Yfirlýsing um gagnavernd fyrir Home Connect-forritið

Fyrirtækið Home Connect GmbH, með skráða skrifstofu að Carl-Wery-Strasse 34, 81739 í München, Þýskalandi (hér á eftir kallað „Home Connect“ eða „við“), ber ábyrgð á söfnun, vinnslu og notkun persónuupplýsinga þinna í tengslum við forritið Home Connect (hér á eftir kallað „forritið“).

Við söfnum, vinnum úr og notum persónuupplýsingar frá þér í samræmi við gildandi reglugerðir um gagnavernd. Eftirfarandi upplýsingar gera grein fyrir því hvernig við meðhöndlum slík gögn.

1. Gerðir persónuupplýsinga

Að því er varðar notkun forritsins mun Home Connect einkum safna, vinna úr og nota eftirfarandi gerðir persónuupplýsinga.

a. Aðalgögn notanda

Gögnin sem við söfnum og notum við uppsetningu notandareiknings (skráningu) eru eftirfarandi:

 • Upplýsingar sem þú veitir í skráningarferlinu, svo sem:
  – fornafn og eftirnafn,
  – netfang (notandakenni),
  – það land þar sem þú notar heimilistækið/-tækin þín,
  – aðgangsorð sem aðgengisvörn.
  Upplýsingar sem beðið er um sem liður í skráningarferlinu kunna að vera mismunandi eftir löndum.

 • Upplýsingar sem við söfnum og vistum í skráningarferlinu:
  – tungumálastillingar fartækisins þíns,
  – samþykki fyrir og staðfesting á notkunarskilmálunum og staðfesting á yfirlýsingu um gagnavernd,
  – staða notandareikningsins (virkur/óvirkur),
  – sjálfgefin rakningarstilling forrits (eftir vali á landi, sjá nánari upplýsingar í lið 6 hér á eftir).

b. Aðalgögn heimilistækis

Gögnin sem við söfnum og notum vegna tengingar heimilistækisins þíns og notandareikningsins eru eftirfarandi:
– vöruheiti heimilistækisins (t.d. Bosch eða Siemens),
– raðnúmer og, ef við á, framleiðsludagsetning heimilistækisins (svokallað „E-númer“ (heildstætt gerðarnúmer) og framleiðslunúmer (dagsetning framleiðslu) – þessar upplýsingar má finna á merkimiða tækisins),
– einkvæmt auðkenni netkortsins sem sett er upp í heimilistækið (svokallað MAC-vistfang).

Þessum gögnum er úthlutað á notandareikninginn þinn fyrir hvert heimilistæki sem er tengt við „Home Connect“-aðgerðina.

c. Notkunargögn heimilistækis

Gögnin sem við söfnum og notum vegna notkunar heimilistækisins þíns eru eftirfarandi:

 • valdar grunnstillingar, val á kerfi og kjörstillingar kerfa í heimilistækinu eða gegnum forritið,
 • gögn um stöðu heimilistækisins, svo sem umhverfisaðstæður, ástand íhluta, breytingar á stöðu heimilistækisins (t.d. mismunandi vinnumáti, opnun eða lokun hurða/aðgangshlífa, breytingar á hitastigi, áfyllingarstaða) og stöðuskilaboð frá heimilistæki (t.d. ef tækið ofhitnar, vatnsgeymir tæmist o.s.frv.).

d. Notkunargögn forritsins

Notkunargögn forritsins eru gögn sem verða til við samskipti þín við forritið, svo sem eiginleikar sem þú notar, smellimynstur sem tengist stjórntækjum forritsins, val úr fellivalmyndum, stillingar straumrofa. Frekari upplýsingar eru í lið 6.

2. Fyrirhuguð notkun

Við notum gögn af áðurnefndum gerðum aðeins að veittu samþykki notanda, svo fremi sem slíks samþykkis er krafist:

 • til að hægt sé að nota eiginleika forritsins, sem og þjónustuna sem í boði er fyrir tilstilli forritsins (1.a.–c.),
 • til að lagfæra villur (1.b. og c.),
 • til að bæta notandaviðmót forritsins (1.d.),
 • til að bæta allar vörur okkar og þjónustu, einkum að því er varðar kerfi sem eru ekki notuð og/eða eru notuð oft, auk annarra eiginleika forritsins og heimilistækisins (1.c. og d.) og
 • í beinum markaðstilgangi (1.a.–c.).

