eru gegnum Home Connect-forritið geta verið mismunandi eftir gerð heimilistækisins og því landi þar sem þú notar tækið. Kynntu þér Home Connect-forritið vandlega til að sjá hvaða tilteknar aðgerðir eru í boði fyrir þig. Ef viðbótaraðgerðir eru til staðar fyrir ákveðna flokka heimilistækja kunna sérstakir notkunarskilmálar og persónuverndarupplýsingar átt við að auki. Í slíkum tilvikum munum við gera þær aðgengilegar þér áður en þú virkjar viðkomandi aðgerðir. Samþykkja verður slíka viðbótar notkunarskilmálana sérstaklega og verða þeir hluti af þessum samningi. Slíkir sérstakir notkunarskilmálar sem koma til viðbótar sem og viðbótarupplýsingar um persónuvernd eru aðgengilegir undir „Stillingar“ í Home Connect-forritinu.

Notandakennið þitt, upplýsingarnar á heimilistækinu þínu og stjórnhnapparnir þínir eru sendir til netþjóns („Home Connect-þjónn“) gegnum gagnatengingu. Þjónninn sendir út stjórnhnappana þína. Nánari upplýsingar um meðhöndlun og úrvinnslu gagna eru í Upplýsingum um persónuvernd.

Þú getur aðeins notað Home Connect-forritið til fullnustu ef þú ert skráð(ur) inn á Home Connect-notandareikninginn, heimilistækjunum þínum hefur verið úthlutað á Home Connect-notandareikninginn þinn („pörun“) og ef heimilistækin og Home Connect-forritið hafa komið á gagnatengingu við Home Connect-þjóninn. Tilteknar gerðir heimilistækja heimila Bluetooth-merkjasendingu við pörun í því skyni að auðvelda fyrstu pörun heimilistækisins við Home Connect-forritið. Þegar pörunarferlinu er lokið, eða ef fartækið náði ekki sambandi við Home Connect-forritið eftir að opnað var fyrir sendingu á Bluetooth-merkjasendingunni, verður sjálfkrafa slökkt á Bluetooth-merkjasendingunni að 15 mínútum liðnum. Þegar pörun er lokið er hægt að opna aftur fyrir Bluetooth-merkjasendingu heimilistækisins, t.d. þegar tengja á heimilistækið við notandareikninga annarra notenda eða tengja samhæfðan aukabúnað við heimilistækið.

Ef þú aftengir heimilistækin þín frá Home Connect-þjóninum í Home Connect-forritinu geturðu aðeins notað takmarkaðar aðgerðir og þjónustu sem birtast í Home Connect-forritinu, innan þeirrar Wi-Fi-tengingar sem nær til heimilistækisins (aðeins notkun með Wi-Fi). Af öryggisástæðum mælum við ekki með því að heimilistæki sé stjórnað með því að nota aðeins Wi-Fi í lengri tíma, þar sem það kemur í veg fyrir að þú getir tekið við þeim öryggistengdu hugbúnaðaruppfærslum sem í boði eru fyrir heimilistækið þitt.

Ef þú slekkur á Wi-Fi-tengingu heimilistækisins þíns í Home Connect-forritinu getur heimilistækið þitt ekki lengur komið á tengingu við Home Connect-þjóninn. Ef slökkt er á þessari tengingu þýðir það enn fremur að ekki er hægt að nota Home Connect-forritið til að stjórna heimilistækjunum þínum.

Af öryggisástæðum krefjast sumar aðgerðanna í Home Connect ekki aðeins skipunar gegnum Home Connect-forritið heldur einnig handvirkrar staðfestingar og/eða handvirkrar virkjunar á heimilistækinu sjálfu. Home Connect-forritið upplýsir þig um allar slíkar kröfur. Hugsanlega er hægt að slökkva á þessari forstilltu handvirku staðfestingu og handvirku virkjun í notkunarstillingum tiltekinna gerða heimilistækja. Þannig er hægt að ræsa slík heimilistæki á beinan hátt utan heimanetsins. Hafið í huga að viss áhætta fylgir því að ræsa heimilistækið á fjartengdan hátt (t.d. ef þriðji aðili á heimilinu hefur gert breytingar á álagi heimilistækisins sem um ræðir). Um takmörkun ábyrgðar gildir liður 15 í þessum notkunarskilmálum.

