Legal notice for the Home Connect app

Here you can find the legal notice for the provider, the Terms of Use and the Data Privacy Policy for the Home Connect app.

Upplýsingar um gagnavernd fyrir Home Connect-forritið

Fyrirtækið Home Connect GmbH, með skráða skrifstofu að Carl-Wery-Strasse 34, 81739 í München, Þýskalandi (hér á eftir kallað „Home Connect“ eða „við“) ber ábyrgð á söfnun, vinnslu og notkun persónuupplýsinga þinna í tengslum við forritið Home Connect (hér á eftir kallað „forritið“).

Við söfnum, vinnum úr og notum persónuupplýsingar frá þér í samræmi við gildandi reglugerðir um gagnavernd. Eftirfarandi upplýsingar gera grein fyrir því hvernig við meðhöndlum slík gögn.

1. Gerðir persónuupplýsinga

Að því er varðar notkun forritsins mun Home Connect einkum safna, vinna úr og nota eftirfarandi gerðir persónuupplýsinga.

a. Aðalgögn notanda

Gögnin sem við söfnum og notum við uppsetningu notandareiknings (skráningu) eru eftirfarandi:

 • Upplýsingar sem þú veitir í skráningarferlinu, svo sem:
  • fornafn og eftirnafn,
  • netfang (notandakenni),
  • það land þar sem þú notar heimilistækið/-tækin þín,
  • aðgangsorð sem aðgengisvörn.

Upplýsingar sem beðið er um í skráningarferlinu kunna að vera mismunandi eftir löndum.

 • Upplýsingar sem viđ söfnum og vistum í skráningarferlinu:
  • tungumálastillingar fartækisins þíns,
  • samþykki fyrir og staðfesting á notkunarskilmálunum og staðfesting á yfirlýsingu um gagnavernd,
  • staða notandareikningsins (virkur/óvirkur),
  • sjálfgefin rakningarstilling forrits (eftir vali á landi, sjá nánari upplýsingar í lið 6 hér á eftir).

b. Aðalgögn heimilistækis

Gögnin sem við söfnum og notum vegna tengingar heimilistækisins þíns og notandareikningsins eru eftirfarandi:

 • vöruheiti heimilistækisins (t.d. Bosch eða Siemens),
 • raðnúmer og, ef við á, framleiðsludagsetning heimilistækisins (svokallað „E-númer“ (heildstætt gerðarnúmer) og framleiðslunúmer (dagsetning framleiðslu) – þessar upplýsingar má finna á merkimiða tækisins),
 • einkvæmt auðkenni netkortsins sem sett er upp í heimilistækið (svokallað MAC-vistfang).

Þessum gögnum er úthlutað á notandareikninginn þinn fyrir hvert heimilistæki sem er tengt við „Home Connect“-aðgerðina.

c. Notkunargögn heimilistækis

Gögnin sem við söfnum og notum vegna notkunar heimilistækisins þíns eru eftirfarandi:

 • valdar grunnstillingar, val á kerfi og kjörstillingar kerfa í heimilistækinu eða gegnum forritið,
 • gögn um stöðu heimilistækisins, svo sem umhverfisaðstæður, ástand íhluta, breytingar á stöðu heimilistækisins (t.d. mismunandi vinnumáti, opnun eða lokun hurða/aðgangshlífa, breytingar á hitastigi, áfyllingarstaða) og stöðuskilaboð frá heimilistæki (t.d. ef tækið ofhitnar, vatnsgeymir tæmist o.s.frv.).
 • Myndskeiðs- og myndgögn (t.d. ísskápar með innbyggðri myndavél)

d. Notkunargögn forritsins

Notkunargögn forritsins eru gögn sem verða til við samskipti þín við forritið, svo sem eiginleikar sem þú notar, smellimynstur sem tengist stjórntækjum forritsins, val úr fellivalmyndum, stillingar straumrofa. Frekari upplýsingar eru í lið 6.