3. Almennur geymslutími

Svo fremi sem engin lögboðin ákvæði gilda um annað skal almennur geymslutími gagna vera sem hér segir:

a. Aðalgögn notanda: Verður eytt um leið og notandareikningi er eytt.

b. Aðalgögn heimilistækis: Tengill í notandareikning er fjarlægður um leið og heimilistækið er fjarlægt af notandareikningnum.

c. Notkunargögn heimilistækis: 10 (tíu) daga geymsla fyrir hvern notanda. Hafi notandi veitt samþykki sitt fyrir heimilaðri markaðssetningu, sérsniðinn geymslutími fyrir hvern notanda sem gildir jafnlengi og samþykkið fyrir slíkri heimilaðri markaðssetningu.

d. Notkunargögn forritsins: Geymsla undir dulnefni, að því marki sem og eins lengi og kveikt er á „Virkja rakningu notkunargagna“.

4. Stjórnun gagnavinnslu

a. Tengigeta heimilistækisins

Þú getur notað forritið til að stjórna tengigetu heimilistækja:

 • Ef þörf krefur er hægt að setja upp tenginguna við Home Connect-þjóninn með þeim hætti að hvert heimilistæki sé tengt við hann sérstaklega (valmyndaratriðið Stillingar  Stillingar tengigetu). Þá gerist eftirfarandi:
  – gögn um notkun forritsins (1.c.) verða ekki framar send til Home Connect-þjónsins og
  – tilteknir eiginleikar forritsins verða ekki lengur tiltækir; til að mynda verður þá ekki hægt að nota heimilistækið utan sendisviðs Wi-Fi-tengingarinnar, jafnvel þótt gagnatengill fyrir internetið verði settur upp.

 • Ef þörf krefur er hægt að slökkva á tengingu fyrir þráðlaust staðarnet fyrir einstök heimilistæki (valmyndaratriðið Stillingar  Stillingar tengigetu). Þá gerist eftirfarandi:
  – gögn um notkun forritsins (1.c.) verða ekki framar send til Home Connect-þjónsins og
  – aðeins er hægt að stjórna heimilistækinu gegnum tækið sjálft, en ekki gegnum forritið.

b. Notandareikningar og staðbundin forritagögn

Þú getur stjórnað notandareikningunum þínum gegnum forritið og eytt gögnum sem vistuð eru staðbundið í forritinu.

 • Þú getur eytt notandareikningnum þínum („Stillingar“  „Minn reikningur“  „Eyða notandareikningi“). Þá gerist eftirfarandi:
  – tengingunni á milli heimilistækisins þíns og notandareikningsins þíns verður eytt og
  – heimilistækið þitt sendir engin frekari gögn um notkun heimilistækisins til Home Connect-þjónsins, svo fremi sem engir aðrir notandareikningar eru tengdir við heimilistækið (sjá lið 1.b. hér að ofan).
 • Með því að eyða forritinu er öllum sértækum notandagögnum sem vistuð eru staðbundið líka eytt.

c. Grunnstillingar framleiðanda fyrir heimilistækið

Hægt er að stilla heimilistækið á grunnstillingar framleiðanda. Þá gerist eftirfarandi:

 • heimilistækið missir tengingu sína við Home Connect-þjóninn þar sem netstillingar voru endurstilltar og
 • heimilistækið verður ekki lengur tengt við neina áður tengda notandareikninga (það krefst þess að heimilistækið sé tengt við internet) og mun ekki birtast í forritinu.

Lestu notkunarhandbók heimilistækisins áður en það er endurstillt á grunnstillingar framleiðanda.

5. Sending eða birting gagna frá þér til þriðju aðila

Við eigum samstarf við fjölda þjónustuveita í því skyni að búa til og keyra forritið og veita margs konar þjónustu því tengda. Við höfum skuldbundið þessar þjónustuveitur til að sinna allri vinnslu gagna, sem samningsbundnir gagnavinnsluaðilar, í samræmi við stranga skilmála og þar af leiðir að gagnavinnsla sem sinnt er af slíkum þjónustuveitum krefst ekki sérstaks samþykkis af þinni hálfu.

Hins vegar, ef gildandi lög um gagnavernd tilgreina að samþykkis þíns sé krafist áður en flytja má persónuupplýsingar þínar til þjónustuveitenda, munum við upplýsa þig um þetta sérstaklega. Í slíkum tilvikum verða gögn ekki flutt nema að fengnu fyrirframsamþykki þínu.