7. Gagnamiðuð þjónusta

Svo unnt sé að veita ákveðna þjónustu í gegnum Home Connect-forritið notum við gögn sem safnað er í tengslum við Home Connect-forritið. Við getum til dæmis, að teknu tilliti til tíðni notkunar á tæki, minnt þig fyrirfram á ákveðnar viðhaldsaðgerðir sem kunna að vera nauðsynlegar en slíkt getur lengt líftíma tækisins (t.d. hreinsun eða áfylling á salti); eða nýtt gögnin til að koma í veg fyrir meiriháttar bilun í heimilistækinu þínu sem hægt er að forðast með því að gera viðeigandi varúðarráðstafanir (t.d. ef titringur í tækinu gefur til kynna ójafnvægi sem getur skemmt tækið) eða notaðu gögnin í viðbragðsstöðu til að útrýma ákveðnum bilunum (t.d. sem hluti af fjargreiningu, við viðgerðir á staðnum eða á viðgerðarstöðinni). Ítarlega lýsingu á þessari þjónustu og gögnum sem notuð eru í þessu samhengi er að finna í Home Connect- forritinu sem og í persónuverndarupplýsingunum.

8. Upplýsingaboð í forriti eða með tölvupósti

Hægt er að velja hvort óskað sé eftir frekari tilkynningum á formi upplýsingaboða í forritinu eða með tölvupósti.

Þegar „kveikt“ er á upplýsingaboðum í Home Connect-forritinu getur Home Connect-forritið veitt upplýsingar um notkun á rekstrarvörum (t.d. þvottaefnum eða þvottatöflum) miðað við vistuð gögn um notanda og heimilistæki á notandareikningum og gögn sem flutt eru frá tengdum heimilistækjum, auk þess að veita upplýsingar um nýtt efni í Home Connect-forritinu og ábendingar um hvernig skal meðhöndla heimilistækin, sem og útvegun á uppfærslum fyrir tækið þitt. Við getum líka haft samband við þig í gegnum Home Connect-forritið í tengslum við þjónustu sem fjallað er um í lið 7 og í tengslum við öryggisleiðbeiningar eða innkallanir.

Þegar notandi veitir samþykki fyrir markaðssetningu getum við einnig veitt notanda upplýsingar með upplýsingaboðum í forriti eða með tölvupósti, allt miðað við umfang samþykkisins, varðandi t.d. framlengingu ábyrgða, aukabúnað sem hentar fyrir heimilistækin, þjónustu til að bæta virkni heimilistækisins eða viðhald á því, tilboð á rekstrarvörum, ný forrit, afsláttarherferðir sem og upplýsingar um samstarfsaðila eða fréttir.

Smellt er á viðeigandi tengil fyrir utanaðkomandi þjónustuaðila til að festa kaup á vörum eða þjónustu sem ekki tengjast Home Connect-forritinu á beinan hátt (t.d. varðandi framlengingu ábyrgðar, aukabúnað eða rekstrarvörur fyrir heimilistækið sem um ræðir). Notandi verður framsendur á tilboðið frá þriðja aðila þar sem notandi getur keypt þjónustuna sem um ræðir.

9. Notkunarréttindi

Home Connect-forritið, sem og þjónusta og efni í Home Connect-forritinu, er varið höfundarrétti.

Á gildistíma þessa notandasamnings er þér veitt leyfi án nokkurs einkaréttar, án heimildar til að veita undirleyfi eða til framsals, en sem er afturkallanlegt, til notkunar á Home Connect-forritinu, og innifalda þjónustu og efni, í eigin þágu, og aðeins í þeim tilgangi sem kveðið er á um í þessum almennu notkunarskilmálum sem og sértækum skilmálum og í samræmi við þessa almennu og sértæku notkunarskilmálana og gildandi lög. Einkum er óheimilt að afrita, breyta, endurrita, umskrifa, bakþýða (vendismíða) eða umbreyta Home Connect-forritinu – nema það sé sérstaklega heimilað samkvæmt lögum. Veitt réttindi á stafræna efninu leyfa einungis notkun með heimilistækjum sem eru samhæfð við Home Connect. Slíkt efni er einungis samhæft við heimilistæki af slíkri gerð. Ef efnið inniheldur uppskriftir (þar með talið myndir) og þú hefur hlaðið þeim niður á heimilistækið (t.d. Cookit), gildir rétturinn til að nýta þessar uppskriftir (að meðtöldum ljósmyndum sem þeim fylgja) á þessu heimilistæki áfram þó svo notendasamningurinn gildi ekki lengur.