2. Fyrirhuguð notkun

Við notum gögn af áðurnefndum gerðum

 • til að hægt sé að nota eiginleika forritsins, sem og þjónustuna sem í boði er fyrir tilstilli forritsins (1.a.–c.),
 • til að lagfæra villur (1.b. og c.),
 • til að bæta notandaviðmót forritsins (1.d.),
 • til að bæta allar vörur okkar og þjónustu, einkum að því er varðar kerfi sem eru ekki notuð og/eða eru notuð oft, auk annarra eiginleika forritsins og heimilistækisins (1.c. og d.) og
 • í beinum markaðstilgangi (1.a.–c.).

Lagagrundvelli gagnanotkunar samkvæmt REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (ESB) NR. 2016/679 frá 27. apríl 2016 er lýst í 12. lið þessa upplýsingaskjals.

3. Almennur geymslutími

Svo fremi sem engin lögboðin ákvæði gilda um annað skal almennur geymslutími gagna vera sem hér segir:

a. Ađalgögn notanda: Verđur eytt um leiđ og notandareikningi er eytt.

b. Ađalgögn heimilistćkis: Tengill í notandareikning er fjarlćgđur um leiđ og heimilistćkiđ er fjarlćgt af notandareikningnum.

c. Notkunargögn heimilistćkis: Tíu (10) daga geymsla fyrir hvern notanda. Hafi notandi veitt samţykki sitt fyrir heimilađri markađssetningu, sérsniđinn geymslutími fyrir hvern notanda sem gildir jafnlengi og samţykkiđ fyrir slíkri heimilađri markađssetningu.

d. Notkunargögn forritsins: Geymsla undir dulnefni, ađ ţví marki sem kveikt er á „Virkja rakningu notkunargagna“. Notkunargögn forritsins eru geymd í ađ hámarki 37 mánuđi frá ţeim degi sem gögnunum var safnađ.

4. Stjórnun gagnavinnslu

a. Tengigeta heimilistækisins

Þú getur notað forritið til að stjórna tengigetu heimilistækja:

 • Ef þörf krefur er hægt að setja upp tenginguna við Home Connect-þjóninn með þeim hætti að hvert heimilistæki sé tengt við hann sérstaklega (valmyndaratriðið Stillingar -> Stillingar tengigetu). Þá gerist eftirfarandi:
  • gögn um notkun forritsins (1.c.) verða ekki framar send til Home Connect-þjónsins og
  • tilteknir eiginleikar forritsins verða ekki lengur tiltækir; til að mynda verður þá ekki hægt að nota heimilistækið utan sendisviðs Wi-Fi-tengingarinnar, jafnvel þótt gagnatengill fyrir internetið verði settur upp.
 • Ef þörf krefur er hægt að slökkva á tengingu fyrir þráðlaust staðarnet fyrir einstök heimilistæki (valmyndaratriðið Stillingar -> Stillingar tengigetu). Þá gerist eftirfarandi:
  • gögn um notkun forritsins (1.c.) verða ekki framar send til Home Connect-þjónsins og
  • aðeins er hægt að stjórna heimilistækinu gegnum tækið sjálft, en ekki gegnum forritið.

b. Notandareikningar og staðbundin forritagögn

Þú getur stjórnað notandareikningunum þínum gegnum forritið og eytt gögnum sem vistuð eru staðbundið í forritinu.

 • Þú getur eytt notandareikningnum þínum („Stillingar“ -> „Minn reikningur“ -> „Eyða notandareikningi“). Þá gerist eftirfarandi:
  • tengingunni á milli heimilistækisins þíns og notandareikningsins þíns verður eytt og
  • heimilistækið þitt sendir engin frekari gögn um notkun heimilistækisins til Home Connect-þjónsins, svo fremi sem engir aðrir notandareikningar eru tengdir við heimilistækið (sjá lið 1.b. hér að ofan).
 • Með því að eyða forritinu er öllum sértækum notandagögnum sem vistuð eru staðbundið líka eytt.

c. Grunnstillingar framleiðanda fyrir heimilistækið

Hægt er að stilla heimilistækið á grunnstillingar framleiðanda. Þá gerist eftirfarandi:

 • heimilistækið missir tengingu sína við Home Connect-þjóninn þar sem netstillingar voru endurstilltar og
 • heimilistækið verður ekki lengur tengt við neina áður tengda notandareikninga (það krefst þess að heimilistækið sé tengt við internet) og mun ekki birtast í forritinu.