6. Skráning á notkun forritsins

Forritið kann að skrá gögn um notkun forritsins (sjá lið 1.d. hér að framan). Adobe Analyticsgreiningarþjónustan er notuð í þessu skyni, en hún er veitt af Adobe Systems Software Ireland Limited, 4-6 Riverwalk, Citywest Business Campus, Dublin 24, Republic of Ireland (hér eftir „Adobe“).

Ef kveikt er á aðgerðinni „Virkja rakningu notkunargagna“ verða notkunargögn forritsins send til og vistuð á þjóni Adobe í Bretlandi. Gögn um notkun forritsins gera þér kleift að greina notkun þína á forritinu (sjá lið 1.d. hér að framan). IP-nafnleysi er virkt í þessu forriti, sem þýðir að IP-talan sem þú notar er stytt áður en hún er send til þjónsins. Adobe notar þessar upplýsingar fyrir hönd Home Connect til að leggja mat á notkun þína á forritinu og útbúa skýrslur um virkni forritsins fyrir Home Connect. IP-talan sem send er úr fartækinu þínu í tengslum við Adobe Analytics verður ekki samþætt við önnur gögn sem Adobe eða Home Connect geymir nema að fengnu sérstöku leyfi frá þér.

Þú getur stjórnað því hvort gögn um notkun forritsins (þ.m.t. IP-talan þín) eru skráð og unnin af Adobe með því að kveikja eða slökkva á aðgerðinni „Virkja rakningu notkunargagna“. Hugsanlega verður kveikt sjálfgefið á aðgerðinni „Virkja rakningu notkunargagna“, með hliðsjón af lagalegu umhverfi í hverju landi fyrir sig.

7. Villutilkynningar

Við notum HockeyApp (www.hockeyapp.net) til að safna og senda nafnlausar villutilkynningar ef forritið hegðar sér með óvæntum hætti, einkum ef forritið hrynur. Þjónustuveitur okkar og Home Connect munu aðeins fá sendar villutilkynningar að fengnu sérstöku samþykki þínu. Við munum fara fram á samþykki þitt í hvert sinn sem við viljum fá að senda slíkar upplýsingar.

8. Öryggi gagna

Við beitum tæknilegum og rekstrarlegum ráðstöfunum til að vernda gögnin þín, til dæmis gegn misnotkun, tapi og óheimilum aðgangi þriðju aðila. Meðal slíkra ráðstafana eru notkun kóðunartækni, vottorð, eldveggir á Home Connect-þjóninum og verndun aðgangsorða í Home Connect-forritinu. Öryggi gagna í Home Connect-forritinu hefur verið prófað og vottað af TÜV Trust IT. Við erum stöðugt að endurmeta og bæta öryggisráðstafanir okkar í samræmi við tækniþróun.

9. Gildissvið yfirlýsingar um gagnavernd

Þessi yfirlýsing um gagnavernd skal gilda um aðgerðir og þjónustu sem Home Connect býður gegnum forritið; hún skal þó ekki gilda um tilboð og þjónustu annarra þjónustuveitenda (þjónustu þriðju aðila), jafnvel þótt Home Connect hafi greitt fyrir notkun slíkrar þjónustu þriðju aðila gegnum forritið (sjá einnig notkunarskilmála að því er varðar þjónustu þriðju aðila). Notkun slíkrar þjónustu þriðju aðila ræðst af gildandi ákvæðum um gagnavernd sem sett hafa verið af þjónustuveitum þriðju aðila og, ef við á, viðbótaryfirlýsingum um gagnavernd af okkar hálfu þar sem lýst er sértækum eiginleikum þessarar þjónustu þriðju aðila og skulu aðeins teljast eiga við í þeim skilningi.

Verði þér vísað til annarrar þjónustuveitu skal Home Connect beita skynsamlegum og viðeigandi ráðstöfunum til að skýra slíka tilvísun (t.d. með því að fella efni frá þjónustuveitunni inn í forritið með notkun innskotsramma) ef slík tilvísun er ekki fyllilega skiljanleg. Ef þú smellir á tengil í Home Connect-forritinu sem tengist forriti eða vefsvæði frá öðrum þjónustuveitanda telst það vera skýr tilvísun.

Ef þú, sem notandi, ert innan gildissviðs tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 95/46/EB frá 24. október 1995 um vernd einstaklinga varðandi vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra gagna (Stjórnartíðindi Evrópubandalagsins, L 281 bls. 31, tilskipun ESB um gagnavernd) biðjum við þig að hafa í huga að notkun þjónustuveitu þriðju aðila kann að leiða til þess að persónulegar upplýsingar um þig verði unnar í ríkjum utan gildissviðs tilskipunar ESB um gagnavernd.