Til að rekstraraðilinn geti veitt Home Connect-þjónustuna veitir notandi honum óframseljanlegan rétt, án nokkurs einkaréttar en með heimild til að veita undirleyfi og sem gildir um allan heim, til að nota efnið sem hlaðið er upp (t.d. ljósmyndir frá myndavélinni á ísskápnum eða ofninum, myndskeið frá ryksuguþjarkinum, uppskriftir sem þú útbýrð ásamt ljósmyndum eða athugasemdir sem notandi gerir við uppskrift). Veiting slíkra réttinda gildir almennt séð í tiltekinn tíma samkvæmt lengd og efni skuldbindinga notandasamningsins. Veiting réttinda yfir ljósmyndum myndavélarinnar á ísskápnum eða ofninum felur einnig í sér réttinn til að nota slíkar myndir til frekari þróunar á hlutþekkjandi algrímum eftir að notandasamningurinn rennur út. Veiting réttinda yfir hvers konar uppskriftum sem hægt er að vernda (að meðtöldum ljósmyndum sem þeim fylgja) skulu gilda óháð gildistíma notendasamningsins.

Jafnvel þó að persónuupplýsingar þínar séu öruggar hjá okkur og við tryggjum reglulega að myndir séu nafnlausar áður en þær eru notaðar í þjálfunarskyni (sjá persónuverndarupplýsingar Home Connect forritsins), ættir þú ekki að gefa upp neinar persónulegar upplýsingar um sjálfan þig á hlaðið efni. (t.d. nöfn eða myndir af einstaklingi).

Að auki máttu ekki brjóta á réttindum þriðja aðila þegar þú notar Home Connect forritið. Þú berð ábyrgð á öllu efni sem þú hleður upp í Home Connect forritið (gildir sérstaklega um uppskriftamyndir). Ef þú hleður upp myndum sem sýna manneskju þarftu að fá samþykki slíkra aðila áður en mynd hans/hennar er birt í Home Connect forritinu. Rekstraraðili fer ekki yfir hlaðið efni og samþykkir ekki þetta efni sem sitt eigið efni. Í þessu tilliti verður þú að tryggja að efnið sem þú hleður upp brjóti ekki í bága við nein lagaleg bönn eða réttindi þriðja aðila (á sérstaklega við um nafn, persónuleika, höfundarrétt, gagnavernd og vörumerkjaréttindi). Að auki samþykkir þú að hlaða ekki upp neinu efni í Home Connect forritið sem (i) er klámfengið, upphefur ofbeldi, ýtir undir hatur meðal almennings, er skaðlegt fyrir ólögráða börn eða á annan hátt gagnrýnisvert; (ii) tengist pólitískri starfsemi og efni sem sýnir pólitísk tákn; (iii) móðgar, ærumeiðir, áreitir, hótar eða skaðar á einn eða annan hátt aðra notendur eða aðra einstaklinga, eða sýna árásargjarna eða ögrandi framkomu gagnvart þeim; (iv) er á einn eða annan hátt ólöglegt, ósæmilegt, ruddalegt, dónalegt, inngripið í friðhelgi einkalífs annars, ærumeiðandi eða inniheldur ósannar staðreyndir eða ærumeiðandi staðhæfingar; (v) inniheldur hugbúnaðarvírusa eða svipaðan skaðlegan kóða eða er líklegur til að innihalda hugbúnaðarvírusa eða svipaðan skaðlegan kóða vegna eðlis hans eða eiginleika, eða vegna stærðar eða dreifingar (t.d. ruslpósts) eru líkleg til að takmarka eða stofna tilvist eða starfsemi Home Connect app (eða hlutar þess) í hættu; (vi) er beitt í þeim tilgangi að hylja uppruna þeirra; (vii) innihalda auglýsingar fyrir kaup eða sölu á vörum eða notkun eða veitingu þjónustu eða viðskiptavefsíður/blogg/o.s.frv.; eða (viii) innihalda tengla eða aðrar tengingar við efni sem er óheimilt samkvæmt áðurnefndum forsendum og/eða hvetja til brota á fyrrgreindum bönnum.

Ef þú hefur einhverjar kvartanir varðandi efni sem aðrir notendur hafa hlaðið upp, vinsamlegast hafðu samband við okkur undir tengiliðaupplýsingunum sem gefnar eru upp á áletruninni á Home Connect forritinu. Rekstraraðili áskilur sér rétt til að eyða hlöðnu efni, sérstaklega ef það brýtur í bága við ákvæði þessara almennu notkunarskilmála eða lög. Ef rekstraraðili verður fyrir tjóni vegna slíks efnis sem þú hefur hlaðið upp, samþykkir þú að greiða rekstraraðila skaðabætur vegna tjóns sem af því hlýst.