Lestu notkunarhandbók heimilistækisins áður en það er endurstillt á grunnstillingar framleiðanda.

5. Sending eða birting gagna frá þér til þriðju aðila

Við eigum samstarf við fjölda þjónustuveita í því skyni að búa til og keyra forritið og veita margs konar þjónustu því tengda. Við höfum skuldbundið þessar þjónustuveitur til að sinna allri vinnslu gagna, sem samningsbundnir gagnavinnsluaðilar, í samræmi við stranga skilmála og þar af leiðir að gagnavinnsla sem sinnt er af slíkum þjónustuveitum krefst ekki sérstaks samþykkis af þinni hálfu.

Þjónustuveitur sem við höfum gert samning við um að búa til og keyra forritið:

 • Þjónustuveita fyrir hýsingarþjónustu
 • Þjónustuveita fyrir forritunarþjónustu
 • Þjónustuveita fyrir tilkynningaþjónustu

Við sendum gögnin þín eingöngu til annarra viðtakenda þegar slíkt er nauðsynlegt til að uppfylla skilyrði samningsins sem gerður var við þig, ef við eða viðtakandinn hefur lögmæta ástæðu til að sjá gögnin þín, eða þegar þú hefur veitt samþykki þitt fyrir slíkri sendingu. Slíkir viðtakendur geta meðal annars verið þjónustuveitur og önnur fyrirtæki innan fyrirtækjasamstæðu okkar. Enn fremur kunna gögnin að vera send öðrum viðtakendum ef okkur er skylt að gera það vegna lagaákvæða eða til að framfylgja stjórnsýslulegum tilskipunum eða dómsúrskurðum.

Einnig kunnum við að senda gögnin þín til annarra þjónustuveita ef unnt er að nota tilboð þeirra og þjónustu (þjónusta þriðju aðila) í tengslum við forritið (sjá lið 9).

6. Skráning á notkun forritsins

Forritið kann að skrá gögn um notkun forritsins (sjá lið 1.d. hér að framan). Adobe Analytics-greiningarþjónustan er notuð í þessu skyni, en hún er veitt af Adobe Systems Software Ireland Limited, 4-6 Riverwalk, Citywest Business Campus, Dublin 24, Írlandi (hér eftir „Adobe“).

Ef kveikt er á aðgerðinni „Virkja rakningu notkunargagna“ verða notkunargögn forritsins send til og vistuð á þjóni Adobe í Bretlandi. Gögn um notkun forritsins gera þér kleift að greina notkun þína á forritinu (sjá lið 1.d. hér að framan). IP-nafnleysi er virkt í þessu forriti, sem þýðir að IP-talan sem þú notar er stytt áður en hún er send til þjónsins. Adobe notar þessar upplýsingar fyrir hönd Home Connect til að leggja mat á notkun þína á forritinu og útbúa skýrslur um virkni forritsins fyrir Home Connect. IP-talan sem send er úr fartækinu þínu í tengslum við Adobe Analytics verður ekki samþætt við önnur gögn sem Adobe eða Home Connect geymir nema að fengnu sérstöku leyfi frá þér.

Þú getur stjórnað því hvort gögn um notkun forritsins (þ.m.t. IP-talan þín) eru skráð og unnin af Adobe með því að kveikja eða slökkva á aðgerðinni „Virkja rakningu notkunargagna“. Hugsanlega verður kveikt sjálfgefið á aðgerðinni „Virkja rakningu notkunargagna“, með hliðsjón af lagalegu umhverfi í hverju landi fyrir sig.

7. Villutilkynningar

Við notum HockeyApp (www.hockeyapp.net) til að safna og senda nafnlausar villutilkynningar ef forritið hegðar sér með óvæntum hætti, einkum ef forritið hrynur. Þjónustuveitur okkar og Home Connect munu aðeins fá sendar villutilkynningar að fengnu sérstöku samþykki þínu. Við munum fara fram á samþykki þitt í hvert sinn sem við viljum fá að senda slíkar upplýsingar.