10. Breytingar á yfirlýsingu um gagnavernd

Eftir því sem forritið tekur breytingum og þróast – meðal annars vegna innleiðingar á nýrri tækni eða nýrri þjónustu – þarf hugsanlega að gera breytingar á þessari yfirlýsingu um gagnavernd til samræmis við þær breytingar. Home Connect áskilur sér rétt á að breyta eða bæta við þessa yfirlýsingu eftir því sem þörf krefur. Home Connect mun ævinlega uppfæra yfirlýsingu um gagnavernd sem finna má í forritinu og þú getur því kynnt þér nýjustu útgáfu yfirlýsingarinnar hvenær sem er.

11. Réttindi og samskiptaupplýsingar

Ef í ljós kemur að rangar persónuupplýsingar hafa verið vistaðar um þig, þrátt fyrir alla viðleitni okkar til að vista gögn sem eru rétt og uppfærð, munum við breyta öllum slíkum upplýsingum að þinni beiðni. Að veittu samþykki þínu fyrir söfnun, úrvinnslu og notkun persónuupplýsinga um þig getur þú hvenær sem er afturkallað slíkt samþykki síðar meir. Að öllu jöfnu er hægt að afturkalla slíkt samþykki með því að nota viðeigandi stillingar í forritinu eða með öðrum hætti með því að nota samskiptaupplýsingarnar sem finna má í forritinu.

Persónuupplýsingum um þig verður eytt ef þú dregur til baka samþykki þitt fyrir varðveislu þeirra, ef persónuupplýsinganna er ekki lengur þörf í því skyni sem þær voru geymdar eða ef slík varðveisla er ótæk af öðrum lagalegum ástæðum. Hafðu í huga að hugsanlega getur átt sér stað skörun, af tæknilegum og rekstrarlegum ástæðum, milli þess að þú afturkallir samþykki þitt og notkun gagnanna, t.d. í því tilviki að fréttabréf hafi komið út og hafi þegar verið sent út. Gögn sem krafist er vegna útgáfu reikninga og bókhaldsaðgerða eða eru nauðsynleg til að sinna lagalegri skyldu um varðveislu gagna falla ekki undir þetta ákvæði.

Ef spurningar vakna varðandi gagnavernd, eða ef þú vilt nýta þér rétt þinn til að draga til baka samþykki þitt eða lagfæra, eyða eða fresta birtingu upplýsinga skaltu hafa samband við okkur með því að nota samskiptaupplýsingarnar sem finna má í forritinu.

Útgáfudagur: Ágúst 2016

Download PDF

Notkunarskilmálar fyrir Home Connect-forritið

1. Grundvöllur samningsins

Fyrirtækið Home Connect GmbH, Carl-Wery-Strasse 34, 81739 München, Þýskalandi (hér eftir kallað „rekstraraðili“) lætur þér hér með í té Home Connect-forritið án endurgjalds, til uppsetningar og notkunar á fartæki/-tækjum í þinni eigu.

Þessir notkunarskilmálar („notkunarskilmálar“) skulu gilda á milli þín, sem notanda Home Connectforritsins, og fyrirtækisins Home Connect GmbH, sem rekstraraðila téðs forrits. Þegar þú hefur lokið skráningu skulu þessir skilmálar teljast bindandi samningsgrundvöllur fyrir notkun á Home Connectforritinu. Þú getur kynnt þér og vistað þessa notkunarskilmála í Home Connect-forritinu undir „Stillingar“.

2. Aðgerðir og þjónusta sem í boði eru gegnum Home Connect-forritið

Home Connect-forritinu er ætlað að stjórna stærri og minni tækjum til heimilisnota („heimilistækjum“) sem eru samhæf við Home Connect og að veita aðra þjónustu (t.d. ábendingar um notkun tiltekinna kerfa heimilistækjanna, tillögur að uppskriftum eða tillögur um leiðir til að auka orkunýtingu) í tengslum við heimilistækin þín.

Aðgerðir og þjónusta sem í boði eru gegnum Home Connect-forritið geta verið mismunandi eftir gerð tækisins. Kynntu þér Home Connect-forritið vandlega til að sjá hvaða tilteknar aðgerðir eru í boði fyrir þig.