10. Notkun efnis

Þegar tillögur að efni eru notaðar (t.d. uppskriftir) skal gæta þess að slíkt efni sé viðeigandi fyrir notandann sjálfan. Notið t.d. eingöngu uppskriftir og ráðlögð innihaldsefni ef slíkt stofnar ekki heilsu notandans í hættu (t.d. vegna ofnæmis). Gangið úr skugga um að öruggt sé að neyta matvæla þegar tillögur eru gerðar um fyrningardagsetningar eða ráð eru gefin um neyslu matvæla. Ef þú útbýrð þínar eigin uppskriftir á heimilistækinu (t.d. Coolkit), verða þær ekki yfirfarnar af okkur. Vinsamlegast vandaðu gerð uppskrifta til að koma í veg fyrir tjón á heilsu eða eignum. Farið einnig vandlega yfir ráðlögð kerfi (t.d. þvotta- eða þurrkunarkerfi) og ráðlögð gildi (t.d. vatnshörku eða ráðleggingar um skammta) áður en heimilistækið er ræst.

11. Framboð á aðgerðum og þjónustu

Rekstraraðilinn skal beita öllum raunhæfum ráðstöfunum til að tryggja framboð allra aðgerða og þjónustu sem í boði eru fyrir Home Connect-forritið, þar á meðal samþættingu á og tengingu við þjónustu þriðju aðila. Tæknilegir örðugleikar kunna þó að koma upp tímabundið og hindra framboð á slíku að einhverju marki. Ekki er hægt að gera neina bótakröfu á hendur rekstraraðilans ef truflun verður á framboði.

12. Þjónusta þriðja aðila og viðbótarforrit fyrir tækið þitt

Þjónusta þriðju aðila sem samþætt er við Home Connect-forritið og þjónusta þriðju aðila sem gerir þeim kleift að fá ytri aðgang að heimilistæki gegnum eigin aðskilin forrit fjölgar möguleikunum á notkun Home Connect-forritsins. Notkun slíkrar samþættrar og/eða ytri þjónustu krefst þess að öllu jöfnu að Home Connect-notandareikningurinn þinn sé tengdur við fyrirliggjandi notandareikning sem skráður er hjá þjónustuveitanda þriðja aðila. Nettenging verður að vera fyrir hendi til að tengja Home Connect-reikning notanda við núverandi reikning hjá þriðja aðila.

Alla sértæka notkunarskilmála sem rekstraraðilinn setur fram og eiga sérstaklega við um notkun þjónustu þriðju aðila sem er ýmist samþætt við Home Connect-forritið eða í boði sem ytri þjónusta er að finna undir „Samþætt þjónusta“ og þá skilmála þarf að samþykkja sérstaklega, ef við á, áður en slík þjónusta er notuð. Aðeins sértækir skilmálar sem stjórna þjónustu þriðju aðila sem hefur verið tengd við þinn notandareikning eiga við í þessu tilviki. Hafðu í huga að auk almennra notkunarskilmála rekstraraðilans og sértækra notkunarskilmála fyrir samþætta og/eða ytri þjónustu kunna notkunarskilmálar sem þjónustuveitandi þriðja aðila setur fram einnig að gilda. Þjónustuveitandi þriðja aðila skal bera alla ábyrgð á þeim síðastnefndu.

Samþætting þjónustu þriðju aðila við Home Connect-forritið og/eða tenging við ytri þjónustu teljast viðbótareiginleikar og rekstraraðilinn skal ekki teljast ábyrgur fyrir því að slíkir eiginleikar séu aðgengilegir. Rekstraraðilinn getur, samkvæmt meginreglu, hætt að bjóða slíka þjónustu hvenær sem er og án fyrirvara. Almenna reglan er sú að rekstraraðilinn getur ekki haft eftirlit með nákvæmni og heilleika gagna sem þjónustuveitandi þriðja aðila sendir og ber því enga bótaábyrgð að því er slík gögn varðar.

Ef þú hefur keypt viðbótarforrit fyrir heimilistækið þitt sem voru afhent í gegnum Home Connect forritið eru þessi viðbótarforrit tengd heimilistækinu en ekki við notendareikninginn.