8. Öryggi gagna

Við beitum tæknilegum og rekstrarlegum ráðstöfunum til að vernda gögnin þín, til dæmis gegn misnotkun, tapi og óheimilum aðgangi þriðju aðila. Meðal slíkra ráðstafana eru notkun kóðunartækni, vottorð, eldveggir á Home Connect-þjóninum og verndun aðgangsorða í Home Connect-forritinu. Öryggi gagna í Home Connect-forritinu hefur verið prófað og vottað af TÜV Trust IT. Við erum stöðugt að endurmeta og bæta öryggisráðstafanir okkar í samræmi við tækniþróun.

9. Gildissvið yfirlýsingar um gagnavernd

Þessar upplýsingar um gagnavernd skulu gilda um aðgerðir og þjónustu sem Home Connect býður gegnum forritið; hún skal þó ekki gilda um þjónustu þriðju aðila, jafnvel þótt Home Connect hafi greitt fyrir notkun slíkrar þjónustu þriðju aðila gegnum forritið (sjá einnig notkunarskilmála að því er varðar þjónustu þriðju aðila). Notkun slíkrar þjónustu þriðju aðila ræðst af gildandi ákvæðum um gagnavernd sem sett hafa verið af þjónustuveitum þriðju aðila og, ef við á, viðbótarupplýsingum um gagnavernd af okkar hálfu þar sem lýst er sértækum eiginleikum þessarar þjónustu þriðju aðila og skulu aðeins teljast eiga við í þeim skilningi.

Verði þér vísað til annarrar þjónustuveitu skal Home Connect beita skynsamlegum og viðeigandi ráðstöfunum til að skýra slíka tilvísun (t.d. með því að fella efni frá þjónustuveitunni inn í forritið með notkun innskotsramma) ef slík tilvísun er ekki fyllilega skiljanleg. Ef þú smellir á tengil í Home Connect-forritinu sem tengist forriti eða vefsvæði frá öðrum þjónustuveitanda telst það vera skýr tilvísun.

Ef þú, sem notandi, ert innan gildissviðs ESB-REGLUGERÐAR EVRÓPUÞINGSINS OG EVRÓPURÁÐSINS nr. 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga varðandi vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra gagna, sem kemur í stað tilskipunar 95/46/EB (reglugerð um almenna gagnavernd), biðjum við þig að hafa í huga að notkun þjónustuveitu þriðju aðila kann að leiða til þess að persónulegar upplýsingar um þig verði unnar í ríkjum utan gildissviðs reglugerðar um almenna gagnavernd.

10. Breytingar á yfirlýsingu um gagnavernd

Eftir því sem forritið tekur breytingum og þróast – meðal annars vegna innleiðingar á nýrri tækni eða nýrri þjónustu – þarf hugsanlega að gera breytingar á þessum upplýsingum um gagnavernd til samræmis við þær breytingar. Home Connect áskilur sér rétt á að breyta eða bæta við þessar upplýsingar eftir því sem þörf krefur. Home Connect mun ævinlega uppfæra upplýsingar um gagnavernd sem finna má í forritinu og þú getur því kynnt þér nýjustu útgáfu upplýsinganna hvenær sem er.

11. Réttindi og samskiptaupplýsingar

Ef í ljós kemur að rangar persónuupplýsingar hafa verið vistaðar um þig, þrátt fyrir alla viðleitni okkar til að vista gögn sem eru rétt og uppfærð, munum við breyta öllum slíkum upplýsingum að þinni beiðni. Að veittu samþykki þínu fyrir söfnun, úrvinnslu og notkun persónuupplýsinga um þig getur þú hvenær sem er afturkallað slíkt samþykki síðar meir. Að öllu jöfnu er hægt að afturkalla slíkt samþykki með því að nota viðeigandi stillingar í forritinu eða með öðrum hætti með því að nota samskiptaupplýsingarnar sem finna má í forritinu.

Persónuupplýsingum um þig verður eytt ef þú dregur til baka samþykki þitt fyrir varðveislu þeirra, ef persónuupplýsinganna er ekki lengur þörf í því skyni sem þær voru geymdar eða ef slík varðveisla er ótæk af öðrum lagalegum ástæðum. Hafðu í huga að hugsanlega getur átt sér stað skörun, af tæknilegum og rekstrarlegum ástæðum, milli þess að þú afturkallir samþykki þitt og notkun gagnanna, t.d. í því tilviki að fréttabréf hafi komið út og hafi þegar verið sent út. Gögn sem krafist er vegna útgáfu reikninga og bókhaldsaðgerða eða eru nauðsynleg til að sinna lagalegri skyldu um varðveislu gagna falla ekki undir þetta ákvæði.