Af öryggisástæðum krefjast sumar aðgerðanna í Home Connect ekki aðeins skipunar gegnum Home Connect-forritið heldur einnig handvirkrar staðfestingar og/eða handvirkrar virkjunar á heimilistækinu sjálfu. Home Connect-forritið upplýsir þig um allar slíkar kröfur.

Notandakennið þitt, upplýsingarnar á heimilistækinu þínu og stjórnhnapparnir þínir eru sendir til netþjóns („Home Connect-þjónn“) gegnum gagnatenginguna. Þjónninn sendir út stjórnhnappana þína. Nánari upplýsingar um meðhöndlun og úrvinnslu gagna eru í Yfirlýsingu um gagnavernd.

Þú getur aðeins notað Home Connect-forritið til fullnustu ef þú ert skráð(ur) inn á Home Connectnotandareikninginn, heimilistækjunum þínum hefur verið úthlutað á Home Connect-notandareikninginn þinn og ef heimilistækin og Home Connect-forritið hafa komið á gagnatengingu við Home Connectþjóninn.

Ef þú aftengir heimilistækin þín frá Home Connect-þjóninum í Home Connect-forritinu geturðu aðeins notað takmarkaðar aðgerðir og þjónustu sem birtast í Home Connect-forritinu, innan þeirrar Wi-Fitengingar sem nær til heimilistækisins (aðeins notkun með Wi-Fi). Af öryggisástæðum mælum við ekki með því að heimilistæki sé stjórnað með því að nota aðeins Wi-Fi í lengri tíma, þar sem það kemur í veg fyrir að þú getir tekið við þeim öryggistengdu hugbúnaðaruppfærslum sem í boði eru fyrir heimilistækið þitt.

Ef þú slekkur á Wi-Fi-tengingu heimilistækisins þíns í Home Connect-forritinu getur heimilistækið þitt ekki lengur komið á tengingu við Home Connect-þjóninn. Ef slökkt er á þessari tengingu þýðir það enn fremur að ekki er hægt að nota Home Connect-forritið til að stjórna heimilistækjunum þínum.

3. Skráningarferlið

Notkun á Home Connect-forritinu krefst þess að stofnaður sé notandareikningur (skráning). Til að skráning takist þarf að öllu jöfnu að gefa upp, að lágmarki, fornafn og eftirnafn, staðsetningu heimilistækisins (land), netfangið þitt (notandakenni) og persónulegt aðgangsorð. Í sumum löndum þarf að gefa upp ítarlegri upplýsingar.

Þegar skráningu í Home Connect-forritið er lokið færð þú staðfestingu í tölvupósti og notandareikningurinn þinn verður virkjaður. Þessi tölvupóstur inniheldur tengil sem verður að fylgja til að staðfesta skráningu.

4. Innskráning á notandareikninginn þinn

Þú ættir að halda aðgangsorðinu leyndu og aldrei gefa það upp til þriðja aðila. Ef þú glatar aðgangsorðinu eða þig grunar að þriðji aðili hafi komist á snoðir um það ber þér skylda til að tilkynna rekstraraðilanum það tafarlaust með því að nota samskiptaupplýsingarnar í Home Connect-forritinu, sem og að breyta aðgangsorðinu. Notaðu aðgerðina „Breyta aðgangsorði“ og/eða aðgerðina „Gleymdirðu aðgangsorðinu?“ í Home Connect-forritinu til að breyta aðgangsorðinu eða búa til nýtt.

Flestar aðgerðir og þjónustu sem í boði eru gegnum Home Connect-forritið er aðeins hægt að nota þegar notandi er skráður inn á notandareikninginn. Af öryggisástæðum verður þú sjálfkrafa skráð(ur) út af notandareikningnum þínum eigi síðar en 24 klukkustundum eftir innskráningu. Ef þú kveikir á aðgerðinni „Vera áfram skráð(ur) inn“ verður þú ekki sjálfkrafa skráð(ur) út af notandareikningnum þínum í þrjá (3) mánuði. Hafðu í huga að þrátt fyrir að þetta hafi þægindi í för með sér getur notkun þessarar aðgerðar aukið hættu á að þriðju aðilar fái aðgang að fartækinu þínum gegnum Home Connect-forritið án heimildar. Þú berð bótaábyrgð gagnvart rekstraraðila að því er varðar hvers konar misnotkun þriðja aðila. Til að slökkva á aðgerðinni „Vera áfram skráð(ur) inn“ þarf aðeins að skrá sig út af notandareikningnum. Ef Home Connect-forritinu er lokað hefur það engin áhrif á innskráningarstöðu notandareikningsins þíns.