13. Hugbúnaðaruppfærslur

Rekstrarhæfi og áreiðanleika aðgerða í Home Connect-forritinu í heild í tengslum við heimilistæki er aðeins hægt að tryggja ef uppfærslur sem gerðar eru aðgengilegar fyrir Home Connect-forritið eru settar upp reglulega. Hið sama á við um allar uppfærslur fyrir heimilistæki sem framleiðandi gerir tiltækar. Hugsanlega krefst uppfærsla á Home Connect-forritinu þess að uppfæra þurfi stýrikerfi fartækisins til áframhaldandi notkunar á Home Connect-forritinu. Uppfærslur á heimilistæki eru m.a. gerðar í þeim tilgangi að bæta fyrirliggjandi eiginleika, lagfæra villur eða bæta við eiginleikum eða efni. Fyrir fyrstu uppfærslu heimilistækja þarft þú eða - ef um marga notendur er að ræða - einhver notandi að staðfesta að uppfærslan hafi verið sótt og sett upp í Home Connect-forritinu. Fyrir síðari uppfærslu heimilistækja getur þú eða - ef um marga notendur er að ræða - aðalnotandi samkvæmt lið 5 valið milli mismunandi valkosta (t.d. hvort almennt eigi að sækja og setja upp slíkar uppfærslur sjálfkrafa, hvort slíkt eigi aðeins að eiga við um öryggisuppfærslur eða hvort ákveða eigi það í hverju tilviki fyrir sig). Hægt er að breyta þessari stillingu hvenær sem er í Home Connect-forritinu og - ef um marga notendur er að ræða - af hvaða notanda sem er (þetta gildir einnig fyrir aðra notendur). Jafnvel ef þú velur að hafa uppfærslurnar almennt hlaðnar niður og settar upp sjálfkrafa, munum við láta þig vita – ef þú hefur virkjað sprettitilkynningar – um uppsetningu þeirra og uppsetningu í gegnum Home Connect forritið. Undir sérstökum kringumstæðum (t.d. ef öryggi vörunnar eða gagnaöryggi krefst þess, eða ef um sérstakar gerðir tækja er að ræða) áskiljum við okkur rétt til að sækja uppfærslur beint og setja þær upp á tækið óháð þessum stillingum. Slík sjálfvirk uppfærsla á tækinu í undantekningartilvikum er hér með samþykkt. Ef við höfum þurft að framkvæma slíka sjálfvirka uppfærslu látum við þig vita. Rafstraumur til tækisins og nettenging verður ekki rofin meðan verið er að setja upp uppfærslu á tækinu (óháð því hvaða tegund uppfærslu um er að ræða).

Rekstraraðilinn skal ekki vera ábyrgur fyrir neinum villum sem hafa áhrif á Home Connect-forritið eða heimilistækið, né heldur neinu tjóni sem áskapast vegna þess að þú hefur ekki, eða ekki að öllu leyti, sótt og/eða sett upp tiltækar uppfærslur á Home Connect-forritinu eða heimilistækinu að því marki sem rekstraraðilinn hefur upplýst þig um að uppfærslan sé tiltæk og afleiðingar þess að þú hafir ekki sett hana upp og að þú hafir ekki sett upp eða ranga uppsetningu uppfærslunnar af þér stafaði ekki af annmörkum í uppsetningarleiðbeiningunum til þín. Því ættir þú ávallt að sækja og setja upp allar uppfærslur um leið og þær eru í boði.

14. Flutningur / framsala / notkun þriðju aðila

Ef þú flytur heimilistækið á nýjan stað í öðru landi, þ.e. ekki því landi þar sem það var fyrst tekið í notkun, ber þér skylda til að breyta stillingum fyrir land á notandareikningnum þínum til samræmis við það. Hafðu í huga að notkun á Home Connect-forritinu í öðru landi kann að vera háð öðrum notkunarskilmálum og að önnur yfirlýsing um gagnavernd kann að eiga við. Ef landið sem um ræðir kemur ekki fyrir á lista yfir studd lönd getur þú ekki haldið áfram notkun Home Connect-forritsins. Notkun á Home Connect-forritinu tengd heimilistæki, sem ekki er heimiluð í viðkomandi landi, er með öllu bönnuð. Ef vafi leikur á þessu skal hafa samband við framleiðanda heimilistækisins.

Ef fartækið þitt verður selt eða sett í hendur þriðja aðila skaltu gæta þess að skrá þig fyrst út af notandareikningnum þínum og eyða Home Connect-forritinu. Eftir það verður ekki lengur hægt að (endur)úthluta fartæki á notandareikninginn þinn eða heimilistækið. Ef heimilistækið er selt skal gæta þess að endurstilla það á grunnstillingar framleiðanda. Með því móti er tengingin milli heimilistækisins og notandareikningsins þíns rofin. Ef þú hefur keypt viðbótarforrit fyrir heimilistækið þitt eru þau tengd við tækið. Ef kaupandi tækisins vill nota þau, vinsamlegast biðjið hann um að hafa samband við rekstraraðilann. Notkun þessara aukaforrita krefst þess að kaupandi skrái sig einnig hjá Home Connect og tengir tækið við notandareikning sinn.

Ef þú keyptir heimilistækið notað skaltu skoða stillingar reikningsins í Home Connect-forritinu til að ganga úr skugga um að engir óþekktir notendur séu tengdir við heimilistækið. Ef vafi leikur á þessu skal endurstilla tækið á grunnstillingar framleiðanda. Nánari upplýsingar um gagnavernd eru í Yfirlýsingu um gagnavernd.