Ef spurningar vakna varðandi gagnavernd, eða ef þú vilt nýta þér rétt þinn til að draga til baka samþykki þitt eða lagfæra, eyða eða fresta birtingu upplýsinga skaltu hafa samband við okkur með því að nota samskiptaupplýsingarnar sem finna má í forritinu.

12.

Viðbótarupplýsingar um ESB-REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG EVRÓPURÁÐSINS nr. 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga varðandi vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra gagna, sem kemur í stað tilskipunar 95/46/EB (reglugerð um almenna gagnavernd)

a. Lagagrundvöllur ætlaðrar gagnanotkunar

Við byggjum eftirfarandi gagnanotkun á

 • skilmálum samnings samkvæmt 6. grein (1b) ESB-reglugerðar nr. 679/2016:
  • Útvegun á eiginleikum forritsins, sem og þjónustunni sem í boði er fyrir tilstilli forritsins með úrvinnslu gagnaflokka sem taldir eru upp í lið 1.a.–c.
  • Flutningur gagnaflokka samkvæmt lið 1.a.-c. til þjónustuveitu þriðja þjónustuaðila sem hægt er að nota í tengslum við forritið (sjá lið 9).
 • lögmætum hagsmunum samkvæmt 6. grein (1f) ESB-reglugerðar 679/2016:
  • Villulagfæringar með úrvinnslu gagnaflokka sem taldir eru upp í lið 1.b. og c.
  • Lagfæringar á notendaviðmóti forritsins með úrvinnslu gagnaflokka sem taldir eru upp í lið 1.d.
  • Lagfæringar á öllum vörum okkar og þjónustu, einkum að því er varðar kerfi sem eru ekki notuð og/eða eru notuð oft, auk annarra eiginleika forritsins og heimilistækisins með úrvinnslu gagnaflokka sem taldir eru upp í lið 1.c. og 1.d.
 • samþykki þínu samkvæmt 6. grein (1a) ESB-reglugerðar 679/2016:
  • Bein markaðssetning með úrvinnslu gagnaflokka sem taldir eru upp í lið 1.a.-c.

b. Réttindi þín

Réttindi þín til viðbótar því sem fram kemur í lið 11 eru talin upp hér á eftir. Til að leita réttar þíns skaltu nota samskiptaupplýsingarnar sem sjá má aftast í þessum upplýsingum um gagnavernd.