5. Notkunarskilyrði

Til að gera þér kleift að nota þann hluta Home Connect-forritsins sem krefst skráningar þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- þú ert einkanotandi og a.m.k. 18 ára að aldri,
- þú hefur sett upp notandareikning sem hluta af skráningarferlinu,
- þú notar heimilistækið þitt í landi þar sem rekstraraðilinn býður upp á Home Connect-forritið (hægt er að sækja lista yfir lönd þar sem slíkt er í boði í Home Connect-forritinu).

Til að hægt sé að nota Home Connect-forritið þarf að setja það upp á nettengjanlegt fartæki sem keyrir stutt stýrikerfi (sjá lista yfir studd fartæki á www.home-connect.com). Fartækið og heimilistækið þurfa að vera í þinni eigu og tengd við Wi-Fi gegnum viðeigandi internetbeini. Fartækið þitt þarf að nota aðra gagnatengingu þegar farið er út fyrir Wi-Fi-drægi heimilistækisins. Við notkun utan nets er hægt að nota tækið sem „ótengt heimilistæki“. Ef slökkt er á Wi-Fi-tengingunni eða ef fartækið er utan sviðs Wi-Fitengingarinnar er ekki hægt að stjórna heimilistækinu gegnum Home Connect-forritið. Þú ert ábyrg(ur) fyrir hverjum þeim kostnaði sem kann að áskapast vegna gagnatengingar. Rekstraraðilinn skal ekki teljast ábyrgur fyrir aðgengileika og/eða gæðum gagnatengingarinnar.

6. Home Connect-forritið notað af mörgum notendum

Í samræmi við það gildissvið sem tilgreint er undir lið 9 geta margir notendur notað Home Connect-forritið samtímis, en hver notandi þarf að hafa sinn eigin notandareikning. Ef margir notendur bæta sama heimilistæki við sína notendareikninga (t.d. fjölskyldumeðlimir eða samleigjendur) skal sá notandi sem fyrstur bætti heimilistækinu við sinn notandareikning („aðalnotandi“) hafa rétt á að fjarlægja heimilistækið af notandareikningum þeirra notenda sem bættu því við síðar. Aðalnotandi getur framselt réttindi sín sem aðalnotandi til annars notanda. Allir notendur tiltekins heimilistækis geta skoðað stöðu þess tækis í Home Connect-forritinu og gefið út stjórnskipanir ef þess gerist þörf.

Notkun á þjónustu þriðju aðila (sjá nánar í lið 7) skal að öllu jöfnu aðeins hafa áhrif á þann notanda sem velur að virkja slíka þjónustu („notandi þjónustu þriðju aðila“). Gögn sem send eru til þjónustuveitu þriðja aðila kunna að innihalda gögn sem varða notkunarmynstur annarra notenda heimilistækis/-tækja. Notanda þjónustu þriðju aðila ber að upplýsa aðra notendur heimilistækis/-tækja um tilgang og umfang gagnaöflunarinnar og um frekari vinnslu og notkun gagna af hálfu þjónustuveitu þriðju aðila áður en slík þjónusta er virkjuð. Enn fremur ber slíkum notanda að afla samþykkis allra notenda að því er varðar slíka meðhöndlun gagna.

7. Þjónusta þriðju aðila

Þjónusta þriðju aðila sem samþætt er við Home Connect-forritið og þjónusta þriðju aðila sem gerir þeim kleift að fá ytri aðgang að heimilistæki gegnum eigin aðskilin forrit fjölgar möguleikunum á notkun Home Connect-forritsins. Notkun slíkrar samþættrar og/eða ytri þjónustu krefst þess að öllu jöfnu að Home Connect-notandareikningurinn þinn sé tengdur við fyrirliggjandi notandareikning sem skráður er hjá þjónustuveitanda þriðja aðila. Alla sértæka notkunarskilmála sem rekstraraðili setur fram og eiga sérstaklega við um notkun þjónustu þriðju aðila sem er ýmist samþætt við Home Connect-forritið eða í boði sem ytri þjónusta er að finna undir „Samþætt þjónusta“ og þá skilmála þarf að samþykkja sérstaklega, ef við á, áður en slík þjónusta er notuð. Aðeins sértækir skilmálar sem stjórna þjónustu þriðju aðila sem hefur verið tengd við þinn notandareikning eiga við í þessu tilviki. Hafðu í huga að auk almennra notkunarskilmála rekstraraðilans og sértækra notkunarskilmála fyrir samþætta og/eða ytri þjónustu kunna notkunarskilmálar sem þjónustuveitandi þriðja aðila setur fram einnig að gilda. Þjónustuveitandi þriðja aðila skal bera alla ábyrgð á þeim síðastnefndu.