Ef þú, í bága við ákvæðin undir liðum 4 og 5 í þessum almennu notkunarskilmálum, heimilar þriðju aðilum að nota Home Connect-forritið þitt gegnum fartæki sem er með forritið uppsett ert þú ábyrg(ur) fyrir því að tryggja að Home Connect-forritið sé notað í samræmi við þessa notkunarskilmála og gildandi lög.

15. Bótaábyrgð

Rekstraraðilinn skal teljast ábyrgur gagnvart þér, án takmarkana, vegna hvers konar tjóns sem rekja má til vísvitandi hegðunar, vítaverðs gáleysis og galla sem eru faldir með sviksamlegum hætti af hálfu rekstraraðilans eða lagalegra fyrirsvarsmanna eða umboðsmanna hans. Rekstraraðilinn skal teljast bótaskyldur gagnvart þér, án takmarkana, vegna hvers konar tjóns á lífi, líkama eða heilsu sem rekja má til lítilsháttar vanrækslu af hálfu rekstraraðilans. Enn fremur skal rekstraraðilinn vera ábyrgur gagnvart þér, aðeins svo fremi sem hann hefur brotið gegn órjúfanlegri samningsbundinni skyldu, sem er skylda sem er nauðsynlegt að rækja til að hægt sé að tryggja fullar efndir samningsins og sem þú, sem samningsaðili, reiðir þig á að sé sinnt reglulega. Í slíkum tilvikum skal bótaábyrgð takmarkast við bætur fyrir fyrirsjáanlegt, dæmigert tjón. Skaðleysi rekstraraðilans að því er varðar tjón vegna galla sem lágu fyrir þegar samningurinn var gerður skal undanþegið bótaábyrgð að því leyti sem lög leyfa. Bótaskylda rekstraraðilans í samræmi við ákvæði um framboð þeirrar vöru sem um ræðir skal ekki skerðast af ofangreindum ákvæðum.

16. Ábyrgðarréttur.

Lögbundin ábyrgðarréttindi fyrir stafrænar vörur eiga við um Home Connect forritið sem rekstraraðilinn lætur í té.

17. Breyting á virkni Home Connect forritsins

Rekstraraðili áskilur sér rétt til að breyta Home Connect forritinu umfram það sem nauðsynlegt er til að viðhalda samningsbundnu samræmi Home Connect forritsins. Þetta getur verið raunin, til dæmis ef (i) aðlögun að nýrri tækni eða vöru- eða gagnaöryggi krefst þess; (ii) tiltekin virkni Home Connect appsins er ekki lengur undir eftirspurn eða notuð af nægilega miklum fjölda viðskiptavina; (iii) koma í veg fyrir misnotkun eða skemmdir; eða (iv) ekki er lengur hægt að bjóða upp á þessa virkni með viðskiptalega sanngjörnum kostnaði. Sama gildir um breytingar sem verða til vegna ytri aðstæðna (t.d. stöðvun eða breytingar á þjónustu frá samstarfsaðilum eins og Amazon Alexa; lagabreytingar; eða breyttar markaðsaðstæður).

Ef breyting hefur neikvæð áhrif á notkun þína á Home Connect forritinu munum við upplýsa þig um það fyrirfram innan hæfilegs tíma (sérstaklega um eiginleika og tímasetningu breytinganna). Undantekning er til í brýnum tilfellum þar sem breytingarnar þjóna til að koma í veg fyrir misnotkun eða skemmdir, til að bregðast við lagalegum kröfum eða til að tryggja öryggi og virkni Home Connect forritsins.

Ef breytingin skerðir möguleika þína á að fá aðgang að Home Connect forritinu eða notagildi þess fyrir þig meira en óverulega, geturðu sagt upp notkunarsamningi fyrir Home Connect forritið hvenær sem er án endurgjalds í samræmi við lið 20.

18. Breytingar á almennu og sértæku notkunarskilmálunum

Rekstraraðilinn skal hafa rétt til að gera breytingar á almennu notkunarskilmálunum og sértæku notendaskilmálunum sem fyrirtækið býður upp á við eftirfarandi aðstæður:

Almenna reglan er að við upplýsum þig um allar væntanlegar breytingar á notkunarskilmálum, eftir því sem við á, sem kunna að hafa áhrif á samningsbundin tengsl samningsaðilanna í gegnum Home Connect-forritið og/eða með tölvupósti, eigi síðar en sex vikum áður en slíkar breytingar skulu taka gildi. Slík tilkynning mun einnig innihalda upplýsingar um rétt þinn til að hafna breytingunum og þær afleiðingar sem slík höfnun kann að hafa. Ef þú hafnar ekki breytingunum innan þess tímabils sem tilgreint er í tilkynningunni (venjulega sex vikur) telst þetta vera samþykki þitt fyrir breytingunum („dæmt samþykki“); við munum benda á þetta sérstaklega í tilkynningunni. Dæmt samþykki á ekki við um breytingu sem hefur áhrif á aðalþjónustu notendasamnings, ef það myndi leiða til misræmis á milli þjónustu og snúa aftur þér í óhag. Komi til höfnunar skal notendasamningi þínum haldið áfram samkvæmt skilmálum og skilyrðum án breytinga. Hins vegar hefur rekstraraðilinn rétt á að segja upp notendasamningi þínum um leið og breytingarnar taka gildi og loka fyrir notandareikning þinn. Ritstjórnarbreytingar á þessum almennu notkunarskilmálum, þ.e. breytingar sem hafa ekki áhrif á samningssambandið, svo sem leiðrétting á prentvillum, verða gerðar án tilkynningar.

19. Notkun á Home Connect-forritinu

Ekki má nota Home Connect forritið í óheimilum (t.d. hernaðarlegum) tilgangi. Notanda er bannað að dreifa eða vinna úr þjónustunni í viðskiptalegu skyni, efninu, gögnunum og upplýsingunum sem notandi fær í hendur við notkun á Home Connect-forritinu. Rekstraraðila er heimilt að grípa til viðeigandi ráðstafana við óviðeigandi eða óheimila notkun á Home Connect-forritinu, þ.m.t. að útiloka notendur.

20. Gildistími og uppsögn notandasamningsins

Notandasamningurinn gildir í ótiltekinn tíma. Notandi getur sagt upp notandasamningnum hvenær sem er. Rekstraraðilinn hefur rétt á að segja upp samningi sínum um notkun við þig með sex vikna fyrirvara, eða minna en það ef rekstraraðilinn ákveður að hætta rekstri sínum á Home Connect-forritinu sínu. Réttur beggja samningsaðila til að afturkalla notandasamning af ríkri ástæðu helst óskertur. Einkum skal rekstraraðilinn hafa ríkar ástæður, þá einkum að þú hafir reynst brjóta gegn lykilskuldbindingum í þessum almennu notkunarskilmálum (sjá liði 2, 5, 9 eða 19) eða sértæku notendaskilmálunum eða skráning hefur farið fram með einni innskráningarþjónustu („single-sign-on“) samanber liður 3 og undirliggjandi samningur fyrir þá einu innskráningarþjónustu hefur verið sagt upp. Skráning með Home Connect-forritninu er ekki lengur möguleg í síðastnefnda tilvikinu.

21. Réttur til að falla frá samningi

Notandi hefur fjórtán daga frest til að falla frá samningi er varðar alla gjaldskylda þjónustu sem rekstraraðilinn býður upp á í Home Connect-forritinu sem neytandi, þ.e. sem einstaklingur er stundar lögleg viðskipti í tilgangi sem ekki fellur undir atvinnustarfsemi eða sjálfstætt starfandi atvinnustarfsemi. Réttur til að falla frá samningi á einungis við um umrædda þjónustu sem rekstaraðilinn býður upp á í Home Connect-forritinu og sem er gjaldskyld. Slíkt hefur hvorki áhrif á kaupsamninginn fyrir tæki sem eru samhæfð Home Connect né nokkurn annan rétt til að falla frá samningi sem er til staðar í þessu samhengi.

Upplýsingar um réttinn til að falla frá samningi

Réttur til að falla frá samningi

Notandi hefur fjórtán daga frest til að falla frá þessum notandasamningi fyrir notkun á Home Connect-forritinu án þess að þörf sé á að tilgreina nokkra ástæðu fyrir slíkri ákvörðun.

Fresturinn til að falla frá samningi er fjórtán dagar frá því að notandasamningurinn er gerður.

Í því skyni að neyta réttar til að falla frá samningi verður notandi að senda okkur greinargóða tilkynningu (til Home Connect GmbH, Carl-Wery-Straße 34, 81739 München, Þýskalandi, info.de@home-connect.com, +49 (0) 89 / 4590 01) þar um (t.d. með bréfi, símbréfi eða tölvupósti). Nota má meðfylgjandi sniðmát fyrir tilkynningu, en slíkt er þó ekki nauðsynlegt.

Fullnægjandi er að senda tilkynningu um að réttarins til að falla frá samningi sé neytt áður en fresturinn rennur út.