 • Réttur þinn til að fá upplýsingar um gögnin þín: Við veitum þér upplýsingar um þau gögn sem við höfum um þig ef þú óskar eftir því.
 • Réttur þinn til að leiðrétta og fullklára gögnin þín: Við leiðréttum rangar upplýsingar um þig ef þú hefur samband við okkur í því skyni. Við ljúkum við að skrá ófullkomin gögn ef þú óskar eftir því, svo framarlega sem slíkar viðbótarupplýsingar eru nauðsynlegar svo hægt sé að vinna úr gögnunum þínum.
 • Réttur þinn til að eyða gögnunum þínum: Við eyðum þeim upplýsingum sem við höfum um þig ef þú óskar eftir því. Hafðu þó í huga að sumum gögnum er einungis hægt að eyða að ákveðnum tíma liðnum, til dæmis ef lög krefjast þess að þau séu geymd lengur eða vegna þess að við þurfum á gögnunum að halda til að geta uppfyllt samningsbundnar skyldur okkar við þig.
  Sjá einnig lið 11.
 • Réttur þinn til að loka fyrir aðgang að gögnunum þínum: Í sumum tilfellum, þar sem lög heimila það eða krefjast þess, munum við loka fyrir aðgang að gögnunum þínum ef þú óskar þess. Ef lokað er fyrir aðgang að gögnum er aðeins hægt að vinna úr þeim að mjög takmörkuðu leyti.
 • Réttur þinn til að draga samþykki þitt til baka: Þú hefur rétt á að draga samþykki þitt fyrir úrvinnslu gagna þinna til baka hvenær sem er. Fram að þeim degi sem þú dregur samþykki þitt til baka er okkur heimilt að vinna úr gögnunum þínum eins og verið hefur fram að því.
  Sjá einnig lið 11.
 • Réttur þinn til að mótmæla úrvinnslu gagna þinna: Þú hefur rétt á því að mótmæla úrvinnslu gagna þinna hvenær sem er (slík mótmæli eru þó ekki afturvirk) ef úrvinnsla gagnanna fer fram á þeim lagagrundvelli sem tiltekinn er í 6. grein (1e eða 1f) ESB-reglugerðar 679/2016. Ef þú mótmælir úrvinnslu gagna þinna munum við stöðva hana, svo framarlega sem engar knýjandi og lögbundnar ástæður eru fyrir frekari úrvinnslu. Úrvinnsla gagna þinna vegna beinnar markaðssetningar flokkast aldrei undir knýjandi og lögbundnar ástæður.
 • Réttur þinn til að flytja eigin gögn: Farir þú fram á slíkt getum við veitt þér aðgang að ákveðnum upplýsingum á tilteknu algengu stafrænu formi.
 • Réttur þinn til að skjóta máli þínu til eftirlitsyfirvalda: Þú getur skotið máli sem snýr að gagnavernd til gagnaverndaryfirvalda. Til að gera það þarft þú að hafa samband við gagnaverndaryfirvöld með lögsögu á þínu búsetusvæði eða gagnaverndaryfirvöld í okkar lögsagnarumdæmi (sjá hér á eftir).
  Gagnaverndaryfirvöld í Bæjaralandi (Bavarian Data Protection Authority, BayLDA); www.baylda.de .

c. Flutningur til viðtakenda utan EES

Ef nauðsyn krefur flytjum við einnig persónuleg gögn til viðtakenda utan EES, í svokölluðum þriðju löndum, til að unnt sé að útvega eiginleika forritsins, sem og þjónustuna sem í boði er fyrir tilstilli forritsins. Í slíkum tilfellum tryggjum við – áður en nokkrum gögnum er deilt – annaðhvort af eftirfarandi: a) Viðtaki tryggir viðeigandi gagnavernd (t.d. á grundvelli ákvörðunar framkvæmdastjórnar ESB um fullnægjandi öryggi af hálfu viðkomandi lands eða með því að samþykkja hefðbundin samningsákvæði ESB milli ESB og viðkomandi lands). b) Þú hefur veitt samþykki þitt fyrir slíkum flutningi.

Ef þú óskar eftir því veitum við þér upplýsingar um viðtakendur í þriðju löndum sem og afrit af þeim sértæku varúðarráðstöfunum sem samþykktar hafa verið til að tryggja viðeigandi gagnavernd. Notaðu samskiptaupplýsingarnar sem sjá má aftast í þessum upplýsingum um gagnavernd til að óska eftir slíkum upplýsingum.

Í lið 9 má sjá upplýsingar um flutning persónulegra gagna vegna notkunar á þjónustu þriðju aðila.

d. Samskiptaupplýsingar gagnaverndarfulltrúa

Ef þú óskar eftir nánari upplýsingum um gagnavernd eða vilt leita réttar þíns getur þú notað eftirfarandi samskiptaupplýsingar til að hafa beint samband við gagnaverndarfulltrúa okkar:

BSH Hausgeräte GmbH
Data Protection Officer
Carl-Wery-Str. 34
81739 Munich, Germany

Data-Protection-DE@bshg.com

Útgáfudagur: Mars 2018

Discover Home Connect

Stories that connect

Find out how Home Connect can make your life more efficient, safer and smarter.

Connected home appliances

Take control of your home appliances with Home Connect. And not just when you're at home, when you're out and about too.

Our partners

Home Connect has numerous partner services. Discover our constantly growing network.

Home Connect app download icon

App download

The entire Home Connect world for your smartphone and tablet.

Home Connect FAQ Icon

FAQ

You will find the answers to frequently asked questions here.

Home Connect Service icon

Service

Get in touch. We're here for you.

Home Connect Partner Icon

Become a partner

Establish good connections with Home Connect.