Samþætting þjónustu þriðju aðila við Home Connect-forritið og/eða tenging við ytri þjónustu teljast viðbótareiginleikar og rekstraraðili skal ekki teljast ábyrgur fyrir því að slíkir eiginleikar séu aðgengilegir. Rekstraraðili getur, samkvæmt meginreglu, hætt að bjóða slíka þjónustu hvenær sem er og án fyrirvara. Almenna reglan er sú að rekstraraðili getur ekki haft eftirlit með nákvæmni og heilleika gagna sem þjónustuveitandi þriðja aðila sendir og ber því enga bótaábyrgð að því er slík gögn varðar.

8. Hugbúnaðaruppfærslur

Rekstrarhæfi og áreiðanleika aðgerða í Home Connect-forritinu í heild í tengslum við heimilistæki er aðeins hægt að tryggja ef uppfærslur sem gerðar eru aðgengilegar fyrir Home Connect-forritið eru settar upp reglulega. Hið sama á við um allar uppfærslur fyrir heimilistæki sem framleiðandi gerir tiltækar. Rekstraraðilinn skal ekki vera ábyrgur fyrir neinum villum sem hafa áhrif á Home Connect-forritið, né heldur neinu tjóni sem áskapast vegna þess að þú hefur ekki, eða ekki að öllu leyti, sótt og/eða sett upp tiltækar uppfærslur.

9. Notkunarréttindi

Home Connect-forritið, sem og þjónusta, gögn og upplýsingar sem nota má og fá aðgang að gegnum forritið, eru varin af höfundarrétti.

Á gildistíma þessa notandasamnings er þér veitt takmarkað, óframseljanlegt, afturkræft leyfi til notkunar á Home Connect-forritinu í eigin þágu, og aðeins í þeim tilgangi sem kveðið er á um í þessum notkunarskilmálum, og í samræmi við notkunarskilmálana og gildandi lög. Einkum er óheimilt að afrita, breyta, endurrita, umskrifa, bakþýða (vendismíða) eða umbreyta Home Connect-forritinu – nema það sé sérstaklega heimilað samkvæmt lögum.

10. Framboð á aðgerðum og þjónustu

Rekstraraðili skal beita öllum raunhæfum ráðstöfunum til að tryggja framboð allra aðgerða og þjónustu sem í boði eru fyrir Home Connect-forritið, þar á meðal samþættingu á og tengingu við þjónustu þriðju aðila. Tæknilegir örðugleikar kunna þó að koma upp tímabundið og hindra framboð á slíku að einhverju marki. Ekki er hægt að gera neina bótakröfu á hendur rekstraraðila ef truflun verður á framboði.

11. Flutningur / framsala / notkun þriðju aðila

Ef þú flytur heimilistækið á nýjan stað í öðru landi, þ.e. ekki því landi þar sem það var fyrst tekið í notkun, ber þér skylda til að breyta stillingum fyrir land á notandareikningnum þínum til samræmis við það. Hafðu í huga að notkun á Home Connect-forritinu í öðru landi kann að vera háð öðrum notkunarskilmálum og að önnur yfirlýsing um gagnavernd kann að eiga við. Ef landið sem um ræðir kemur ekki fyrir á lista yfir studd lönd getur þú ekki haldið áfram notkun Home Connect-forritsins. Notkun á Home Connect-forritinu tengd heimilistæki, sem ekki er heimiluð í viðkomandi landi, er með öllu bönnuð. Ef vafi leikur á þessu skal hafa samband við framleiðanda heimilistækisins.

Ef fartækið þitt verður selt eða sett í hendur þriðja aðila skaltu gæta þess að skrá þig fyrst út af notandareikningnum þínum og eyða Home Connect-forritinu. Eftir það verður ekki lengur hægt að (endur)úthluta fartæki á notandareikninginn þinn eða heimilistækið. Ef heimilistækið er selt skal gæta þess að endurstilla það á grunnstillingar framleiðanda. Með því móti er tengingin milli heimilistækisins og notandareikningsins þíns rofin.