Afleiðingar þess að falla frá samningi

Þegar notandi fellur frá notandasamningi þessum endurgreiðum við notanda allar fjárhæðir sem við höfum móttekið frá notandanum samkvæmt notandasamningi þessum, þ.m.t. sendingargjöld (önnur en aukagjöld vegna þess að notandi valdi aðra sendingaraðferð en ódýrustu og stöðluðu sendingaraðferðina sem við bjóðum upp á), um leið og ekki síðar en fjórtán dögum frá þeim degi sem við tökum við tilkynningu um að notandinn falli frá notandasamningi þessum. Við slíka endurgreiðslu notum við sama greiðslumáta og notandi kaus að nota við upprunalegu kaupin, nema ef sérstakt samkomulag er gert við notandann, en undir engum kringumstæðum þarf notandinn að greiða fyrir slíka endurgreiðslu.

Þegar notandi hefur beðið um að þjónustan hefjist á meðan fresturinn til að falla frá samningi varir, skal notandi greiða okkur sanngjarna upphæð fyrir greiðsluskylda þjónustu sem er í réttu hlutfalli við þá gjaldskyldu þjónustu sem hefur þegar átt sér stað þegar notandi sendir okkur tilkynningu um að neyta réttarins til að falla frá notandasamningi þessum hvað varðar heildarupphæð veittrar þjónustu samkvæmt notandasamningi þessum.

Rétturinn til að falla frá samningi rennur út ef samkomulag næst um afhendingu á stafrænu efni sem er ekki á hlutbundnum gagnabera, jafnvel þó rekstraraðilinn hafi hafið starfsemi sína samkvæmt samningnum þegar notandi (i) hefur gefið ótvírætt samþykki fyrir því að rekstraraðilinn hefji starfsemi sína samkvæmt samningnum áður en fresturinn rennur út og (ii) hefur viðurkennt að hann missi rétt til að falla frá samningi með því að veita samþykki sitt við upphaf framkvæmdar samningsins.

Sniðmát fyrir tilkynningu um að falla frá samningi

(Notandi skal fylla út þetta eyðublað og senda til okkar til að falla frá notandasamningi sínum).

Til: Home Connect GmbH, Carl-Wery-Straße 34, 81739 München, Þýskalandi eða info.de@home-connect.com

  • Ég/við (*) föllum hér með frá notandasamningnum sem var gerður af mér/okkur (*) til að kaupa eftirtaldar vörur (*)/til útvegunar á eftirfarandi þjónustu (*)
  • Pantað þann (*)/móttekið þann (*)
  • Nafn/nöfn notanda/notenda
  • heimilisfang notanda/notenda
  • Undirskrift/undirskriftir notanda/notenda (á aðeins við um pappírssamskipti)
  • Dagsetning

_________

(*)Takið út það sem á ekki við.

Hvað þjónustu samstarfsaðila varðar verður að fylgja leiðbeiningum hvers samstarfsaðila fyrir sig um hvernig skal fallið frá samningi.

22. Vettvangur rafrænnar úrlausnar ágreiningsmála, þátttaka í málsmeðferð um úrlausn ágreiningsmála

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heldur úti vettvangi fyrir rafræna úrlausn ágreiningsmála (OS). Umrædd an vettvang er að finna á http://ec.europa.eu/consumers/odr/

Okkur ber ekki skylda til að taka þátt í málsmeðferð til úrlausnar ágreiningsmála fyrir gerðardómi neytendamála og við kjósum að taka ekki þátt í slíkri málsmeðferð af frjálsum vilja. Ykkur er frjálst hafa samband við okkur til að bera fram kvartanir, spurningar eða athugasemdir með því að nota tengiliðaupplýsingarnar sem koma fram í útgáfuupplýsingum Home Connect-forritsins.

23. Gildandi lög / dómstóll lögsagnarumdæmis / ákvæði um sjálfstæði einstakra ákvæða

Ófrávíkjanleg lagaákvæði sem gilda á því svæði þar sem þú ert búsett(ur) skulu gilda. Að öðrum kosti skulu lög Sambandslýðveldisins Þýskalands gilda. Ákvæði í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samninga um sölu á vörum milli ríkja skulu ekki gilda í neinum tilvikum. Lögsagnarumdæmi fyrir hvers konar ágreining sem kann að rísa um eða vegna þessara almennu og hverskonar sértækra notkunarskilmála skal vera í München, Þýskalandi. Áskilin lögsagnarumdæmi samkvæmt lögum skulu ekki breytast vegna þessa.

Í tilvikum þar sem eitthvert ákvæði þessara almennu og hverskonar sértækra notkunarskilmála er eða verður ógilt skal slíkt ekki hafa áhrif á gildi annarra ákvæða samningsins.

Útgáfudagur: Maí 2022

Home Connect app download icon
App download

The entire Home Connect world for your smartphone and tablet.

Home Connect FAQ Icon
FAQ

You will find the answers to frequently asked questions here.

Home Connect Service icon
Service

Get in touch. We're here for you.

Home Connect Partner Icon
Become a partner

Establish good connections with Home Connect.