Ef þú keyptir heimilistækið notað skaltu skoða stillingar reikningsins í Home Connect-forritinu til að ganga úr skugga um að engir óþekktir notendur séu tengdir við heimilistækið. Ef vafi leikur á þessu skal endurstilla tækið á grunnstillingar framleiðanda. Nánari upplýsingar um gagnavernd eru í Yfirlýsingu um gagnavernd.

Ef þú, í bága við ákvæðin undir liðum 4 og 6 í þessum notkunarskilmálum, heimilar þriðju aðilum að nota Home Connect-forritið þitt gegnum fartæki sem er með forritið uppsett ert þú ábyrg(ur) fyrir því að tryggja að Home Connect-forritið sé notað í samræmi við þessa notkunarskilmála og gildandi lög.

12. Bótaábyrgð

Rekstraraðili skal teljast ábyrgur gagnvart þér, án takmarkana, vegna hvers konar tjóns sem rekja má til vísvitandi hegðunar og vítaverðs gáleysis af hálfu rekstraraðila eða lagalegra fyrirsvarsmanna eða umboðsmanna hans. Rekstraraðili skal teljast bótaskyldur gagnvart þér, án takmarkana, vegna hvers konar tjóns á lífi, líkama eða heilsu sem rekja má til lítilsháttar vanrækslu af hálfu rekstraraðila. Enn fremur skal rekstraraðili vera ábyrgur gagnvart þér, aðeins svo fremi sem hann hefur brotið gegn órjúfanlegri samningsbundinni skyldu, sem er skylda sem er nauðsynlegt að rækja til að hægt sé að tryggja fullar efndir samningsins og sem þú, sem samningsaðili, reiðir þig á að sé sinnt reglulega. Í slíkum tilvikum skal bótaábyrgð takmarkast við bætur fyrir fyrirsjáanlegt, dæmigert tjón. Skaðleysi rekstraraðila að því er varðar tjón vegna galla sem lágu fyrir þegar samningurinn var gerður skal undanþegið bótaábyrgð að því leyti sem lög leyfa. Bótaskylda rekstraraðila í samræmi við ákvæði um framboð þeirrar vöru sem um ræðir skal ekki skerðast af ofangreindum ákvæðum.

13. Breytingar á notkunarskilmálum

Rekstraraðili skal hafa rétt til að gera breytingar á notkunarskilmálunum. Almenna reglan er að við upplýsum þig um allar væntanlegar breytingar á notkunarskilmálunum sem kunna að hafa áhrif á samningsbundin tengsl samningsaðilanna gegnum Home Connect-forritið og/eða með tölvupósti, eigi síðar en sex vikum áður en slíkar breytingar skulu taka gildi. Slík tilkynning mun einnig innihalda upplýsingar um rétt þinn til að hafna breytingunum og þær afleiðingar sem slík höfnun kann að hafa. Við munum biðja þig að samþykkja breyttu notkunarskilmálana, eigi síðar en á þeim degi þegar breytingarnar skulu öðlast gildi. Þú getur ýmist veitt samþykki þitt og haldið áfram að nota Home Connect-forritið í samræmi við breyttu notkunarskilmálana eða neitað að samþykkja. Ef þú kýst að samþykkja ekki breyttu skilmálana hefur rekstraraðili rétt á að loka notandareikningnum þínum um leið og breytingarnar taka gildi og loka á notandareikninginn.

14. Uppsögn notkunarsamningsins

Rekstraraðili hefur rétt á að segja upp samningi sínum um notkun við þig með sex vikna fyrirvara, eða minna en það ef rekstraraðilinn ákveður að hætta rekstri sínum á Home Connect-forritinu sínu. Réttur beggja samningsaðila til að afturkalla notandasamning af ríkri ástæðu helst óskertur. Einkum skal rekstraraðili hafa ríkar ástæður, þá einkum að þú hafir reynst brjóta gegn lykilskuldbindingum í þessum notkunarskilmálum (sjá liði 5, 6 eða 9).

15. Gildandi lög / dómstóll lögsagnarumdæmis

Lögboðin lagaákvæði sem gilda á því svæði þar sem þú ert búsett(ur) skulu gilda. Að öðrum kosti skulu lög Sambandslýðveldisins Þýskalands gilda. Ákvæði í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samninga um sölu á vörum milli ríkja skulu ekki gilda í neinum tilvikum. Lögsagnarumdæmi fyrir hvers konar ágreining sem kann að rísa um eða vegna þessara notkunarskilmála skal vera í München, Þýskalandi.Áskilin lögsagnarumdæmi samkvæmt lögum skulu ekki breytast vegna þessa.

Útgáfudagur: Ágúst 2016